Skutull

Årgang

Skutull - 01.12.1977, Side 21

Skutull - 01.12.1977, Side 21
Tvær andlitsmyndir K HINN frægi italski málari Leo- nardo Vinci átti heima í Milanó á ftalíu. Hann málaði ýmsar myndir af atburðum úr lífi frels- arans, og er myndin af hinni heilögu kvöldmáltíð meðal hinna merkustu. Vann hann að málverki þessu í mörg ár, og baðst iðulega fyrir meðan á því stóð. Notaði hann ýmsa af kunningjum sfnum sem fyrir- myndir og málaði andlit postul- anna eftir þeim. En enn vant- aði tvö andlit á myndina: Ann- að þeirra var andlit frelsarans sjálfs. Það átti að vera fegursta andlitsmyndin, og hafði málar- ínn ekki séð neinn mann, sem honum fannst hæfur tit að vera fyrirmynd þeirrar ásjónu. Loks var honum sagt af manni, er Pietro Bandilli hét, og sem var frægur fyrir undur- fagra söngrödd sína. Leonardo sá hann, og fann brátt að hér var fyrirmyndin, sem hann vantaði og sem hann hafði svo lengi árangurslaust leitað að. Ástúð, sakleysi, göfgi og ráð- vendni skein úr hverjum drætti í andliti hans. Leonardo spurð- ist fyrir um dagfar hans, og hrósuðu honum allir. Eftir þessari fyrirmynd var nú andlit frelsarans gert. Þegar það var fullgert, fór Pietro burt úr Milano og til Rómaborgar til að læra söng. Þar lenti hann í slæmum fél- agsskap og á honum sannaðist hið fornkveðna: „Segðu mér hverja þú umgengst, þá skal ég segja þér hver þú ert“. Það fór fyrir honum eins og týnda syn- inum Hann eyddi tíma sínum í drykkjuslarki og fjárhættuspil- um, féll stöðugt dýpra og dýpra og endaði sem gerspilltur óbótamaður. En um allt þetta var Leonardo ókunnugt með öllu. Myndin af hinni heilögu kvöldmáltíð var nú nærri full- gerð, aðeins vantaði eina and- litsmynd. Það var myndin af Júdasi, glötunarsyninum. Mál- arinn hafði ekki séð neitt andlit svo Ijótt og spillt að hann gæti tekið það til fyrirmyndar. Dag einn þegar hann var á gangi um götur borgarinnar mætti hann mannræfli, tötrum klæddum, óhreinum, svipljót- um og niðurlútum. Málarinn leit á hann: Þarna var Júdasar- andlitið. Hann fékk manngarm- inn heim með sér og málaði eftir honum andlitsmynd Júd- asar. En daginn, sem myndin var fullgerð, sagði hinn ókunn- Hjdlmur hf. FLATEYRI Óskum öllu starfsfólki okkar á sjó og landi, viðskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, og þökkum viðskiptin á líðandi ári. Saga nætur- fjólunnar Gömul sögn hermir, að næt- urfjólan hafi ekki ætfð ilmað eins og hún gerir nú. En frá- sögnin um það, hvernig hún fékk hinn yndislega ilm, er á þessa leið: Þegar Jesús fann lærisvein- ana sína sofandi í Getsemani- garðlnum, varð hann hryggur í huga eins og kunnugt er, og grét yfir tómlæti þeirra, er hann mælti: „Gátuð þið ekki vakað með mér eina stund?“ Og sjá. Tár hans féllu á næt- urfjóluna, er á sömu stundu fór að ilma. Upp frá þessu hefir nætur- fjólan gefið frá sér yndislegan ilm alla nóttina. 21 ugi maður við málarann: „Mun- ið þér ekki eftir mér, þér hafið einu sinni áður málað mig?“ — Og hver haldið þið svo, að maðurinn hafi verið? Það var Pietro Bandinelli. Svo mjög hafði áfengið og syndsamlegt líferni breytt and- liti og hjarta mannsins. SALEM Salemsöfnuðurinn á ísafirði f óskar öllum fsfirðingum k gleðilegra jóla og blessunar ' Guðs í nútíð og framtfð. Velkomnir á samkomur ’ sem hér segir: Jóladag. kl. 20,30 Sameiginleg há- | tíðasamkoma með Hjálp- , ræðishernum í Salem. 2. jóladag. kl. 16,30 hátíðasamkoma. Föstudag. 30 des. kl. 16,oo Hátíð sunnudagsskól- ans. Gamlárskvöld. kl.23,00 Áramótasamkoma Nýársdag. kl. 16,30 Hátíðasamkoma. Hjartanlega velkominn. SALEMSÖFNUÐURINN. íshúsfélag ísfirðinga hf. ÍSAFIRÐI Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. -4^ íshúsfélag Isfirðinga hf. ÍSAFIRÐI Samábyrgð íslands á fiskiskipum Sími 81400 - Símnefni: Samábyrgð - Lágmúla 9 Reykjavík SAMÁBYRGÐIN annast nú eftirfarandi tryggingar: Fyrir útgerðarmenn: Skipatryggingar Ábyrgðartryggingar útgerðarmanna Slysatryggingar sjómanna Farangurstryggingar skipshafna Afla- og veiðarfæratryggingar Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum Bráðafúatryggingar fiskiskipa Fyrir skipasmíðastöðvar: Ábyrgðatryggingar vegna skipaviðgerða Nýbygginga - tryggingar Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi trygg- ingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík Vélbátaábyrgðarfélag Akurnesinga, Akranesi Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, Isafirði Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða. Neskaupstað Vélbátaábyrgðarfélagið Hekla, Stokkseyri Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík v ■

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.