Skutull

Årgang

Skutull - 01.12.1987, Side 17

Skutull - 01.12.1987, Side 17
SKUTTJLL 17 INNKAUPADEILD býður veiðarfœri til: ★ Togveiða ★ Nótaveiða ★ Netaveiða ★ Línuveiða Leitið upplýsinga NNKAJJRSDBLO HAfNARHVXJ VID TTTíCCVACÖTU PO.BOC 899 REYKJ-VlC TEL29500 CA«£S VESSaCWKCRS TaEX 2d9oVESSa 6 Stórkostlegir viðburðir í vxndum hjá H.HÍ’88! ^**"***** ,jl#n i '. -i Nýja sjúkrahúsið á ísafirði vígt 17. júní 1925. Alþýðuflokksmenn tóku þá málið alfarið í sínar hendur og samþykktu á næsta bæjarstjóm- arfundi að hefja þegar undirbún- ing framkvæmda, þannig að ríkis- styrkurinn fengist og hægt væri að hefjast handa strax um haustið. Kaus bæjarstjómin þá Vilmund. Harald Guðmundsson og Jón H. Sigmundsson í nefnd um málið. Þessa ákvörðun bæjarstjómar ógilti bæjarfógeti, og rökstuddi mál sitt með því að þar sem sýslan hefði ekki tekið ákvörðun í mál- inu, væri það bænum ofviða að ráðast einn í verkið. Tveir bæjar- fulltrúar íhaldsmanna, Sigurjón Jónsson og Eiríkur Kjerúlf skrif- uðu einnig upp á úrskurð fógeta. Pessum úrskurði var, eins og hinum fyrri, skotið til ráðherra og fór allt á sama veg og í fyrra skiptið. Úrskurðurinn var felldur úr gildi sem óformlegur og til- efislaus. Þar með var enn einum steini rutt úr vegi málsins. Blaðadeilur urðu nokkrar um málið um þetta leyti, og ritaði Vilmundur læknir nokkrar greinar í Skutul, blað Alþýðu- flokksins, þar sem hann svaraði úrtölumönnum. í grein í Vestur- landi var því meðal annars haldið fram að nær væri að hugsa um atvinnufyrirtækin og hag þeirra, því sjúkrahús byggi ekki til fram- Ieiðslutæki. Vilmundur svaraði þessu þannig: Ég veit að gott sjúkrahús hér gefur af sér á hverju ári fleiri og færri lifandi, hrausta og vinnandi menn, í stað dauðra, óhraustra og óvinnu- færra. Og hingað til hafa vinnandi menn ekki verið sístu framleiðslutækni. Og í sömu grein segi hann: Að leggja stein í götu þessa fyrirtækis, er því sama sem að gera tilraun til að hindra það, að sjúkir menn og hjálpar- þurfandi fái skjóta og góða hjálp og aðhlynningu, fyrir sama verð og þeir fá nú, allir ófullkomna hjálp, margir mjög um of seint og ýmsir enga líkn. a6. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings Sýslunefndarmenn skrífa undir Einhvernveginn þurfti að upp- fylla skilyrði um að brærinn og sýslan tækju ábyrgð á fram- kvæmd verksins, svo styrkur ríkisins fengist greiddur. Vil- mundur og félagar fengu því framgengt að ef meirihluti sýslu- nefndarmanna skrifi undir yfir- lýsingu þess efnis að þeir myndu á næsta fundi sýslunnar samþykkja ábyrgð sýslunnar með bænum, þá fengist hlutur ríkisins. Þegar þetta var fengið, var farið á stúfana og sýslunefndar- menn heimsóttir eða setið fyrir þeim í bænum, ef þeir áttu leið um. Tókst að ná undirskriftun- um, og segir sagan að Vilmundur hafa setið yfir einum ágætum útvegsbónda daglangt út á sjó, og rökrætt við hann málið, þar til að hann lét til leiðast. Á skjalinu var tekið fram að bærinn myndi útvega fé til verksins. Sýslu- nefndin staðfesti seinna ábyrgð- ina, en ekki var um nein fjár- framlög að ræða frá sýslunni. Bærinn stóð einn að byggingunni ásamt ríkinu. Haustið 1923 voru þessi úrslit lögð fyrir bæjarstjóm, og kom þar fram að Landsbankinn var til- búinn að lána til verksins. Samþykkti bæjarstjórn því að hefja framkvæmdir. Efnistakan, atvinnubót um vetur Veturinn 1923-4 hófst vinna á vegum bæjarins við aðdrætti byggingarefnis til sjúkrahússins, og höfðu af því atvinnu 30 til 50 menn. Atvinnuleysi var árvisst að vetrinum í öllum bæjum á þessum árum, og þá þröngt í búi hjá mörgum. Efnisútvegun til nýja sjúkra- hússins var því kærkomin fram- kvæmd mörgum fjölskyldu- mönnum og um leið kaupstað- num sjálfum. Sandur var tekin úr rifi við norðanverðan tangann og fluttur í skýli við væntanlegan bygg- ingarstað á Eyrartúni. Þá var efni flutt innan af Skipeyri á vöru- prömmum sem dregnir voru yfir pollinn af vélbátum. Grjót var hins vegar sótt upp í hlíðina fyrir ofan bæinn og flutt á sleðum niður á tún. Sleðaferðir þessar voru nokkuð glæfralegar, þó ekki fari sögur af neinum alvarlegum óhöppum við þær. Um vorið voru komnar á byggingarstað 4500 tunnur af sandi og 108 faðmar af grjóti, þar af 70 faðmar muldir, auk sallans sem til féll við mulninguna. Kosnaður við allt þetta efni í steypuna varð 13.700 krónur, sem var nokkuð innan við áætlun. Húsið reist á einu ári Bygging sjúkrahússins var boðin út, og bárust húsameistara ríkisins sex tilboð í verkið, hið lægsta á 140.350 krónur, en hið

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.