Draupnir - 01.12.1939, Qupperneq 9
D R A U P N I R
9
Ruslakista Flensliorgar.
1%/rARGIR hér í heimavist-
A inni eru smekklegir menn
hæði að klæðaburði og andlits-
snyrtingu og ekki sizt að her-
bergissnyrtingu. Ekki hefir
komizt upp um nein þjófnaðar-
mál hér enn, en allur er varinn
góður. Af hræðslu við hina yf-
irvofandi liættu hefir hinn al-
kunni gjaldkeri látið smokka
smelllás innan á hurðina hjá
sér til varnar liinni álitlegu
fjárfúlgu, sem hann hefir i fór-
um sínum.
Sparisjóðurinn er afar
þokkalegt herbergi. En það er
ekki að undra. Annar íbúinn
ó góða og vel járnaða tréskó.
Þegar hann þvær, íklæðist hann
þessum kostagripum, sem spóla
upp öllum saur, þegar dansað
er á þeim Quick step eða Lam-
bet walk. Hinn íbúinn þvær
einnig oft og gerir það sóma-
samlega.
Eitt sinn, er hann var að
þvo, kemur vel þekktur kenn-
ari og yrðir á hann á þessa
leið: „Ertu nú búinn að gera
lireint fyrir þínum dyrum?“
Drengur lítur upp frá vinnu
sinni, rjóður og sveittur af
hinu mikla erfiði, og segir með
stærðfræðilegum svip: „Nei, ég
á eftir að þvo liérna utan við
þröskuldinn.“
f ruslakistunni húa Litli og
Stóri. Þar er ekki laust við
reimleika. Einu sinni, þegar
Stóri hafði boðið Litla góða
nótt með kossi og ýmsum fett-
um og brettum, lagðist hann
fyrir og féll í væran blund. Þeg-
ar hann hafði látið sig drevma
nokkra stund um glæsilega
framtíð, bar óboðinn gest að
garði, sem hvolfdi undir lion-
um álegunni. Um leið og Stóri
veltur upp fjTÍr, hrópar hann
í dauðans ofboði: „Er ég' á leið
til helv..?“
f koti búa karl og kerling.
Þau búa rausnarbúi. Húsfreyja
er hin myndarlegasta og held-
ur kotinu hreinu og þokkalegu.
Hún kaupir gluggatjöld og
„bón“ og ýmiss konar hreinlæt-
isvörur ásamt fjörefnaríkri
fæðu. Karlinn er aftur á móti
mesti sauður. Hann er ánægð-
ur, ef þægilegt er í kringum
hann, en nennir ekkert að gera
sjálfur, heldur notar Iiann kerl-
inguna til allra skítverka. Þrátt
fyrir þetta er mikið ástriki
milli þeirra hjóna, og kemur
þeim ætíð vel saman. Það verð-
ur þó að játa, að ekki er laust
við afbrýðissemi lijá húsfreyju,
þegar ungar og laglegar heima-
sætur með Ijósa lokka og blá,
tindrandi augu ber að garði.
En betta virðist vera alveg á-
stæðulaust af húsfreyju, því að
hvorki hefir það heyrzt né sézt,
að bessi kunningsskapur hafi
haft neinar afleiðingar. Þegar
nóttin kemur og þau hafa liátt-
að í eina sæng, fellur allt i
Ijúfa löð, og húsfreyja fyrir-
gefur bónda sínum allar (ó-
sannaðar) yfirsjónir hans með
einum ástríkum eilífðarkossi.
Dag einn, er heimavistar-
nemendur sitja að snæðingi,
kemur skólastjóri niður í borð-
sal og biður þá að þrifa til
í herbergjum sínum, því að von
sé á gestum, sem ætli að skoða
skólann. Að svo mæltu fer
hann upp til sín.
Á sama augnabliki og skóla-
stjórinn hverfur út um dyrn-
ar, sprettur Naggurinn upp úr
sæti sínu og þýtur út, eins og
hann liefði verið stunginn með
glóandi járnteini í sitjandann.
Um leið og Naggurinn spratt
upp, varð einum nemenda að
orði: „Fleiri hundar eru nú
svartir en hundurinn ])rests-
ins.“ Ali Baba & Co
Sumt af því,
sem betur mætti íara.
■pLENSBORGARSKÓLINN
nýi er meðal vegleg-
ustu skóla á landinu. Skól-
inn er mjög snotur. Fyrir
framan liann er steinsteypt
stétt og þrep. En sá galli
er á þeim, að liandrið vantar
meðfram þeim eða eftir þeim
miðjum. Eins og er, er stór-
hættulegt að ganga þrepin í
hálku.
Að innan er skólinn .einnig
fallegur, þótt sums staðar megi
finna að honum. Bekkirnir eru
t. d. mjög óþægilegir. En við
því er ekki hægt að gera nú.
Inni í salernunum mætti vera
snvrtilegra. T. d. vantar alveg
spegla, og gjarnan mætti vera
þar sápa og handklæði.
Svona smávegis hluti væri
hægl að setja með litlum til-
kostnaði. Vona ég, að þess
verði ekki langt að bíða, að
eitthvað af þessu komist í
sæmilegt horf.
Sist.
Ritnefnd:
Gísli Stefánsson,
Tómas Tómasson,
Kristján Eldjárn,
Karl Jónasson,
Hetga Magnúsdóttir.
Abyrgðarmaður:
Bjarni Aðalbjarnarson.