Skutull - 01.12.1977, Page 14
SKUTULL
Plötur fyrir jólin
Jólagjöfin í ár
{ POP:
STEELY DAN - AJA. (
ELO - AUT OF THE BLUE.
RARE EARTH, - ný.
EARTH WIND AND FIRE, - ný.
BOZ SCAGGS, - ný.
KANSAS, - ný.
FLEEWOOD MAC - RUNOS.
ICITY BOY, - ný.
JOHN MILES - STRANGER IN THE CITY.
SUPER TRAMP - EVEN ON THE QUITEST
MOMENTS.
SMOKIE - FLESTAR:
10.C.C. FLESTAR.
PAUL SIMON - GREATEST HITS.
FOCUS - SHIP OF MEMORIES. )
SUTHERLAND BROS. )
IAN GILLAN BAND - SCRABUS. \
LAURENT VOULZY - ROCKCOLLECTION. I
SANTA ESMERALDA - DONT LET ME BE /
MISUNDERSTOOD. GENESIS - FLESTAR.
E.L.P. - WORRS II. LAKE, - ný.
BEATLES, - flestar. GENTLE GIANT - allar.
LOL CREME/KEVIN GODLEY -
CONSEQUENSES.
SUPERTRAMP, - flestar.
LYHARD SKYHARD, - ný.
DR. HOOK, - ný.
Jass — Rock — Jass
RAMSEY LEWIS, - ný.
COLOSSEUM, - ný.
ERIC GALE, ný.
MAYNHARD FERGUSSON, - ný.
JAN HAMMER, - ný.
SANTANA - MOONFLOWER.
GEORGE DUKE - REACH FORIT
BILLY COPHAM, - ný.
DEXTER GORDON, - ný.
STEVE KHAN, - ný.
GERRY MULLIGAN - THE ARRANGER.
CLEO LAINE, RAY CHARLES -
PORGY & BESS
MILES DAVIS - CARLY PARKER - OSCAR
PETERSON.
íslenskar:
GUNNA ÞÖRÐARSSON - LUMMUR.
HAUKAR - SVO Á RÉTTUNNI.
LÚDÓ OG STEFÁN. HALLI OG LADDI.
DÚMBÓ OH STEINI. FJÖREFNI + A.
ÝMSIR, 30 vinsæl lög frá 1950 -1960.
RUTH REGINALDS. I
HREKKJUSVÍN. 1
Einnig mikiö úrval af j
íslenskumog erlendum)
jólaplötum. j
erslunin Kjartan R. Guömundsson
Hafnarstræti 1 — Simi 3507
Eyjólfur Jónsson, Flateyri:
Gamlar
auglýsingar
Þegar flett er gömlum blöðum má fljótlega sjá að auglýsingar eru oft
með nokkuð öðrum og hressilegri svip er venjulegast er á okkar tímum.
Stundum bregða menn fyrir sig ljóðagerð, til að auka áhrifamátt
auglýsinganna. Hér er ein slík auglýsing úr Vestra í apríl 1904:
1 verslun Guðna Guðmundssonar á Dýrafirði fást neðanritaðar
vörur:...
Handsápu og spegla hef ég nú,
og háa stöpla af blákkudósum,
bollapör fyrir beztu hjú
og bændur og konur—öll í rósum,
súkkulaði.kaffi, og sykurinn,
sveskjurnar góðu og lakkrísinn,
ótarleg firn af ýmsum nálum,
og ósköpin öll af grautarskálum,
litarbrjef, send frá ýmsum álfum,
uppfundin víst af kóngnum sjálfum,
svo litað getið þið hálfan heiminn,
og,,húrra!“ mun sungið vítt um geiminn
yfir þeim mikla lita-ljóma,
svo lof fáið þið og mikinn sóma,
hjá öllum þeim, sem að eitthvað geta
og indæla liti kunn‘ að meta.
