Skutull - 01.12.1977, Side 22
SKUTULL
22
t
FLUGFÉLAG ÍSLANDS 40 ÁRA:
Mjór er mikils vísir
-
Á sl. sumri, nánar tiltekið
hinn.3. júní, voru 40 ár liðin frá
stofnun Flugfélags íslands,
Segja má að 40 ár sé ekki
langur tími í lífi þjóðar og
máske ekki heldur ævi fyrirtæk-
is. En tímalengd hefur ekki allt
að segja, heldur einnig, og ekki
síður, þau áhrif sem fyrirtækið
hefur haft og þau störf sem það
hefur innt af hendi á starfsævi
sinni. íslendingar sáu snemma
fram á kosti flugsamgangna og
stofnuðu Flugfélag Islands hið
fyrsta árið 1919. Það félag
starfaði aðeins í tvö ár. Næsta
tilraun var gerð 1928, er Flugfé-
lag Islands, hið annað í röðinni,
hóf óreglubundið innanlands-
flug í samvinnu við þýska flug-
félagið Luft-Hansa. Sú tilraun
endaði í heimskreppunni 1931.
Næsta og þriðja tilraun er stofn-
un Flugfélags Akureyrar, nú
Flugfélag Islands, hinn 3. júní
1937 á Akureyri. Þáverandi
flugmálaráðunautur ríkisins
Agnar Kofoed-Hansen, hafði
reynt stofnun flugfélags syðra,
en ekki haft erindi sem erfiði.
Norðlendingar tóku honum bet-
ur og fyrir því má segja að
vagga samfelldra flugsam-
gangna á íslandi hafi staðið á
Akureyri. Félagið var stofnað af
15 hluthöfum og var fyrsti for-
maður þess Vilhjálmur Þór,
kaupfélagsstjóri, en aðrir í
stjórn voru Guðmundur Karl
læknir, og Kristján Kristjáns-
son, forstjóri Bifreiðarstöðvar
Akureyrar.
FYRSTA FLUGVÉLIN
En það tók lengri tíma en í
dag að afla flugvélar og alls
sem þurfti. Þótt ötullega væri
starfað að gerðri áætlun, kom
fyrsta flugvél félagsins ekki til
landsins fyrr en í apríl 1938, var
sett saman í Vatnagörðum í
Reykjavík og,flogið til Akureyrar
2. maí. Fjölmenni var við komu
flugvélarinnar er hún lagöist að
bryggju, því hér var að sjálf-
sögðu um flugvél á flotholtum
að ræða. Flugvellir engir á landi
og því lent í vogum og víkum,
höfnum og stöðuvötnum. Flug-
vélin var af gerðinni Waco YKS
og fjögurra sæta. Farnar voru
flugferðir norður fyrir land og
þótti flugfarþegum stórkostlegt
að líta land sitt úr lofti í fyrsta
sinn, svo og hafsvæðið fyrir
norðan, þar sem sjá mátti hafís
á stöku stað. Hinn 4. maí var
fyrsta ferð með flugfarþega
flogin frá Akureyri til Reykjavík-
ur. Þaðan hófst óreglulegt flug
með farþega og póst. Þeir sem
ætluðu í flugferð hringdu til
Flugfélags Akureyrar, annað-
hvort í Reykjavík eða nyrðra og
létu skrá sig, en síðan var haft
samband við þá er nægilega
margir farþegar voru komnir og
vel viðraði til flugsins. Ótrúlegir
voru þeir erfiðleikar sem mættu
hinu unga flugfélagi og flug-
manni þess. Engir radíovitar á
landi, veðurspárþjónusta ófull-
komin með tilliti til flugsam-
gangna og fylgja varð strönd-
um til öryggis. Flugferð milli
Reykjavíkur og Akureyrar tók
því oft nokkuð á þriðju klukku-
stund. Árið 1939 lét Agnar Ko-
foed-Hansen af störfum hjá
flugfélagi Akureyrar og gerðist
lögreglustjóri í Reykjavík. Örn
O. Johnson tók þá við sem
flugmaður og framkvæmdar-
stjóri.
GLEÐILEG JÓL!
