Fréttablaðið - 28.02.2023, Blaðsíða 19
Við höfum ákveðið að
halda í gömul gildi en á
sama tíma erum við
svolítið að breyta
áherslum hátíðarinnar.
Helena Aðalsteinsdóttir
Nýir framkvæmdastjórar LungA, þau Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna. Tinna hefur verið partur af fram-
kvæmdateyminu frá árinu 2015 og Helena hefur verið tíður gestur á hátíðinni síðan 2005. Fréttablaðið/Ernir
Framkvæmdateymi LungA 2023: Helena Aðalsteinsdóttir, Margrét Björk Ólafsdóttir, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir,
Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir, Gréta Þorkelsdóttir, Lama-sea Dear og Katerina Spathi. Á myndina vantar Halldóru
Kristínu Lárusdóttur og Paulu Buškevica. Fréttablaðið/Ernir
Listahátíðin LungA á Seyðis-
firði hefur verið ein ástsæl-
asta hátíð Austurlands í rúm
tuttugu ár. Framkvæmda-
stýran Björt Sigfinnsdóttir
hefur verið viðloðandi LungA
frá upphafi en í ár verða kyn-
slóðaskipti því þau Þórhildur
Tinna Sigurðardóttir og
Helena Aðalsteinsdóttir hafa
tekið við framkvæmdastjórn.
tsh@frettabladid.is
Þórhildur Tinna hefur verið partur
af framkvæmdateymi LungA síðan
2015 og Helena hefur verið tíður
gestur á hátíðinni síðan 2005 þann-
ig að þau þekkja bæði vel til hátíðar-
innar.
Tinna: „Þetta er ótrúlega spenn-
andi og traustið sem við höfum
fengið frá fráfarandi framkvæmda-
stjórn hefur verið mjög mikið. Og
stuðningurinn er ómetanlegur,
að gefa okkur listrænt og skap-
andi frelsi til að breyta áherslum
hátíðarinnar á sama tíma og hún
er minnkuð aðeins til að gera hana
einbeittari á samtímalist.“
Halda í gömul gildi
LungA var stofnuð á Seyðisfirði árið
2000 af hópi ungs fólks sem hefur
haldið kef linu gangandi undan-
farin 23 ár. Tinna og Helena munu
enn njóta leiðsagnar LungA-fjöl-
skyldunnar sem fylgjast með af
hliðarlínunni.
Helena: „Þau eru okkur enn til
halds og trausts og verða ráðgjafar
LungA áfram. Við erum búin að vera
í miklum samskiptum við Björt til
dæmis en í rauninni þá höfum við
listrænt frelsi og getum tekið hátíð-
ina eitthvert annað. Við höfum
ákveðið að halda í gömul gildi en
á sama tíma erum við svolítið að
breyta áherslum hátíðarinnar. Við
erum að færa fókusinn á samtíma-
list og erum að leggja meiri áherslu á
að halda sýningar yfir alla hátíðina
og bjóða þátttakendum LungA að
móta með okkur lokahátíðina.“
Ætlið þið að halda í klassíska dag-
skrá LungA eins og listasmiðjur og
tónleika?
Tinna: „Við erum að halda í
grunnstrúktúrinn sem hefur þróast
yfir öll þessi ár, það verða listasmiðj-
ur, sýningar, viðburðir og lokatón-
leikar sem verða mjög spennandi.
Við erum aðeins að hrista upp í því
hvernig við nálgumst tónleikana og
erum að fara að vinna í samstarfi
með fyrirtækjum á staðnum til þess
að allir geti komið saman. Annað
sem við erum að leggja áherslu á er
að virkja samfélagið á Seyðisfirði og
að reyna að fara í smá útrás gagn-
vart heimamönnum og fá þá með
okkur í skipulagningu. Við erum
með þekkingu og reynslu af LungA
en af því hvorugt okkar hefur búið
á Seyðisfirði þá langar okkur líka
að fá álit Seyðfirðinga um hvað þeir
vilja sjá.“
Helena bætir því við að teymis-
meðlimirnir Lama-sea Dear og
Halldóra Kristín Lárusdóttir hafi
þó báðar búið á Seyðisfirði.
Einblína á sælu
LungA 2023 verður haldin vikuna
10. til 16. júlí og þema hátíðarinnar í
ár verður Sæla, eða Bliss. Tinna segir
hátíðardagskrána enn vera í vinnslu
en auk hins nýja þema eru Gréta
Þorkelsdóttir og Paula Buškevica,
grafískir hönnuðir LungA, að vinna
í glænýju útliti til að hleypa hinni
nýju hátíð af stokkunum.
Tinna: „Sæla er oft tengd við upp-
ljómun eða einhvern hápunkt en
eftir hápunkta koma líka lægðir,
þannig það verður líka mikil áhersla
hjá okkur lögð á öryggi þátttakenda
og listamanna og að setja mörk. Við
ætlum að halda áfram góðri vinnu,
sem hefur nú þegar verið ígrunduð,
á hátíðinni með öryggisráðstafanir
Allir eiga eitthvað í LungA
SKEMMTANIR
HIN LANDSÞEKKTA, FRÁBÆRA
SÖNGKONA OG SKEMMTIKRAFTUR
ICY SPICY
LEONCIE
VILL SKEMMTA
UM ALLT LAND,
Í ALLSKYNS OPINBERUM
MANNFÖGNUÐUM,
MEÐ SÍNA BESTU
VESTRÆNU
SMELLI.
