Skutull

Volume

Skutull - 01.12.1977, Page 4

Skutull - 01.12.1977, Page 4
4 SKUTULL r —...... | „ .. það var eígi rúm fyrir þau í gistihúsinu” Sérhver rithöfundur, sem ætlar sér að skýrá og skil- greina líf og lífsviðhorf hvers þess einstaklings, er hann skrifar um, reynir ætíð að leita eftir einu eða öðru frá æskuárum persónunnar, er skýri athafnir hans síðar á lífsleiðinni. Hefir nokkurt atvik í bernsku nokkurs manns orð- ið fyrirboði örlagaríkari sanninda en það, sem fram kemur í frásögn Lúkasar um fæðingu Jesú í Betlehem: „Það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu.“? Þetta reyndi Jesús á jarðvistardög- um sínum, - í hugum mann- anna var ekkert rúm fyrir boðskap hans, í lífi þeirra var ekkert rúm fyrir þau kærleiksviðhorf, sem hann boðaði, í samkunduhúsun- um fyrirfannst ekkertrúm fyr- ir háleitan boðskap um end- urhvarf og náungakærleika. Allt líf hans var barátta við lokuð hjörtu mannanna. Hann vildi beina þeim inn á nýjar brautir, en án ' ár- angurs og að lokum varð hann að ganga hina þján- ingafullu leið til Golgatha, því enginn vildi taka á móti honum. Tilveran í dag er fullmót- sagna og ringlureiðar. Við verðum oft að missa af því mikilvægasta sökum linnu- lítils lífsgæðakapphlaups samtíðarinnar. Þetta á við bæði varðandi góðar bók- menntir, fagra tónlist, feg- urð náttúrunnar, - þetta allt vanmetum við og vanrækj- um sökum þess að við erum svo önnum kafin. Við glöt- um of oft dýrmætri vináttu og missum af þeirri ham- ingju, sem aðeins finnst í faðmi góðrar fjölskyldu. Þannig lokum við Frelsar- ann utan dyra í lífi okkar, og glötum þar með öllu því góða og fagra, sem honum fylgir. Gistihúsið var ekki opnað fyrir Jesú vegna þess, að menn vissu ekki þá, hver stóð fyrir dyrum úti. Þá af- sökun höfum við ekki. Við vitum hver hann er. Stað- reyndin er sú, að við eigum hlutdeild í þeim menning- ararfi þar sem listamenn eins og Rafael hafa heiðrað hann í ódauðlegum lista- verkum og tónsnillingar eins og Bach hafa flutt honum hina fegurstu lofsöngva. Jafnvel trúleysingi eins og sagnfræðingurinn Lecky sagði: Þessi einfalda frásaga um þriggja ára starf hefir markað dýpri spor á fram- farabraut mannkynsins en allar ritgerðir heimspeking- anna eða umvandanir og siðapredikanir lærimeistar- anna. Þegar við á aðfangadags- kvöld látum hugann reika til gistihússins í Betlehem, er ástæða til að minnast þess, að gestrisni er þýðing- armeiri en flest annað. Hví- lík breyting yrði ekki á lífi flestra, ef hugarfar gestrisn- innar hefði meiri tök á okk- ur? Fáein dæmi skulu nefnd. Ungur maður stað- næmist á vegamótum. Ný hugsun grípur hann föstum tökum og hann veitir henni rými í hjarta sínu, - og sjá, líf Sáls frá Tarsus hefir gjör- breyst. Við strönd Genesaret- vatnsins'ber fundum þeirra Péturs og Jesú saman. Og jafnvel þótt Pétri finnist hann ekki verðugur þess að veita viðtöku þessum mikla boðskap meistarans, gefur hann honum þó rúm i hjarta sínu. Þar með verður það ekki aðeins Pétur einn, sem endurfæðist, heldur nær sú breyting til alls man- kynsins að meira eða minna leiti. Þar er eitt af undrum lífsins, - ef maðurinn opnar hjarta sitt eitt andartak fyrir því