Skutull - 01.12.1977, Page 17
SKUTULL
17
sérstaklega meðlima björgun-
arsveitarinnar, komu svo snún-
ingarnir í kringum smíðina á
meðan hún stóð yfir og síðan
að koma skýlunum á átanga-
stað og setja þau saman, en
þau voru smíðuð í mörgum
hlutum, og minnti samtenging
þeirra helst á leiK með Lego-
kubba.
Það lætur að líkum að í allar
þessar ferðir hefur þurft skip til
fararinnar, og frá því fyrsta ver-
ið leitað til Landhelgisgæslunn-
ar sem alltaf hefur brugðist vel
við þeirri málaleitan, að ó-
gleymdum öllum þeim ferðum,
sem þau hafa farið í skýlin til
eftirlits frá upphafi, og trú mín
er sú að hefði þessi starfsemi
ekki notið þessarar hugþekku
aðstoðar úr hendi Gæslunnar,
þá hefði einhverntíma orðið ó-
hægt um vik að koma því öllu í
kring þarna norður frá, sem
raun ber þó vitni um að gert
hefur verið til þessa.
Óbætt er sú þakkarskuld sem
við ísfirðingar stöndum í við
áhafnir varðskipanna fyrir alla
þeirra 'umhyggju fyrir okkur um
mat og hvíld, og hjálp í þessum
ferðum okkar með þeim, það
verður seint fullþakkað.
Kristján Kristjánsson
1965 17. j úlí Farið með skýlið að Látrum í Aðalvík.
Og þökk sé þeim öllum félög-
unum, lífs og liðnum, sem gáfu
sig til ferðanna hverju sinni sem
varla buðu upp á annað en
vinnu, vökur, og meiri vinnu, án
þess að heimta daglaun að
kveldi, en fögnuðu með Sjálfum
sér vitneskjunni um að þeir
hefðu lagt drjúgan skerf til
framdráttar góðu málefni.
Varla verður sagt að ferðirn-
ar með skýlin séu sérstaklega til
frásagnar á nokkurn hátt, þær
áttu það sameiginlegt að til
þeirra var reynt að velja stillt og
gott veður með tilliti til lending-
ar á hinum ýmsu stöðum, og
tókst þann veg til.að til undan-
tekninga var talið ef menn urðu
stígvélafullir, og að svo vel tæk-
ist til að þeir rassblotnuðu í bak
og fyrir á leiðinni.
Þó held ég að mér verði
lengst í minni ferðin með skýlið
að Látrum í Aðalvík fyrir það
hversu erfið hún varð, í það
sinn gerði Gæslan það meira af
vilja en mætti að flytja okkur,
svo tímabundið sem skipið var
við önnur störf. Við vorum 10
saman og komum á Aðalvíkina
kl. 19.00 um kvöldið en á há-
degi daginn eftir áttum við að
vera tilbúnir til heimferðar,
þetta tókst og höfðum við þá á
16 klst. flutt skýlið í land, sett
það upp, málað gólf og gengið
frá því að öllu leiti, þá nótt var
tekið til hendi á Látrum í Aðal-
vík.
Ekki verður skilist svo við
þessar línur, að ekki sé minnst
hér þess mannsins sem frum-
kvæðið átti að þessum þætti á
vettvangi slysavarnanna hér, en
það var Kristján Kristjánsson,
hafnsögumaður, og sem lengst
og best hafði starfað hér að
málefnum Slysavarnafélags (s-
lands.
Daníel Sigmundsson.
Óskum ísfirðingum
og öðrum Vestfirðingum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs.
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á liðnum árum.
GUNNAR
FRIÐRIKSSON
VÉLASALAN HF.
Garðastræti 6 — Reykjavík
1964 3. okt. Farið með skýlið á Dynjandisheiði
Skýlið í Barðsvík. Úr Sigríðarbúð.
1970 15. febr. Eftirlitsferð ískýlið á Sléttu.
Frá byggingu skýlisins í Furufirði