S. 854 6797
Sjáið: www.youtube.com/icyspicyleoncie
BOOK NOW FOR
SUPER ENTERTAINMENT
og það hvernig við setjum tilfinn-
ingaleg og líkamleg mörk, hvernig
við nálgumst fólk og spyrjum um
fornöfn, til dæmis.“
Helena bætir því við að þemað
sæla geti haft mismunandi og
síbreytilega persónulega tengingu
fyrir þátttakendur LungA.
Helena: „Þegar við Tinna fengum
boð um að taka við hátíðinni þá
hugsuðum við hvernig hátíð viljum
við skapa og hvernig vinnuum-
hverfi viljum við búa til fyrir okkur
og teymið okkar? Þetta er ástríðu-
verkefni og mikið til unnið í sjálf-
boðavinnu þannig okkur fannst
mikilvægt að búa til hátíð þar sem
fólki líður sem best og langaði svo-
lítið að leggja áherslu á kærleika,
ást og umhyggju. Þetta verður svo
ótrúlega spennandi heimur sem
myndast þar sem fólk er á útopnu í
rauninni, að skapa, tjá sig og eign-
ast nýja vini, samstarfsmenn eða
elskendur. Þetta er rosalega náið
samstarf og þess vegna vildum við
einblína á þessa sælu, líka til að
minnast á hvað hún er viðkvæm, af
því um leið og fólk fer frá LungA þá
tekur raunveruleikinn við.“
Ung og upprennandi
Helena segir að þau Tinna hafi
viljað leggja áherslu á að vinna
með konum, kynsegin og hinsegin
einstaklingum á hátíðinni. Fjöldi
spennandi og upprennandi lista-
manna kemur fram á LungA 2023
úr ólíkum listgreinum, þótt sérstök
áhersla sé nú á samtímalist.
Helena: „Það er til dæmis Ada
M. Patterson, sem er listakona frá
Barbados og Hollandi, sem hefur
starfað mikið í London og var til
dæmis með einkasýningu í Tate
Modern á síðasta ári. Hún er að
vinna að verki sem mun umlykja
Seyðisfjarðarbæ og er að búa til
fána sem við munum f lagga víðs
vegar um bæinn.“
Tinna: „Svo erum við líka með
heimamann, Ra Tack, hán er búsett
á Seyðisfirði og verður með einka-
sýningu. Ra gerir ótrúlega falleg
verk sem passa vel við þessa hug-
mynd um sælu en líka kannski
myrku hlið sælunnar. Þetta eru
mjög expressjónísk málverk með
mikilli litagleði sem fanga ein-
hvern veginn hápunkta og fjalla
mikið um kynvitund háns.“
LungA sem tilraunastofa
Daría Sól Andrews verður gesta-
sýningarstjóri LungA 2023 og mun
stýra vídeóverkadagskrá í bíósaln-
um í Herðubreið sem hefur verið
miðstöð LungA undanfarin ár.
Tinna: „Við verðum einnig með
listamennina Anto López Espinoza
sem býr í Hollandi og Aoibheann
Greenan sem býr í Bretlandi. Þær
eru gjörningalistakonur sem vinna
innan myndlistar. Eitthvað sem
okkur langar að reyna að rækta
núna er að upprennandi samtíma-
listamenn og jafnvel stærri lista-
menn geti nýtt LungA í sínu skap-
andi ferli til þess að kanna nýjar
hugmyndir og að hátíðin verði að
eins konar tilraunastofu.“
Tinna bætir því við að LungA
leggi mikið upp úr góðu sam-
starfi við stofnanir og fyrirtæki á
Seyðisfirði og þau séu til dæmis í
samvinnu við Skaftfell, myndlist-
armiðstöð Austurlands, og Tækni-
minjasafnið.
Þá verða stórtónleikar LungA á
sínum stað og hafa tónlistarmenn-
irnir Kælan mikla, Josh Caffé og
Lottó þegar staðfest komu sína auk
þess sem tæplega 30 listamenn
munu stíga á stokk á tónleikum í
hátíðarvikunni.
Helena: „Þátttakendurnir sem
koma í vinnusmiðjurnar móta líka
LungA og við viljum virkja þau
til þess að móta lokahátíðina. Til
dæmis þá er Carla Zimbler að fara að
hanna sviðið og er með hugmyndir
að vinnustofu þar sem þátttak-
endur munu búa til sviðsmyndina
sem verður á hátíðinni með henni.
Þannig að við viljum svolítið eiga
hátíðina saman með fólkinu sem
kemur á vinnusmiðjurnar og tón-
leikana, þetta er svona eitt stórt
samstarf þar sem allir eiga smá part
í LungA.“ n
FréttAbLAðið menning 1528. FebrúAr 2023
ÞRiÐJUDAgUR