Skutull

Volume

Skutull - 01.12.1977, Page 9

Skutull - 01.12.1977, Page 9
SKUTULL 9 Lóðaúthlutun á ísafirði 1978 Ákveðið hefur verið að auglýsa eftirtaldar lóðir til umsóknar með umsóknarfresti til 15. desember1977 : Einbýlishúsalóðir: Kjarrholt 7 lóðir Lyngholt 5 lóðir Brautarholt ‘1 lóð A-gata, Hnífsdal 6 lóðir Bakkavegur 1 lóð Samtals 20 lóðir 10 lóðir (ein hæð) 19 lóðir(tvær hæðir) 3 lóðir (tvær hæðir) 12 lóðir (tvær hæðir) Allt að 34 íbúðir Alltað 24 íbúðir Raðhúsalóðir: Hafraholt Góuholt Heiðarbraut Ný gata ofan ísafjarðarvegar Fjölbýlishúsalóðir: Stórholt Fjarðarstræti (fylling) Seljalandshverfi Ákveöið hefur veriö að kanna áhuga fyrir íbúöarhúsa- byggingum ofan Skógarbrautar þ.e. einbýlis- og raöhúsum (líklega tveggja hæöa) (Ekki er vitað nú hvenær gatnafram- kvæmdir geta hafist). Þeir sem áhuga hafa á íbúðarhúsabyggingum í Selja- landshverfi eru beðnir að senda inn umsóknir fyrir 15. desember n.k. Lóðir fyrir atvinnuhúsnæði o.fl. Þeim, sem áhuga hafa á lóðum undir atvinnuhúsnæði, eða til annarra nota, ber einnig að senda inn umsóknir fyrir 15. desember n.k. Upplýsingar o.fl. Tæknideild bæjarins (Austurvegi 2, þriðja hæð) veitir allar nánari upplýsingar varðandi ofangreindar lóðir. Eldri umsóknir ber að endurnýja. UmsOknir ber að senda undirrituðum fyrir 15. desember n.k. Isafirði, 22. nóvember 1977 BÆJARSTJÓRINN Á [SAFIRÐI Engillinn horfði fast á eina stúlkuna, sem hafðl staðið fyrir því að útbúa jólatréð og efna til fagnaðarins. - Þessi stúlka var dóttir kaupmanns þar í bænum og hét Sigrfður , Sigga Bertel var hún kölluð. Þegar engiinnn natoi nortt a hana stundarkorn var eins og henni dytti eitthvað í hug, og þá mundi hún eftir því, að lítil stúlka var nýkomin að Gerði, hún hafði einu sinni séð hana og þekkti hana því ekkert, en það var alveg eins og því væri hvíslað að henni, að ekkert væri á jólatréinu handa Beggu í Gerði, og hún mundi eftir sjálfri sér þegar hún var lítil stúlka, hvað henni hafði þótt gaman að jólatréinu, og hvað henni hafði sárnað einu sinni þegar hún fékk ekkert, en öll hln börnin fóru heim með gjaf- ir. Svo fór hún út úr húsinu og hljóp heim til sfn og sótti Ijóm- andi fallega brúðu og skrifaði strax á hana: „Til Beggu í Gerði", og hengdi hana á jóla- tréð. Begga sá þegar hún kom inn með brúðuna og lét hana á tréð. Hún horfði á hana lengi, lengi og var að hugsa um það, hve ósköp hún ætti gott stúlk- an sú, sem fengi þessa undur- fallegu brúðu. En það er ekki hægt að hugsa sér, hvað hún var hissa og hvað hún varð glöð þegar hún heyrði, að jóla- sveinninn, sem útbýtti gjöfun- um af trénu, kallaði “Begga í Gerði", og hélt uppi fallegu brúðunni. Henni lá við að halda, að það væri einhver önnur stúlka, sem héti sama nafni, og hún ætlaði naumast að þora að taka við brúðunni, en þó fór hún og sótti hana. Og jólasveinninn klappaði á koll- inn á henni, brosti blíðlega og óskaði henni gleðilegra jóla. Minningar frá íslandi I tiiefni áttræðisafmælis prófessors Richards Becks s.l. vor, ákváðu vinir hans hér, að heiðra hann fyrir frábær störf í þágu lýðs og lands með því að gefa út bók hans í ljóðum og lausu máli, sem fjallar um síðustu íslandsferð hans og ellefu hundruð ára afmæli Islands- byggðar. Steindór Stein- dórsson, frv. skólameistari, skrifar æviágrip hans en Ár- mann Dalmannsson yrkir afmæliskvæði. Það eru eindregin til- mæli útgefenda til allra vina dr. Richards Becks, sem vilja gerast -áskrifendur að bókinni, að senda nöfn sín sem allra fyrst til undir- ritaðs, þar sem þáu verða birt fremst í bókinni, sem kemur út í byrjun desemb- er. f.h. Þjóðræknisfélaganna í Reykjavík og á Akureyri og góðtemplara á Akureyri. Árni Bjarnason. Richard Beck Athyglisverð málverka- sýning Jón Hermannsson, sím- ritari, Isafirði, opnaöi málverka- sýningu í kjallara Alþýðuhúss- ins á Isafirði 3. þ.m. Sýningin var opin til 12. s.m. Alls sýndi Jón 43 málverk. Sýningin var fjölsótt og féll sýningargestum vel í geð, sem best sést á því, að flestar myndirnar seldust. Verkefni sín sækir Jón aðal- lega í daglegt líf fólksins. Eink- um er honum hugleikið starf og starfsvettvangur sjómanna, enda var hann árum saman loftskeytamaður á togurum og þekkir því vel þann vettvang. Þá eru myndir hans af umhverfinu athyglisverðar og sumar mjög áhrifaríkar. I þeim hópi eru t.d. málverk af gömlum húsum og byggðahverfum á Isafirði, svo og af eldri atvinnuháttum í fisk- verkun. Myndir þessar eru at- hyglisverðar og hafa auk þess ótvírætt sögulegt- og menning- arlegt gildi. I heild var sýningin skemmti- leg og áhugaverð. Hún sýndi Ijóslega, að Jón Hermannsson býr yfir listrænum hæfileikum og getu til að tjá sig á því sviði. Árangur hans er þeim mun um- talsverðari þegar haft er í huga, að hér er áhugamaður á ferð- inni, sem fá tækifæri hefir haft til listsköpunar sökum bindandi starfa á sjó og landi. Eina undirstaðan, sem hann hefir fengið í þessu efni, er kvöldnámskeið í Handiða- og myndlistarskólanum veturinn 1950, en þar naut hann tilsagn- ar Kjartans Guðjónssonar og Sverris Haraldssonar. Fullyrða má, eftir að hafa séð sýninguna að sú kennsla hefir borið góðan ávöxt og orðið Jóni haldgott og frjótt veganesti.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.