Skutull - 01.12.1987, Side 11
SKUTTJLL
11
Hrakningar í íshafinu
Norska hafrannsóknarskipið
Conrad Holmboe fór frá Tromsö
í Noregi um miðjan júlí 1923.
Skyldi það halda í rannsóknar-
leiðangur norður 02 vestur í
íshaf. "
Tilgangur með ferð þessarri var
fyrst og fremt sá að kynnast
hafstraumum í íshafinu. Fleiri
verkefnum skyldi þó sinnt í
þessari ferð. ef aðstæður leyfðu.
Norðmennirnir Friðþjófur Nan-
sen og Helland-Hansen höfðu
sýnt fram á það nokkrum árum
áður að straumar í íshafinu væru
mjög breytilegir og veðráttan í
Noregi væri í einkennilega miklu
samræmi við legu þessarra
strauma.
Stofnunin Geofysisk Institut í
Tromsö vann að þessum rann-
sóknum. Auk skipsins Conrad
Holmboe hafði annað rannsókn-
arskip verið sent til rannsókna í
Norðurhöfum, á vegum sömu
stofnunar. sumarið 1923.
Skipið Conrad Holmboe hélt
frá Tromsö 16. júlí 1923 og hélt
fyrst til Jan Mayen. Á þeirri leið
var mælt hafdýpi. sjávarhiti og
straumar. Frá Jan Mayen fór svo
skipið 27. júlí og stefndi vestur í
Ishaf og þar skvldi hafrannsókn-
um haldið áfram. Strax á fyrsta
degi lenti skipið í ísnum. Áfram
var þó haldið inn í ísinn. Var eitt
af verkefnunum að reyna að
komast til veðurathugunarstöð-
var á stað er nefndur var
Mygbugten og sækja þangað
veðurathugunarmenn. en það
tókst ekki.
Ekki kom til verulegra vand-
ræða í ísnum fyrr en 28. ágúst er
skipið var á 73. gráðu norður
breiddar. Pjarmaði ísinn þá svo
að skipinu að stefni þess lyftist
hátt upp á ísinn en skuturinn var
á sjónum. Mátti því eins búast við
að skipið liðaðist sundur. Var allt
lauslegt því flutt úr skipinu og út
á ísinn. Þremur dögum síðar tókst
leiðangurmönnum að sprengja
ísinn með dýnamíti og koma öllu
skipinu aftur á flot. Fluttu þeir þá
aftur um borð í skipið.
Er loftskeyti kom frá skipinu í
ágústlok, um að það væri í mikl-
um þrengingum í ísnum var strax
farið að leita eftir skipi er hægt
væri að senda til hjálpar þessum
leiðangri. Var þá meðal annars
leitað hingað til lands um mögu-
leika að fá skip til slíkrar ferðar.
Bauð útgerðarfélagið Kveldúlfur
í Reykjavík að lána einn af tog-
urum sínum til ferðarinnar. En
það varð þó að ráði að senda
norska skipið Polarulv í hjálpar-
leiðangurinn. Kom það að ís-
röndinni 19. september og hafði
eftir það stöðugt loftskeyta-
samband við rannsóknarskipið.
Conrad Holmboe rak með
ísnum suður á bóginn og var oft í
hættu á þeirri ferð. Komst skipið
þó út að ísbrúninni og losnaði
loks úr ísnum 10. október.
Rannsóknarskipið var þá mikið
laskað og hriplekt orðið og
standa varð stöðugt við dælurnar
svo það héldist otansjávar. Skipin
Conrad Holmboe og Polarulv
urðu síðan samferða til ísafjarðar
og komu þangað 12. október
1923. Conrad Holmboe var rennt
í fjöru á milli Kompanís og
Eldborgar-bryggjanna á ísafirði.
Við athugun á skipinu var það
ekki talið lengur sjófært án
mikilla viðgerða. Skipshöfnin
hafði orðið að standa stöðugt við
dælurnar á þriðja sólarhring er til
ísafjarðar kom. Leiðangursmenn
á Conrad Holmboe sögðu ó-
venjulega mikinn ís á norður-
slóðum þetta sumar.
