Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Blaðsíða 14
14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Í mati á umhverfisáhrifum eru lagðir
fram tveir valkostir, valkostur A er
fyrir huguð uppbygging, skv. aðal skipu
lagi og deiliskipulagi. Valkosturinn
gerir ráð fyrir að knatthús sé staðsett
nyrst á athugunarsvæði og æfingasvæði
verði staðsett sunnan við núverandi
gervigrasvöll.
Til samanburðar í mati á umhverfis
áhrifum er valkostur B sem byggir á
fyrri hugmynd um uppbyggingu sam
kvæmt fyrra deiliskipulagi frá árinu
2010. Slíkur kostur virðist þó ekki
raun hæfur enda hefur lóð verið úthlutað
undir íbúðarbyggingar á íþróttasvæðinu
þar sem hluti af knatthúsinu átti að
standa.
Syðst á svæðinu er gert ráð fyrir
þremur æfingavöllum og eru þeir vellir
sameiginlegir fyrir báða valkosti.
Núllkostur felur í sér óbreytt ástand
og að ekki verður af framkvæmdum.
Núllkostur er notaður sem grunnviðmið
til að meta áhrif framkvæmda á
um hverfið.
ÍTARLEG SKÝRSLA
Umhverfismatið er unnið af VSÓ
Ráðgjöf, undir verkstjórn Hafnafjarðar
bæjar.
ÓVERULEG TIL TALSVERÐ
ÁHRIF Á UMHVERFISÞÆTTI
Það er að niðurstaða umhverfismats
að valkostir séu í heild taldir hafa
óveruleg áhrif til talsvert neikvæð áhrif
á umhverfisþætti og eru áhrif talin
sambærileg á milli valkosta. Neikvæð
áhrif koma helst fram vegna rasks á
eldhrauni sem nýtur verndar skv. 61. gr.
náttúruverndarlaga.
Að mati Hafnarfjarðarbæjar er óhjá
kvæmilegt að raska hrauni, og hefur
verið leitast við að draga úr raski eins
og kostur er. Ekki er talið að uppbygging
íþróttasvæðis á öðrum stöðum á Völl
unum geti mætt þeim markmiðum sem
sett eru í skipulagi eða sé til þess fallin
að valda minni áhrifum á eldhraun.
Framkvæmdin er einnig líkleg til að
hafa óveruleg til talsverð neikvæð áhrif
á landslag og ásýnd. Knatthús kemur til
með að verða áberandi í landslaginu
sem einkennist að hluta til þegar af
þéttbýlu og manngerðu umhverfi.
Knatthúsið mun sjást vel og vera áber
andi í landslaginu, séð frá friðlandi og
fólkvangi Ástjarnar og nálægri byggð.
Það á við um báða valkosti.
Báðir valkostir eru líklegir til að hafa
áhrif á fuglalíf við Ástjörn en það hefur
sýnt sig að svæðið er viðkvæmt fyrir
framkvæmdum. Heldur meira öryggi
og ró í umhverfinu virðast felast í kosti
A og hann því líklega betri fyrir
fuglalífið til lengri tíma litið. Þegar á
heildina er litið er niðurstaðan sú að
ólíklegt sé að valkostir hafi varanleg
neikvæð áhrif á fuglalíf Ástjarnar.
Knatthúsið kemur til með að vera
áberandi kennileiti á svæðinu og breyta
ásýnd íþróttasvæðisins og nánasta
umhverfi þess, m.a. frá friðlandi og
fólkvangi Ástjarnar og Ásfjalls.
Æf ingar vellir syðst á deiliskipu lags
svæðinu koma til með að breyta ásýnd
þess svæðis þar sem þeir fara yfir
hálfgróið hraun.
Óverulegur munur er á milli valkosta.
Knatthúsið kemur til með að vera áber
andi í landslaginu í báðum valkostum.
MÓTVÆGISAÐGERÐIR
Dregið verður úr áhrifum mannvirkja
á ásýnd með skilyrðum um hæðir, þök,
vand aðri hönnun og gróðri í nærum
hverfi.
UMSAGNA LEITAÐ
Gert er ráð fyrir að á kynningartíma
umhverfismatsskýrslu verði leitað
umsagna til sömu aðila og á kynningar
tíma matsáætlunar.
Umhverfismatsskýrslan er aðgengi
leg öllum á heimasíðum Skipu lags
stofnunar og Hafnafjarðarbæjar.
KYNNINGARFUNDUR
Haldinn verður kynningarfundur um
framkvæmdirnar á kynningartíma
umhverfismatsskýrslunnar. Kynningin
verður í formi opins húss og verður
leitast við að fá sem flesta hagsmuna
aðila til þess að mæta svo sjónarmið
sem flestra verði ljós og hægt verði að
bregðast við athugasemdum og upp
lýsingum sem málið varðar. Gert er ráð
fyrir að fundurinn verði auglýstur á
heimasíðu Hafnafjarðarbæjar.
Umsagnir skulu vera skriflegar og
berast eigi síðar en 15. júlí 2022 til
Skipulags stofnunar
eða með tölvupósti
á skipulag@
skipulag.is
Umhverfismatsskýrsla vegna knatthúss
á Ásvöllum kynnt
Umsagnarfrestur er til 15. júlí nk. – Lítill munur gerður á valkostunum
Yfirlit yfir valkosti A og B
Núverandi ásýnd frá göngustígnum við neðstu húsin í Áslandi, horft er til SV.
Ásýnd frá göngustígnum við neðstu húsin í Áslandi m.v. A-kost, horft er til SV.
Möguleg ásýnd svæðis miðað við valkost A, horft er til vesturs
Möguleg ásýnd svæðis miðað við valkost B, horft er til vesturs
Yfirlitsmynd af afmörkun deiliskipulagssvæðis, ásamt friðlandi Ástjarnar og
fólkvangs við Ásfjall
Skoða skýrslu: