Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1977, Síða 23

Skutull - 01.12.1977, Síða 23
SKUTULL 23 MILLILANDAFLUG HEFST: Nú þótti sjást fyrir endi heimsstyrjaldarinnar a.m.k. í Evrópu. Forráðamenn Flugfé- lagsins hófu snemma árs 1945 undirbúning að millilandaflugi, en hér var við ramman reip að draga, lögmál stríðsins enn og ótal leyfi þurfti frá innlendum og erlendum aðilum. Samt tókst félaginu um síðir að fá tilskilin leyfi og hinn 11. júlí 1945 lagði flugbáturinn TF—ISP af stað frá Skerjafirði í Reykjavík áleiðis til Skotlands með fjóra farþega. Lent var í Largs í Skotlandi sex klukku- stundum og fjórum mínútum síðar. Flugstjóri í þessari ferð var Jóhannes R. Snorrason, sem enn í dag er yfirflugmaður Flugfélag íslands. Þrjár ferðir voru farnar um sumarið, þar af tvær til Skotlands og Kaup- mannahafnar. Það kom hins- vegar í Ijós að Catalina- flugbátur hentaði illa til þessa flugs og því gerði Flugfélag ís- lands samning við Scottish Air- lines um leigu á Liberator- flugvélum til flugs milli (slands og Skotlands og áfram til Kaup- mannahafnar. Þetta flug hófst hinn 27.maí 1946 og stóð með litlum breytingum fram í júlí 1948 er Flugfélag íslands eign- aðist sína fyrstu millilandaflug- vél, Skymaster-flugvélina GULLFAXA. Við íslendingar segjum jafnan frá því að við höfum hlaupið yfir járnbrauta- öldina, við höfum farið beint úr hnakknum upp í flugvélina. Því þótti það vel við hæfi að þau nútímafarartæki sem mesta fólksflutninga annast hlytu nöfn hins fótvissa faxa sem áður og fyrr var eina samgöngutækið á landi. INNANLANDSFLUG EYKST: Á innanlandsvettvangi hafði einnig mikið gerst. Árið 1946 eignaðist félagið sína fyrstu DC—3 flugvél, síðar tvær Cata- lina-flugvélar til viðbótar þá enn fleiri DC-3 flugvélar. En fremur Grumman Goose og Nordin Norseman flugvélar. Eftir að hingað komu Gullfaxa fyrsta var tekið upp flug til Osló 1948, flug til London 1949 og skrif- stofur opnaðar í þessum borg- um. [ Kaupmannahöfn hafði fé- lagið haft aðstöðu frá 1946, um tíma eigin skrifstofu, en síðar höfðu flugfélag íslands og Loft- leiðir þar sameiginlega skrif- stofu. Félögin opnuðu síðan hvort sína skrifstofu í Kaup- mannahöfn. SAMEINAÐIR STÚNDUM VÉR: Upp úr 1970 var augljóst að samkeppni íslensku flugfelag- anna á millilandaleiðum myndi báðum mjög óhagkvæm og jafnvel til verulegs tjóns. Þáver- andi ríkisstjórn hlutaðist til um viðræður milli Flugfélags ís- lands og Loftleiða um samræm- ingu flugfélaganna og jafnvel sameiningu. Þær viðræður báru árangur snemma árs 1973 og hinn 28. júní það ár samþykktu hluthafafundir beggja félag- anna að stofnað skyldi sam- eignarfélag sem yfirtæki alla hluti í félögunum báðum ogisam- ræmdi reksturinn. Hlutafélagið Flugleiðir var svo stofnað 20. júlí og tók til starfa 1. ágúst. f október voru allar millilandaá- ætlanir samræmdar og um ára- mót flestar skrifstofur erlendis sameinaðar. FRÁ KYNNINGADEILD Álfttirðingur hf. Súðavík Sendir skipshöfn b.v. Bessa öðrum starfsmönnum og viðskiptaaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptamönnum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. Vélsmiðjo Bolungovikur hi. BOLUNGAVÍK GLEÐILEG Jfll! FARSÆLT NVTT ÁR! Þökkum viðskiptii) á líðandi ári. GLEBILEG JÓL! FARSÆLT NVTT ÁR! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Vélbdtaábyrgðarfélag Isfirðinga Verkalýðs- félagið Baldur Óskar meðlimum sínum og öllum öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. FLUGLEIÐA UWHUt ðHMGA FLATEYRI Óskum öllum viðskiptavinum vorum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Seljum allar nauðsynjavörur, sem fáan- legar eru á hverjum tíma. Látið innlánsdeild kaupfélagsins ávaxta sparifé yðar. Umboð fyrir Samvinnutryggingar. Kaupfélag Patreksfjarðar PATREKSFIRÐI Við sendum viðskiptamönnum okkar og starfsfólki svo og öllum vestfirðingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Koupfélog Dýrfirðinga ÞINGEYRI Óskar starfsmönnum sínum og viðskiptaaðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á líðandi ári. M. BERNHARÐSSON SKIPASMÍÐASTÖÐ HF. Við óskum starfsfólki okkar og viðskipta- vinum gleðilegra jóla árs og friðar og þökkum samskiptin á líðandi ári. Sjukrasamlag Isafjarðar óskar öllum meSlimum sínum gleöilegra jóla og farsaeldar og heilbrigðis á komandí ári.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.