Skutull - 01.12.1987, Blaðsíða 5
SKUTULL
5
Sr. Jakob Hjálmarsson:
Hugleiðing um frið á jólum 1987
c<
I
Sælir eru friðflytjendur, því þeir
munu Guðs börn kallaðir verða.
Matt. 5:9.
Enn á ný vitja jólin okkar. Jólin
sem bera í sér þá hugsun sem ligg-
ur dýpst í kjarna hverrar þeirrar
viðleitni sem á friðinn að ávexti. í
ljósi þeirra greinist skýrt hversu
svart myrkrið er. Ljósið laðar okk-
ur að sér og fær okkur til að snúa
baki í myrkrið.
Mörgum hefur eflaust fundist
sem mér, að til muna hafi birt í
heiminum við það að undirritaðir
voru samningar um eyðingu með-
aldrægra kjarnaflauga í Washing-
ton nú á jólaföstunni. Við
mennirnir höfum náð mikilsverð-
um áfanga á göngunni upp úr hin-
um dimma dal ógnarjafnvægisins
þar sem brúnirnar boða nú nýjan
dag.
Það er ólíkt friðvænlegra um að
litast úr þessum áfanga en áður
var. Bænir okkar fyrir friði eru
heyrðar og taka nú óðum að upp-
fyllast.
Hugurinn leitar til baka til þeirra
sem hófu þessa göngu. Þeir voru
ármenn hins nýja dags í myrkrun-
um. Þá voru dagar hins kalda
stríðs og sífellt var verið að bæta
við nýjum ógnum. Ekkert var eins
hættulegt og óvinurinn, og sérhver
sá er taldi úr um að ekkert væri
nógu vont á hann var álitinn hand-
bendi hans. Mörg væn manneskj-
an mátti þola það að vera stimpluð
og brennimerkt fyrir skoðanir
sínar. Þá spurðu menn: Eru frið-
flytjendur sælir? Þá var það ekki
augljóst. Flest þótti benda til hins
gagnstæða.
Nöfn koma upp í hugann: Mart-
in Luther King, Albert Luthuli,
Oscar Romero, Andrei Shakarov,
svo aðeins fá séu nefnd til að
minna á öll hin sem máttu gjalda
dýrt fyrir starf sitt að friði og rétt-
læti.
Það væri óskandi að einhverjir
samningar tækjust einnig um rétt-
látari skiptingu auðæva heimsins
og um skorður við kúgun og íhlut-
un. Því allt er þetta andstætt ósk-
um fólks um frið og réttlæti.
Vissulega eru þeir samningar
sem nú hafa tekist ávöxtur starfs
þeirra þúsunda manna sem gengið
hafa fram fyrir skjöldu hvert í
sinni byggð á heimskringlunni og
borið fram hina réttmætu kröfu
um frið og réttlæti. Mörg hafa
mátt telja sig heppin að sleppa
með meiðsl á ærunni í þeirri hríð
sem á móti þeim blés. Þau gleðjast
því allra manna innilegast á þess-
um friðarjólum, þegar vonin hefur
grundvallast svo sem samningss-
kjölin í Washingon votta. Við höf-
um eignast nýja von og kjark til
þess að hugsa nýja hugsun. Hugs-
un sem ekki er kýld í mót fordóma
en byggist á þekkingu, skilningi og
góðvild.
Góð eru jólin og skyldu þau
ekki vera hinn mikli mótor allrar
friðarstarfsemi, átak Guðs til frið-
ar með mönnum. Fögnum á
jólum. Pau skapa frið og gera okk-
ur að börnum Guðs á ný.
Góð eru jólin, gefa þau mér
gæsku í sál og hjarta.
Góð eru jólin, gefi þau þér
gleði heila og bjarta.