Fréttablaðið - 28.02.2023, Blaðsíða 22
Fyrst var ég með húf-
una í vasanum og
síðan setti ég hana á
mig.
Hulda Guðný
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA
Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á
fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá.
Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit
dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að
ræða helstu mál líðandi stundar.
Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á
Hringbraut, dv.is og frettabladid.is
Fimm ára gamli hernaðarand-
stæðingurinn og Pussy Riot-
aðdáandinn Hulda Guðný
hitti beint í mark þegar hún
brá sér í öskudagsbúninginn
sinn á mótmælunum við rúss-
neska sendiráðið á föstudag-
inn og fékk skilaboð frá sjálfri
Mariiau Alyokhina um að hún
væri svo svöl.
toti@frettabladid.is
„Mér finnst þær svo f lottar og
skemmtilegar,“ segir Hulda Guðný,
f imm ára aðdáandi rússnesku
aðgerðasinnanna í pönkhljóm-
sveitinni Pussy Riot, og auðheyrt
er að auk tónlistarinnar hafi fram-
koma stelpnanna á sviði og ekki
síður utan þess heillað hana.
Hulda Guðný er svo mikill aðdá-
andi Pussy Riot að hún ákvað að
klæða sig upp eins og stelpurnar
þegar hún mætti í Ísaksskóla á ösku-
daginn. Hún endurnýtti síðan ösku-
dagsbúninginn á föstudaginn þegar
hún bað mömmu sína um að fylgja
sér á mótmælin við sendiráð Rúss-
lands á föstudaginn.
„Ég fór með mömmu og ég fór
fremst til að sjá betur. Fyrst var ég
með húfuna í vasanum og síðan
setti ég hana á mig,“ segir Hulda.
Mamma hennar, Hólmf r íður
Berentsdóttir, segist ekki hafa áttað
sig á því að húfan væri með í för fyrr
en Hulda setti hana upp þegar þær
voru komnar á staðinn.
Svo svöl
Mótmælandinn ungi vakti að
vonum athygli en ánægðust er hún
þó að sjálfsögðu með skilaboðin
sem hún fékk frá sjálfri Mariiu
Alyokhinu, forsprakka Pussy Riot.
Ragnar Kjartansson, listamaður
og einn helsti tengiliður Pussy Riot
við Ísland, sendi Mariiu mynd af
Huldu með húfuna og bar henni
síðan kveðju frá uppáhaldinu.
„Og hún sagði „so cool“,“ segir
Hulda feimnislega.
Varðstu ekki glöð að heyra þetta?
„Jú,“ svarar hún og hefur ekki
f leiri orð um skilaboðin frá fyrir-
myndinni en stoltið og ánægjan
leyna sér þó ekki.
Ógnvekjandi flauel
Hólmfríður segir Huldu hafa heillast
af Pussy Riot þegar hún horfði með
henni á heimildarmynd um þær á
RÚV. „Svo kom Þjóðleikhúsblaðið í
haust og þær voru þar. Ég var ekk-
ert að pæla í þessu en hún kveikti á
perunni og vildi fara. Þannig að við
drógum vonkonu mína og dóttur
hennar með á föstudagskvöldi og
hún var örugglega langyngst,“ segir
Hólmfríður. „Og ég fékk afmælis-
gjöf á undan afmælinu mínu,“ segir
Hulda sem varð fimm ára um þetta
leyti.
Mæðgurnar sáu einnig yfirlits-
sýninguna Flauelshryðjuverk í
Kling & Bang sem Huldu fannst
dálítið ógnvekjandi. „Það var verið
að sýna Pussy Riot í fangelsinu og
það var kennt að gera svona húfu,“
segir Hulda.
„Og þar kom fram að allir gætu
verið Pussy Riot og þá ákvað
Hulda að vera Pussy Riot á ösku-
daginn,“ bætir mamma hennar við.
„Nei, mamma. Þegar við fórum á
leikritið,“ segir sú stutta og
horfir ákveðin í gegnum
götin á húfunni sinni.
Konur sem hata Pútín
Þegar Hulda Guðný er
spurð að því hvað Pussy
Riot sé, stendur ekki á
svari. „Það eru konur sem
hata Pútín. Þær fóru í fang-
elsi fyrir það. Ég sá meira að segja
myndband af því,“ segir hún og
bætir við að fangelsið hafi verið
stofufangelsi.
Hulda afgreiðir Rússlandsfor-
setann síðan snarlega: „Pútííín er
ruglaður,“ segir hún og áréttar síðan
að þetta gildi ekki um alla Rússa
sem séu alls ekki allir klikkaðir þótt
hún telji Pútín og þeim sem fylgi
honum að máli best lýst þannig.
„Þegar Pussy Riot voru í stofu-
fangelsi gat Pútín fylgst með þeim
með ökklabandi. Og ég tók með mér
TVÖ ökklabönd í skólann. Ég var
með þau á höndunum og tók þau
bæði af mér.“
Það voru að vísu armbandsúr
sem komu í stað ökklabanda í Pussy
Riot-búningi Huldu og til að byrja
með var hún með eitt þeirra, eins og
lög gera ráð fyrir, um ökklann. „Ég
tók það af. Mér fannst það óþægi-
legt,“ segir Hulda og efast ekki um
að stelpunum í Pussy Riot hafi líka
fundist sín ökklabönd óþægileg.
Leiðinlegar fréttir
En vissu krakkarnir í skólanum hver
þú varst á öskudaginn?
„Nei, þau voru öll að spyrja mig.
Mér fannst það ekki gaman,“ segir
Hulda um búninginn sinn sem
vissulega fellur nokkuð utan meg-
instraumsins í öskudagsbúninga-
tískunni.
Ætla mætti að jafn einlægur og
ekki eldri Pussy Riot-aðdáandi
fylgdist vel með fréttum og aðspurð
segir Hulda svo vera en hún ráði
þó litlu um það. „Ég þarf alltaf að
horfa á fréttir heima. Það er rosa-
lega leiðinlegt,“ segir Hulda. „Henni
fannst náttúrulega stríðið ógeð og
vildi ólm opna leikskóla fyrir börn
frá Úkraínu heima hjá okkur,“ segir
Hólmfríður og snýr sér að Huldu.
„Við gerðum það aldrei.“
Og ekki stendur á svari frekar en
endranær. „Ekki á morgun heldur
hinn.“ n
Fimm ára aðdáandi fékk
pönkstig frá Pussy Riot
Hulda Guðný
er rúmlega
fimm ára gamall
andstæð-
ingur stríðsins
í Úkraínu en
mikill aðdáandi
Pussy Riot. Hún
fékk hrós frá
sjálfri Mariiu
Alyokhina fyrir
húfuna sem hún
setti upp á mót-
mælunum við
sendiráð Rússa.
Fréttablaðið/
Valli
Hulda í fullum skrúða.
Takið eftir ökklabandinu.
Þegar á hólminn var komið setti
Hulda upp grímuna. Mynd/aðsend
Maria Masha
Alyokhina úr
Pussy Riot.
18 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 28. FeBRúAR 2023
ÞRiðJUDAGUR