Skutull

Árgangur

Skutull - 01.06.2007, Síða 4

Skutull - 01.06.2007, Síða 4
Skutull ■ málgagn Samfylkingarinnar í ísafjarðarbæ ■ 2. tbl. júní 2007 Viðtal við Ágústu Gísladóttur, umdcemisstjóra ÞSSÍ í Úganda Ég, „rœkjuhrognakellingin“ að vestan, að tala um efnahagsmál! Flestir Isfirðingar kannast við Agústu Gísladóttur, fyrrverandi útibústjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Isafirði, sem nú starfar sem umdæmisstjóri ÞSSI í Uganda. Agústa er mikil kvenréttindakona og starfaði af fullum krafti með Kvennalistanum á Vestfförðum meðan hún bjó hér á Isaftrði á árunum 1987 til 1995, eóa þangaó til hún „skrapp til Afríku“, eins og hún segir sjálf Við „Skutlurnar“ höfðum samband við Gústu, eins og hún er kólluð og rœddum við hana um dvölini á Isaftrði, starfið og þátttökuna í kvennapóliktíkinni. „Ég fluttist til ísaijarðar fyrir tuttugu árum, nánar tiltekið í ágúst 1987, ásamt Þórunni (Tótu) dóttur minni til að taka við starfi sem útibústjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins og dvöldum við þar í átta ár eða fram til 1995. Ég hef oft sagt að það haft verið forréttindi fyrir okkur mæðgur að eiga þess kost að búa fyrir vestan. Við kynnt- umst nefnilega strax ógrynninu öllu af fólki, en slíkt er ekki svo auðvelt á stórborgarsvæðinu og auðvitað spillti ekki fyrir að Sigga systir mín bjó þá á Isó. Fyrsta íbúðin okkar var líka á Hlíðarveginum, beint á móti Beggu Halldórs. Begga kenndi bekknum hennar Tótu fyrstu þrjú árin en svo tók Bryndís Friðgeirs við þeim. Eins og nærri má geta stukkum við beint inn í stórfjölskylduna í Mjó- götunni og „fyrirmyndarfjöl- skyldan” í Firðinum (Gulla, Þorleifur og dætur) reyndist einstæðu móðurinni aldeilis haukur í homi. Ekki má gleyma ferðafélaginu Ragnfríði sem Jónína Emils stofnaði, og gerði garðinn frægan af ferðum sín- um á Homstrandir og víðar. Vá, fárviðrið í fyrstu ferðinni á Hesteyri, Anna Ragna og draug- amir hennar, veiðiskapur í Fljótavík sem dró dilk á eftir sér, dásemdarveðrið í göngu- ferðinni frá Flæðareyri til kirkju í Grunnavík, Hjörtur stapi óaf- vitandi að ferja gler-kampavíns- glösin í land, maður lifandi því- líkar minningar. Þess má geta að þrír félagar úr ferðafélaginu, Begga, Bryndís og ég hafa sest á Alþingi, við vomm fulltrúar þriggja flokka en við notuðum allar sama pennann! Vinnan mín sem útibústjóri Rf. var líka fjölbreytt og lifandi og gott fólk sem vann með mér, og Hafró-strákamir bara handan við þilið. Ekki má gleyma bestu kaffistofunni í bænum en henni deildum við með Hafró og Skipaafgreiðslu Gunnars Jóns- sonar. Auðvitað stendur uppúr öll vinnan við rækjurannsókn- imar, ekki síst baukið með rækjuhrognin, og allt fólkið sem ég kynntist í bransanum. Strax fyrsta haustið dró Sigga systir mín mig á kvennalista- fund í Smiðjugötunni hjá Siggu „gömlu“. Ég hafði ekkert starf- að í pólitík fram að því, þó að ég hefði kosið Kvennalistann ffá því að hann byrjaði að bjóða

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.