Sætabrauð hef jeg, sirzin fín,
sjelega skó og margarín,
veggpappann góða, er vill ei þrjóta,
og væn lampaglös, sem engir brjóta,
heliar-býsn öll af hárgreiðum,
og nundruð af lúsakömbunum.
Hörtvinni er og hærustrigi,
þið haldið nú þetta máske lýgí?
Nei, Það sver jeg
við allan minn svarta tvinna,
og slíkan munuð þið hvergi finna,
þó leitið í búðar-inni öll
og efst upp í ,,Himalaya-fjöll“.
Teskeiðar hef og tvíbökur
tinmatskeiðar og beintölur,
fingurbjargir og ,,Futteral“,
og flest allt sem þarf að haf á ,,ball“
svo sem: skósvertu, slaufur, nál,
skínandi „Humbug“ segulstál.
Bankabygg hef jeg, barnamjöl,
Buddings-hveiti og herðasjöl,
,,Allehaande“ og Anchoisur,
eldfæri, pipar, rúsínur,
bankabyggsmjöl og baunirrar,
borðhnífa, gaffla og krúsirnar,
umslög og pappír allskonar,
indæla penna og húfurnar,
stígvjelamak og strokleður,
snikkaralím og kartöflur,
sóda og grænu sápuna,
svo hef jeg góðu ,,rótina“.
Og svo fæ jeg allt sem gleður geð,
gamla ,, Kong Tryggve“ eflaust með,
svo sem: úrval af svuntunum,
svo þeir fara að gjóta hornaugum.
Ja, þá verður ýmsu úr að velja!
en ómögulegt er slíkt að telja.
Komið nú bara og „kaupslagið!“
Kaupanna varla iðrist þið.
Þegar vélbataöldin gekk í garð
eftir síðustu aldamót vildu flest-
ir fá mótorvél í bát sinn. Véla-
salar og kaupmenn auglýstu
hver í kapp við annan ágæti
þeirra véla er þeir höfðu umboð
fyrir.
Einn þeirra var Páll Torfason
á Flateyri,, sem þá fékkst við
kaupmennsku og margskonar
fjársýslu. Þeir Torfasynir á Flat-
eyri voru líka með þeim fyrstu
hér á landi er settu mótorvél í
bát. Full vissa er fyrir því að
1900 voru þeir bræður með
smáskekktu, með mótorvél, er
notuð var til skemmti og skyndi-
ferða innfjarðar.
Sumarið 1905 þurfti Páll að
komast utan.
Ferðir voru strjálar og til þess
að komast á ráðgerðum tíma
varð hann að ná skipsferð í
Páll Torfason.
Reykjavík. Varð þá að ráði að
Ásgeir skipstjóri Torfason flytti
Pál suður á bát er þeir Kristján
og Ásgeir Torfasynir áttur. Bát-
ur þessi hét Eðna og var súð-
byrðingur byggður á Flateyri
1903, um 26 fet á lengd og rúm
3 tonn að stærð. I bátnum var
amerísk bensínvél af Wolverine-
gerð. Ásgeir var þá maður tæp-
lega þrítugur, óragur og góöur
sjómaður. Fengu þeir bræður
skjóta ferð til Reykjavíkur.
Ferð þessi þótti nýlunda og
er hennar getið þannig í blöð-
um 10. ágúst 1905:
,,Páll Torfason kaupmaður á
Flateyri kom fyrir síðustu helgi
á dálitlum mótorbát hingað til
bæjarins vestan af Önundarfirði
við 3ja mann. Hann var 23
klukkustundir á leiðinni og fékk
hvassviðri mikið.
Samskonar mótor, sem í
bátnum er, auglýsir hann hér í
blaðinu".
Auglýsingin hljóðarsvo:
W'olverine bátamótorar
hafa alstaOar reynat beat.
Hér á laodi hafa þflir Yeríð brúkaðir í 4 ár og reyn*t vel. BáUr með
Wolverine mótor lór á 23 *tandam frá Önondarfirði til Reykjavikar. —
Umboðflmaðar fyrir laland
P. J. TORFASON
FLATEYRI.