göfuga og góða eins og Páll postuli gerði forðum á veginum til Damaskus, skeður undrið mikla, - nýr maður, ný lífsviðhorf. Seinna sagði Páll: Það er ekki lengur ég, sem Iifi, heldur lifir Kristur í mér. Eitthvað áþekkt gerist enn í dag því atburðurinn í Betlehem er ekki aðeins gömul helgisögn. Kristur knýr stöðugt á dyrnar. En við getum breytt framhaldi sögunnar og opnað fyrir honum, - gefið honum rúm í hjörtum okkar. Að vísu skiljum við ekki öll vandamál heimsins nema við sjáum þau út frá því sjónarmiði gestrisninn- ar, sem hér er um rætt. En hvers vegna á atburðurinn í Betlehem að þurfa að end- urtaka sig sí og æ? Hvers vegna eigum við stöðugt að vísa þeim frá, sem vilja bjarga okkur og neita að taka á móti þeim? Ég er hræddur um, að einnig við munum á komandi árum hrópa: „Við höfum enga þörf fyrir þetta“. Þetta munum við gera í hvert skipti, sem nýjar hugsanir, ný samfélagsviðhorf, koma fram á sjónarsviðið, sem geta orðið afdrifarík fyrir framtíð mannnkynsins. Hugur okkar er um of fjötr- aður vanafestu og fordóm- um, og ótta við allt, sem nýtt er. Helstu og dýrmætustu gjafirnar, sem mannkynið hefir öðlast gegn um tím- anna rás er sá frjálsi andi og þeir leitandi vitsmunir, sem skynja það mikilvæga, sem við mætum á lífsleiðinni og þor til að ganga til liðs við það af heilum huga. Næst á eftir þeim hæfileika að geta skapað eitthvað stórfeng- legt, kemur sá hæfileiki að geta tekið á móti og viður- kennt það itiikla og háleita þegar það verður á vegi okkar, og veita því viðtöku og gera það að ríkjandi á- hrifavaldi í daglegu lífi okk- ar. Þegar ellin færist yfir, verða þær minningar kær- astar, sem tengdar eru þeim atvikum í lífi okkar þegar við auðsýndum andlega gestrisni og einmitt þau at- vik færðu okkur mesta ham- ingju. Ég hef séð foss sveipaðan tærum sólgullnum úðahjúp. Það er rétt hjá efnafræð- ingnum þegar hann segir, að fossinn sé H2O. En hann er einnig allt annað, sem maður hvorki nær eða nýtur þó fegurðin sé efnagreind, en öðlast því aðeins að mað- ur veiti henni viðtöku og sé móttækilegur fyrir þeim á- hrifum, sem hún hefir á hug og hjara mannsins. Líf okkar á jörðinni er skamvinnt, og það þjónar engum tilgangi ef við, sök- um neikvæðrar afstöðu til þeirra andlegra verðmæta, sem mesta þýðingu hafa og sem ná hæst og vara lengst, köstum á glæ þeim mögu- leikum, sem okkur gefst til að öðlast menningarríkt og fagurt mannlíf. FÉLAGSHEIMILIÐ HNÍFSDAL óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum, glcðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. friHiiIIinn Hafnarstræti 8 - Sími 3221 SOMMER KROMINI Nýkomið: Jólasnjór — Grenilakk Blómailmur — Greniilmur v V S'* Isf irðingar — Vestf irðingar Stutt er til jóla, en við getum glatt ykkur með því, að ennþá eigum við mikið úrval af: Gólfdúkum Veggfóðri Veggstriga Innanhúsmálningu í þúsundum Tónalita. Einnig allt til málunar. Áhöld til heimamálunar og veggfóðrunar. Fúgusement, — níu litir. Föndurlím — Fönduráhöld. Blindrammar. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA TIL KL. 19. ---------^ Nýjasta nýtt: Nýkomin sending af CARMALIN- veggstriga

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.