Fréttablaðið - 28.02.2023, Blaðsíða 2
Greiddar verða 72.504
krónur fyrir árin 2019
til 2022.
Tíðin er afar góð og
þessi hlýindi auka
líkur á að ekki verði
neinar kalskemmdir
þetta árið.
Hjördís Finn-
bogadóttir,
Nónbjargi
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Alex og William
manual hvíldarstólar
Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr.
Alklæddir
Anelín leðri
Litir: svart,
dökkbrúnt og cognac
William manual með 20% afsl. 215.000 kr.
Nú með
20%
afslætti
Brunað fram hjá heimilislausum
Smáhýsi fyrir heimilislausa við Suðurlandsbraut eru nú óðum að taka á sig mynd. Húsin eru um 35 fermetrar og eru búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga velferðar-
sviðs Reykjavíkur. Ekki eru allir sáttir við að húsin rísi í Laugardalnum en þessum ágæta herramanni var alveg sama og hélt hann för sinni áfram. Fréttablaðið/Valli
Marautt er í Mývatnssveit og
kvartar gönguskíðafólk undan
snjóleysi. Húsendur kvarta þó
lítið enda njóta þær veðurfars-
ins. Það er jú stutt í fengitíma
þar á bæ.
bth@frettabladid.is
Veður „Það er ótrúlega lítill snjór
hér miðað við árstíma,“ segir Hjör-
dís Finnbogadóttir, íbúi á Nónbjargi
í Mývatnssveit, fyrrverandi kennari
og fréttamaður Ríkisútvarpsins til
áratuga. Hún segir að út frá því sem
við blasi í mývetnskri náttúru sé
engu líkara en að kominn sé apríl.
Mývatnssveit hefur ekki farið
varhluta af sögulegum hlýindum á
landsvísu þar sem háar hitatölur á
Norðurlandi síðustu daga hafa ekki
síst vakið athygli. Ekkert lát virðist
á samkvæmt veðurspánni og hafa
síðustu dagar verið mjög heitir og
„brennandi sól“ í allan fyrradag að
sögn Hjördísar.
Mývatnssveit er háslétta, liggur
um 280 metra ofan sjávarmáls. Þykir
saga til næsta bæjar að snjólaust sé
nánast í sveitinni í febrúar og jafn-
vel í fjalllendi. Svipaða sögu er að
segja víða annars staðar. Landið er
að mestu marautt.
Mikið er af húsönd á Laxá þessa
dagana að sögn Hjördísar. Hún seg-
ist ekki sjá merki um tilhugalíf hjá
húsöndunum enn en varptími anda
hefur færst fram með hnattrænni
hlýnun.
Stokkendur og húsendur eru þær
andategundir sem oftast verpa fyrst
á vorin. Oft finna húsendur hreiður-
stað í útihúsum, holum í fjárhúsum
eða hlöðum og lifa þar í sátt við Guð
og menn. „Tíðin er afar góð og þessi
hlýindi auka líkur á að ekki verði
neinar kalskemmdir þetta árið,“
segir Hjördís og telur að heimamenn
almennt njóti veðurblíðunnar. Ein er
þó sú iðja sem Hjördís segist sakna
að geta ekki stundað. Skíðamennska.
„Ég er enn með gönguskíðin í bílnum
en sé ekki fram á mikil not af þeim í
bili,“ segir Hjördís.
Undir þetta taka fleiri Mývetn-
ingar. Birkir Fanndal vélstjóri,
Mývetningur á níræðisaldri, segir
svakalegar sveiflur í veðrinu ekki
nýjar. Hann segist sakna þess mjög
að geta ekki gengið á gönguskíðum
á þeim árstíma sem henti best fyrir
þessa íþrótt.
„Ég vil hafa frost og snjó á veturna
en núna hefur þetta verið þannig
að það hafa þrisvar sinnum komið
snjógusur í vetur og þær tekur jafn-
harðan upp,“ segir Birkir. „Maður
er hálfgramur yfir því. Ég er ekki
ánægður með þennan vetur.“ n
Ótrúlega snjólétt norðan
heiða miðað við árstíma
Það þykir saga til næsta bæjar að Belgjarfjall sé nánast marautt í febrúar. Ekki
er ólíklegt að húsöndin verpi snemma þetta árið. Mynd/Hjördís Finnbogadóttir
kristinnhaukur@frettabladid.is
Fjarðabyggð Jón Björn Hákonar-
son, fráfarandi bæjarstjóri í Fjarða-
byggð, mun greiða fasteignagjöld
afturvirkt fyrir árin 2019 til 2022.
Samtals 72.504 krónur. Þetta var
ákveðið á fundi bæjarráðs í gær.
Í bókun um málið segir að sam-
kvæmt lögum um álagningu og
greiðslu fasteignagjalda beri eig-
anda einungis að greiða fasteigna-
gjöld frá og með skráningardegi
eignar. Verður þá miðað við árið
2018 þegar deiliskipulag jarðar-
innar var samþykkt. Ekki verður
hægt að greiða gjöld af húsinu fyrir
þann tíma.
Kemur fram að Jón Björn hafi sýnt
vilja til að greiða gjöldin af sumar-
bústað sínum, sem eins og Frétta-
blaðið hefur greint frá stendur í
Fannardal í Norðfirði ásamt þremur
öðrum bústöðum sem ekki hafði
verið greitt af. Verður álagningin
miðuð við fasteignamat útgefið af
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. n
Jón greiðir fasteignagjöld afturvirkt
Jón Björn
Hákonarson,
fráfarandi
bæjarstjóri
Fjarðabyggðar
erlamaria@frettabladid.is
Flug Guðni Sigurðsson, sérfræð-
ingur á samskiptasviði Icelandair,
segir enga hættu hafa verið á ferðum
þegar f lugvél Icelandair, sem var á
leið til Lundúna síðdegis í gær, var
snúið við til Keflavíkurflugvallar.
Þó hafi hættustigi verið lýst yfir á
flugvellinum.
„Eftir klukkutíma f lug kemur
melding hjá f lugmönnunum um
tæknilegt atriði og þeir meta svo,
samkvæmt verklagi, að best væri
að snúa við. Þá var Keflavíkurflug-
völlur enn næsti f lugvöllur,“ segir
Guðni.
„Vélin lenti rúmlega hálf sjö í
Keflavík og hún lenti eðlilega. Það
var ekki hætta á ferðum,“ bætir
hann við.
Aðspurður segist Guðni ekki vita
hvað hafi komið upp, en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins var um
bilun í öðrum hreyfli vélarinnar að
ræða. n
Segir enga hættu
hafa verið á ferðum
Flugvél Icelandair var snúið við í há-
loftunum á leið til Lundúna.
2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 28. FeBRúAR 2023
ÞriÐJUDAGUr