Þbkkunt viðskiptin
á líðandi ári.
FARSÆLT NVTT ÁR!
Suðurver hi.
Suðureyri
Agnur Kofoed-Hansen
lögrefilustjóri Iteykjavíkur 1940.
FÆRT ÚT KVlARNAR
Árið 1940 voru aðalstöðvar
félagsins fluttar frá Akureyri til
Reykjayíkur, nafni þess breytt í
Flugfélag islands og hlutafé
aukið verulega. Önnur sams-
konar flugvél var keypt og lögð
drög að kaupum að fyrstu
tveggjá hreyfla flugvél lands-
manna. Er hér var komið var
styrjöldin í algleymingi og
Bretar höfðu hernumið ísland.
Þeir bönnuðu flugsamgöngur
um sinn en síðan tókst að fá
því banni aflétt. Árið 1942 tókst
félaginu að kaupa Beechcraft-
flugvél í Bandaríkjunum og
flytja hana úr landi í þann mund
er útflutningsbann á flugvélum
gekk í gildi. Þetta var fyrsta
tveggja hreyfla flugvél (slend-
inga. Um þetta leyti haföi fyrsta
áætlunarflugleiðin verið sett
upp. Það var Reykjavík/Akur-
eyri/Reykjavík, en árið 1942 var
einnig hafið reglulegt flug til
Egilstaða. Um sinn varð ekki
frekari aukning á flugflota, þar
sem flugvélar voru ófáanlegar
vegna stríðsrekstur stórþjóð-
anna. Árið 1943 kom hingað til
lands bresk verslunarsendi-
nefnd. Meðlimir úr stjórn Flug-
félags íslands, þar á meðal Örn
Ó Johnson og Bergur G. Gísla-
son, áttu tal við þessa menn og
þar kom að þeir lofuðu að beita
sér fyrir að félagið fengi keyptar
tvær flugvélar í Bretlandi. Hér
var um að ræða vélar af gerð-
inni Dragon Rapides, tveggja
hreyfla, sem hvor um sig tók
átta farþega. Litlu síðar keypti
félagið fyrsta Catalina-flugbát
sinn í Bandaríkjunum, hinn
sögufræga TF—ISP sem Örn Ó
Johnson og áhöfn flaug til ís-
lands í október 1944. Flugbát-
urinn var innréttaður hér og tók
22 farþega. Við aukningu flug-
flotans tók farþegatala félags-
ins mikið stökk. Höfðu fyrsta
árið verið á áttunda hundrað-
inu, komist nokkuð yfir þúsund
1940, en árið 1945 voru fluttir
yfir 7000 farþegar. Starfsmenn
félagsins sem fyrst voru tveir,
síðan þrír, hafði nú fjölgað
verulega með auknum umsvif-
um. Samt var það enn svo að
hver maður vann þau störf sem
nauðsynleg þóttu önnur en
hrein fagstörf, svo sem flug-
virkjun og flugmennsku. Flug-
menn störfuðu á skrifstofunni
þegar ekki var flogið, hlóðu
flugvélar og þvoðu þær og
hreinsuðu. Sama var með alla
aöra starfsmenn. Þeir tóku
hendi til þeirra starfa sem þurfa
þótti hverju sinni.
Sjómann afélag
Revkiaví kur
sendir íslenskum sjómönnum
bestu jólaóskir
og árnar sjómannastéttinni
árs og friðar á komandi ári.
GLTfilLEG JÓL! FARSÆLT NÍTT ífi!
Þokkum vikkiptin á liðandi ári.
3
ERNIR P
ISAFIROI
Sjómonnaíélag
ísfirðingn
óskar meðlimum sínum
og f jölskyldum þeirra
og íslenskri sjómannastétt
gleðilegra jóla
og hagsældar og heilla
á komandi ári.
tiiaðfrystihúsið
Shjoldur hf.
.át'KHFIRÐI
•^k..iu starfsfólki okkar
«g viðskiptavinum
. íi.'gra jóla
r arsads komandi árs.
’ ■>í:.knni íiðið ár.
TF-ÖRN - fyrsta flugvél Flugfélags fslands.