Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Blaðsíða 12

Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Blaðsíða 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði fyrir skömmu 96 nemendur. Þeir útskrifuðust af fimm brautum skólans; félagsvísinda­, raunvísinda­, viðskipta­ og hagfræði­, starfsbraut og opinni braut. 37 þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans. Hæstu einkunn hlaut Adele Alex andra Bernabe Pálsson með 9,63 en hún hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi. Einnig hlaut hún styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raun greinum og, frá skólanum, viður kenningu fyrir góðan árangur í ensku, spænsku, stærðfræði, íþróttagreinum og íslensku. Andrea Marý Sigurjónsdóttir var semidúx Flensborgarskólans með eink­ unnina 9,52. Hún fékk verðlaun frá Háskólanum í Reykjavík fyrir frábæran námsárangur í raungreinum. Einnig var hún verðlaunuð fyrir góðan náms­ árang ur í spænsku, stærðfræði og íþróttafræði. Sandra Dögg Kristjánsdóttir var þriðja hæst, með 9,29 í meðaleinkunn. Hún er einnig afrekskona í íþróttum og stúdent af raunvísindabraut og hlaut viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í íslensku og íþróttafræðum. Þrír starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril en það voru þau Friðrik Olgeir Júlíusson, stærðfræðikennari, María Hrafnsdóttir, bókasafns­ og upplýsingafræðingur og Tamara Soutourina, enskukennari. KENNURUM ÞAKKAÐ Í ræðu sinni kom Erla Ragnarsdóttir, skólameistari, inn á skólastarf þá og nú en 60 ára gagnfræðingar heimsóttu gamla skólann sinn á dögunum. Margt hefur breyst í tímans rás en það sem ætíð hefur einkennt Flensborgarskólann er hinn jákvæði skólabragur, mann­ gæska og vinarþel enda er haft að leiðar ljósi í skólastarfinu að glæða sálar gáfurnar, líkt og það er orðað í fyrstu reglugerð um skólann frá 1882. Kennarar gegna þar lykilhlutverki og eru mörgum eftirminnilegir, nú sem endranær. Þeim var til dæmis þakkað í gær fyrir að vera ávallt reiðubúnir til að styðja við nemendur, bæði í leik og starfi, og sýna þeim einlægan áhuga, eins og nýstúdínan Emilía Ósk Steinarsdóttir kom inn á ræðu sinni. 96 útsrifuðust úr Flensborgarskólanum Útskrifað af fimm brautum skólans og af íþróttaafrekssviði Ánægðir nýstúdentar við útskriftina í Flensborgarskólanum sem hefur útskrifað stúdenta síðan 1975. Skólameistari og aðstoðarskólameistari, ásamt nemendum sem fengu viðurkenningu fyrir félagsstörf. Forkeppni Fjarðarbikarsins 2022 í golfi hófst á mánudaginn á Hvaleyrinni. Félagsmenn Keilis geta tekið þátt alla vikuna til og með mánudeginum 13. júní. Eina sem þarf að gera er að panta sér rástíma samkvæmt rástímareglum Keilis og tilkynna þátttöku í golfverslun áður en leikur er hafinn og greiða 1500 krónur. Leikin er 18 holu punktakeppni 6.­13. júní þar sem 16 leikmenn komast áfram og leika holukeppni með fullum forgjafarmun miðað við vallarforgjöf þangað til úrslit fást um Fjarðarbikarinn. Allir félagsmenn Keilis hafa keppnis­ rétt og verðlaunin í ár eru vegleg: Undankeppni: 1. sæti í punktakeppni – úttekt í Firði fyrir 30.000,­ 2. sæti í punktakeppni – úttekt í Firði fyrir 20.000,­ 3. sæti í punktakeppni – úttekt í Firði fyrir 15.000,­ 16 manna úrslit: Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant. 8 manna úrslit: Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant. 4 manna úrslit: Allir sem vinna leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif restaurant. Úrslitaleikur: Sigurvegari fær Fjarðar bikarinn og úttekt í Firði fyrir 50.000 krónur. Annað sæti fær 10.000 króna úttekt á Rif restaurant. Styrktaraðilar keppninnar eru Rif restaurant Firði, verslunarmiðstöðin Fjörður og fasteignafélagið 220 Fjörður. Allur ágóði af mótinu rennur til barna­ og unglingastarfs Keilis. Keppni í Fjarðarbikarnum hafin Veitingastaðurinn Rif og verslunarmiðstöðin Fjörður styrkja unglingastarfið Sigurvegari síðasta árs ásamt fulltrúum Fjarðar, Rifs og Keilis. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n VEF AUG LÝS INGAR sími 896 4613 gudni@fjardarfrettir.is

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.