Leiðangur þessi hafði verið
farinn á vegum Landfræðistofn-
unar í Tromsö. Leiðangurstjóri
var norskur verkfræðingur.
Edlund. Skipstjórinn á Conrad
Holmboe hét Næss. Norska
stofnunin hafði keypt skipið árið
áður. en það hafði verið byggt
1892 og var um 127 rúmlestir
brúttó. Skipið var með hjálparvél
og sett höfðu verið loftskeytatæki
í það.
Landfræðistofnunin (Geofysik
Institut) í Tromsö hafði líka sent
annað skip. er Annie hét. til
rannsókna í norðurhöfum. Á því
skipi voru sex menn og var farið
að óttast um þá.
Rannsóknarskipið Conrad
Holmboe var svo illa leikið eftir
Ishafsleiðangurinn að ekki var
talið svara kostnaði að gera við
það. Skipið var orðið 30 ára
gamalt, þótt sterkbyggt væri í
upphafi. Ákveðið var að selja
skipið eins og það var á sig
komið. Var það boðið til kaups
og birt um það svo hljóðandi
auglýsing í blaðinu Vesturlandi á
ísafirði:
Mótorskipið „Conrad
Holmboe“ verður selt með
öllu því er skipinu fylgir.
Skipið er 55,79 nettó tons að
stærð með 120 hesta Bolind-
ervél, byggt að mestu úr eik,
pits-pine klæðning, en íshúð
úr 1 1/2 tommu eikarplönk-
um. 2 ankeri, 8-10 liðir af
keðjum, þar af nokkuð nýjar
keðjur. 4 segl, 2 þeirra ný. 2
skipsbátar. Bensín-dekkmót-
or, áttaviti, luktir, björgunar-
tæki og margt fleira. Skipið
verður selt þar sem það liggur
hér í fjörunni. Föst tilboð í
skipið með því, sem hér er
upptalið og öðru því er skipinu
fylgir, óskast send mér fyrir
25.þ.m.
ísafirði 16. nóv. 1923
Sigurjón Jónsson.
Sigurjón Jónsson var útgerð-
armaður, framkvæmdastjóri og
alþingismaður á Isafirði. en síðar
bankastjóri þar.
Skipið var síðan selt og rifið í
fjörunni á ísafirði. Gísli Jó-
hannsson skipasmiður á Bíldudal
mun hafa keypt skipið, eða verið
með í kaupum á því, og rifið það.
Efni úr rannsóknarskipinu
Conrad Holmboe hafði hann í
bát er hann smíðaði á Bíldudal og
hlaut nafnið Konráð. í sjó-
mannaalmanaki segir að vél-
skipið Konráð hafi verið smíðað
á Bíldudal 1926 og byggt úr eik
og furu og væri 18 smálestir
brúttó. Bátur þessi var seldur
hlutafélaginu Norðra í Flatey á
Breiðafirði og gerður út þaðan og
síðan hafður sem flóabátur um
Breiðafjörð.
Hjálparskipið
Polarulv
Eftir að norska skipið Polarulv
hafði fylgt rannsóknarskipinu
Conrad Holmboe til hafnar á
ísafirði hélt það aftur af stað
næsta dag. Skyldi á ný farið
norður í höf og leitað að tveimur
öðrum skipum er saknað var af
þeim slóðum. Annað var norska
skipið Annie, er verið hafði líka
við rannsóknarstörf, en hitt var
danska skipið Teddy, sem átti að
flytja birgðir til staða á Græn-
landi. Beggja þessarra skipa hafði
verið saknað nokkurn tíma og
óttast var að annað tveggja sætu
þau föst í ís eða hefðu farist í
Ishafinu. Skyldu þeir á Polarulv
leita skipanna og reyna að
grennslast fyrir um örlög skip-
verja þeirra.
Viku eftir að Polarulv fór frá
ísafirði bárust þangað þær fréttir
að skip þetta hefði farist undan
Látrabjargi í norðangarði laugar-
daginn 20. október 1923. Enskur
línuveiðari, er Chine hét. kom þá
til Reykjavíkur með 11 skip-
brotsmenn af Polarulv. Skipið