Skutull

Årgang

Skutull - 01.12.1977, Side 20

Skutull - 01.12.1977, Side 20
20 SKUTULL Dráttarkarlskvæði Um langan áldur hafa línuveiöac verið mikilvægur þáttur í fiskveiðum íslendinga, og enn í dag skila þær að landi verulegu magni af úrvals hráefni. Línuveiðarnar eru fastmótuð atvinnugrein og grundvallast á hefðbundnum vinnuháttum, sem litlum breyting- um hafa tekið þótt tæknibyltingin hafi orðið í flestum öðrum greinum fiskveiðanna. Þó varð gjörbreyting um borð í línubát- unum við tilkomu „dráttarkarlsins". Sá tæknibúnaður létti erfiðu starfi af hásetum, en ekki var nú karlinn sá jafn vel þokkaður af landmönnunum. Þeim var í fyrstu lítið um hann gefið, töldu að hann þvældi og flækti lóðirnar og gerði starf þeirra erfiðara. Eftirfarandi kvæði, sem ort er fyrir munn landformanns um dráttarkarlinn Þránd, lýsir vel afstöðu landmannanna til umræddar vélvæðingar. Eins og fram kemur í kvæðinu var umræddur dráttarkarl smíðaður af Matthíasi Guðmundssyni á Þingeyri. Hvíld er engin nú í nánd, þó nálgist háttatími. Á ég stríð við illan Þránd, alltaf við hann glími. Út á sjóinn aulinn fer, ötull línu dregur. Flækir hana fyrir mér fólinn klækjalegur. Duglegur við dráttarþóf drýgir sína hrekki, því veltusjór og kafaldskóf karlinn bugar ekki. Bjóðin sendir bófinn mér: [ bendu er línan vafin. Með sárar hendur sit ég hér, sífellt önnum kafinn. Þó við bölvum karli í kór og kvæði á hann splæsum, af honum hrynja orðin stór eins og vatn af gæsum. Vominum aldrei verður kalt þó vindur öldum feyki, eða drifið sjávarsalt sífellt um hann leiki: Eigirðu við hann orðaskak aldrei neitt hann segir. Af sér aldrei ber hann blak, bara þegir, - þegir. A því veit ég ekki skil, hvort anda er karlinn gæddur. Matthías bjó manninn til,- af mey er hann ekki fæddur. Er í karllegg eingetinn, ekki er gott í vonum, því betri helming sérhvert sinn sagt er að fái af konum. Þrándur þar og Þrándur hér. Þrándur í hverju sinni. Þrándur var og Þrándur er, Þrándur í götu minni. SKUTULL Ritstjóri (áb ): Björgvin Sighvatsson. ísafirði. r ALLT^^ MEÐ EIMSKIP REGLUBUNDNAR HRAÐFERÐIR einingalestun gámaflutningar stsr SJOLEIÐIN ER ODYRARI varan er Við framleiðum úx bestu hidefmun: Unu — alla, sverterlca. Tetnatög. Sþ»ple fiber, sérstakfega stamt — hvitt m«ö bláum þr»ði. PEP gamla góða grænýrótta teinatógið. PPF, fiimukaðali felár, með hvítum þræði. Færatóg: PE, grœnt með gulum þrwði. Kótuhankaefni úr Sisal. Steinahankaefni PPF blátt. Botnvörpunet og vörpugam. GTAKKHOLTI 4 Reykjavik Póst- og símamálastofnunin Nemendur veröa teknir í línumannsnám nú í vetur, til starfa viö póst- og símstöðina á ísafirði, aö loknu námi. Upplýsingar veitir Umdæmisstjóri pósts og síma, ísafirði. og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kubbur ht. Samvinnubankinn Útibúið á Patreksfirði. óskar viðskiptaniönnum sínum, svo og öllum vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.