Skutull - 01.12.1977, Qupperneq 16
16
SKUTULL
Daníel Sigmunds
Skipbrotsm
Slysavarnaf
á Hornströri
Meðan byggð stóð með blóma á nyrsta hluta Vestfjarðarkjálkans,
eða á svæðinu frá Hesteyri í Jökufjörðum til Furufjarðar á Ströndum,
mun óhætt að fullyrða að þeim, sem þar hlekktist á, oftast á erfiðum
ferðalögum og við störf sín til lands og sjávar, hafi hlotið þá hjálp og
aðstoð, sem var á valdi þess fólks að veita er þarna bjó, oft við hin
erfiðustu skilyrði, en með þeim ágætum að minnst mun verða með
þakklátum huga meðan slík þjónusta verður einhvers metin og í
minnum höfð.
Er byggð tók að leggjast niður „á Ströndum“ og þær allar komnar í
eyði, var forystufólki slysavarnadeildanna hér á fsafirði ljóst að
eitthvað yrði að gera til viðbúnaðar er til hjálpar mætti verða þeim
sjófarendum er lentu í þeirri raun að brjóta skip sitt á þessum slóðum,
svo og öðrum þeim sem í raunir kynnu að rata þó með öðrum hætti
yrði á torsóttum leiðum um fjöll og
Því er það að á öndveröu ári
1946 er því hreyft á fundi í
slysavarnadeild karla á ísafirði,
að nauðsynlegt sé að koma
upp skipbrotmannaskýlum
þarna norður frá. Árangurinn
varð sá að tvö eyðibýli eru tekin
á leigu í þessu skyni, eða Atla-
staðir í Fljótum og Höfn í Horn-
vík þar sembæjarhúsiðvarsíðar
keypt og er nú í eigu Slysa-
varnafélags íslands.
Ennfremurvar skömmu síðar
fenginn til þessara nota suður-
endi gamla bæjarins á Buðum í
Hlöðuvík, þó hrörlegur væri
orðinn og sýnilegt að þar yrði
að bæta betur um húsakost svo
að viðunandi væri.
En með þessum framkvæmd-
um þó að í smáum stíl væri;
voru þó fyrstu vörðurnar reistar
á langri og torsóttri leið að því
marki að koma upp skipbrots-
mannaskýlum á sem flestum
stöðum á vestur og norðurhluta
Hornstranda, en áfram var
haldið með þeim árangri að
firnindi.
árið 1951 er fyrsta skýlið reist á
Búðum í Hlöðuvík, og á næstu
árum eru reist ný skýli á eftir-
töldum stöðum:
Furufirði.
Barðsvík.
Búðum í Hlöðuvík.
Fljótavík.
Látrum í Aðalvík.
Sléttu í Jökulfjörðum og
Hrafnsfirði.
Sumarið 1966 er enn farið
með nýtt skýli að Búðum í
Hlöðuvík því þegar komið var
þangað í hinni venjulegu eftir-
litsferð um vorið var skýlið horf-
ið, hafði veðurhamur undan-
gengins vetrar slitið það af und-
irstöðunum, og farið með það
að hluta til á sjó út, og mátti þar
um segja að sá gerir slétt sem
sleikir.
En ef undan eru skilin skýlin í
Barðsvík, Fljótavík, og fyrsta
skýlið á Búðum, voru öll skýlin
smíðuð hér á ísafiröi, og rúm-
lega það ef að ég má fara þann
krók í frásögninni, því að á
Þyrla Landhelgisgæslunnar í flutningum í skýll í Höfn, Hornvík
1965 2. júlí Farið með skýlið í Furufjörð.
Sigríðarbúð
þessu tímabili lét Slysavarnafé-
lag íslands smíða hér alls 13
heiða og skipbrotsmannaskýli,
sem síðan voru send til hinna
ýmsu staða á landinu, og má
þar nefna:
Skeiöarásand.
Lónsheiði við Hornafjörð.
Öxnadalsheiði.
Héðinsfjörð.
Sprengisand og
Kaldadaí.
Heiðarnar hérna í nágrenn-
inu nutu einnig góðs af þessu
framtaki félagsins, þar sem eru
skýlin á Breiðadalsheiði, og
Gemlufallsheiði.
Tveir eru þeir staðir ótaldir enn,
sem eiga þó sinn hlekk í örygg-
iskeðjunni, en það er Sæból í
Aðalvík þar sem barnaskóla-
húsið var fengið til afnota sem
skýli, og eyðibýlið Sandeyri á
Snæfjallaströnd, en eigandi
þess Jón Guðjónsson fyrrver-
andi bæjarstjóri á ísafiröi, leyfði
félaginu afnot af íbúðarhúsinu
til þessarar starfsemi, svo alls
eru skýlin hér á nágrenni við
okkur og norðan Djúpsins 10
talsins, og þó æskilegt að þau
gætu verið fleiri.
Um búnað skýlanna til að
sinna því hlutverki, sem þeim er
ætlað og að venju miðaður við
sex menn, má í stórum dráttum
nefna:
Svefnpoka.
Ytri fatnað.
Innri fatnað.
Vaðstígvél.
Annar búnaður:
Hitunartæki (fyrir Kosangas)
Kolaofn.
Ljósmeti.
Lyfjakassi.
Ýmis mataráhöld.
Matvæli:
Kaffi og te.
Sykur.
Kraftsúpur,
Matarkex,
og að síðustu dýrmætasta tæk-
ið í skýlinu, Neyðartalstöðin, en
með tilkomu þeirra má hiklaust
segja að orðið hafi þáttaskil í
búnaði skýlanna til öryggis
þeim, sem þangað hafa leitað í
neyð, að geta látið vita af sér
og beðið um nauðsynlega
hjálp.
Þess skal einnig getið að
Slysavarnafélag ísiands bar all-
an kostnað af þessum fram-
kvæmdum og naut þá sem áður
ríkulegs stuðnings kvenna-
deilda félagsins, sem sumar
hverjar létu það eftir sér að
afhenda til félagsins andvirði
einstakra skýla, og þú lesandi
góður mátt gjarnan sjá þinn
hlut í þessum framkvæmdum
öllum, því að til þeirra m.a. hafa
þær krónur farið, sem þú hefur
látið af hendi rakna hverju sinni
er Slysavarnafélagið hefur tekið
hús á þér á fjáröflunardögum
sínum.
í hlut heimamanna hér, og þá
1965 5. júní Farið með skýlið í Hrafnsfjörð.