Skutull

Volume

Skutull - 01.06.2007, Page 3

Skutull - 01.06.2007, Page 3
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisrdðherra og formaður Samfylkingarinnar Stelpur - komið með okkur! / kosningunum í vor gerðist það í fyrsta sinn i íslenskri póli- tík að fram kom sérstök barna- stefna, áœtlun um sextíu fram- faraskref fyrir hörn og Jjöl- skyidur í landinu. Við gerðum þetta í Samfylkingunni vegna þess að hörnin hafa of lengi setið á hakanum í pólitískri stefnumótun og vegna þess að það er hlutverk jafnaðarflokka í stjórnmálum að standa vörð um velferð fólksins. Nú erum við komin í ríkis- stjóm sem hefur gert sögulegan sáttmála um velferðarmál í landinu og Unga ísland, en það var nafnið sem stefnumörkunin bar, er komin til afgreiðslu Alþingis sem aðgerðaáætlun ríkisstjómarinnar á kjörtímabil- inu. Af þessu er ég stolt og tel að þetta sé til marks um hvemig við munum vinna sem ríkis- stjómarflokkur þ.e. skila venju- legu fólki raunvemlegum ár- angri. Jafnrceði kynjanna Fjölmargar konur og karlar komu að mótun bamastefnunn- ar eins og raunin er alla jafnan í Samfylkingunni. Flokkurinn er ungur, stofnaður aldamótaárið 2000, og frá fyrstu tíð hefúr jafnræði kynja verið þar meira en hefðbundið er í stjómmála- flokkum á íslandi. í ráðum, stjómum eða nefndum leggur Samfylkingin áherslu á að eiga bæði konur og karla og í þing- flokknum ríkti algjört jafnræði fyrstu tvö kjörtímabilin. Prófkjörin fyrir síðustu kosn- ingar reyndust konuin ekki nógu hagstæð og því er staðan núna ekki eins góð og jafnan áður. Það leggur okkur á herðar þær skyldur að skoða með hvaða hætti flokkurinn getur stuðlað að því fyrir næstu kosn- ingar að hlutur kvenna verði ekki fyrir borð borinn. Þá farnast öllum best Þess vegna sendum við ykkur góðu konur þetta blað. Við telj- um nauðsynlegt að konur hafi áhrif til jafns við karla á stefnu- mótun og ákvarðanir í stjórn- málum. Þá farnast öllum best. Það eru engin mál annað hvort mjúk eða hörð og ímynduð skipting af því tagi á ekki að ráða hvar konur eða karlar beita sér í pólitík. Konur og karlar eiga að láta sig öll mál varða og leggja mismunandi reynslu sína og þekkingu að mörkum í stefnumótun Samfylkingar- innar. Þannig verður góð stefna til sem tekur mið af mismun- andi þörfum og aðstæðum fólksins í landinu, kvenna jafnt sem karla. Þannig var bama- stefna Samfylkingarinnar mót- uð, þannig var efnahagsstefnan mótuð og þannig er og verður byggðastefnan mótuð. Samrceðu- stjórnmdl Ég hef alla tíð lagt mikla áherslu á það sem ég kalla sam- ræðustjórnmál og mikilvægi þess að umbreyta vandamálum hins daglega lífs í viðfangsefni stjómmála. Um það snerist leik- skólabyltingin í Reykjavík og um það mun átak í samgöngu- málum, háhraðatengingum og menntamálum einnig snúast, en þetta em homsteinar byggða- stefnu nútímans að mínu mati. Ffefði samráðsstjórnmálum ver- ið beitt í ríkari mæli frá 1983 þegar kvótakerfið komst á, hygg ég að útkoman hefði orðið sársaukaminni fyrir byggð í landinu. Og núna ætti hver kona að heyra kallið um að Iáta ekki sitt eftir liggja í umræð- unni um byggðimar og aðstæð- ur barna, fjölskyldna og at- vinnulífs á landsbyggðinni. Ég vakti máls á því í fundar- herferð um landið í byrjun þessa árs að konum fækkar hlutfalls- lega mun meira á landsbyggð- inni en körlum. Konumar flytja fyrst og karlamir koma í humátt á eftir þeim. Ég benti á að þetta sýndi nauðsyn þess að hlusta á konur og skapa þeim ný tæki- færi á landsbyggðinni. Ríkisstjómin hefúr á dag- skrá sinni að hrinda í fram- kvæmd tillögu Samfylkingar- innar um, að opinber störf séu auglýst án staðsetningar, sem er verkefni sem ég bind mikl- ar vonir við. Nú þarf frjóa hugsun á fleiri sviðum, póli- tískur vilji er fyrir hendi til að hugsa upp á nýtt. Vertu með - við höfum úhrif Það stekkur enginn alskapaður inn í pólitíkina. En hún er vel þess virði að taka þátt í henni og finna hvemig maður getur látið rödd sína hljóma í þágu góðra mála. Sjálf sá ég aldrei fyrir mér sem ung stúlka að ég ætti eftir að verða borgarstjóri, ráðherra og formaður stjórnmálaflokks. Það æxlaðist eftir að ég fann mína eigin rödd í kvennabarátt- unni og smám saman undu störfin upp á sig. Reynslan hefur kennt mér að þótt oft hvessi í pólitíkinni færir það manni mikla Iífsfyllingu að setja sér að hafa áhrif á um- hverfi sitt og berjast fyrir mál- stað. Þátttaka í stjómmálum er stórt tækifæri ekki síður í lífi kvenna á öllum aldri en karla. Gríptu það og vertu með okkur í jafnaðarflokki íslands. Við höf- um áhrif og bjóðum þér að koma með og hafa áhrif með okkur.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.