Fjarðarfréttir - 08.06.2022, Side 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2022
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
brautskráði fyrir skömmu 96 nemendur.
Þeir útskrifuðust af fimm brautum
skólans; félagsvísinda, raunvísinda,
viðskipta og hagfræði, starfsbraut og
opinni braut. 37 þeirra luku einnig námi
á íþróttaafrekssviði skólans.
Hæstu einkunn hlaut Adele Alex andra
Bernabe Pálsson með 9,63 en hún hlaut
Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir
framúrskarandi árangur á stúdentsprófi.
Einnig hlaut hún styrk frá Rio Tinto fyrir
góðan árangur í raun greinum og, frá
skólanum, viður kenningu fyrir góðan
árangur í ensku, spænsku, stærðfræði,
íþróttagreinum og íslensku.
Andrea Marý Sigurjónsdóttir var
semidúx Flensborgarskólans með eink
unnina 9,52. Hún fékk verðlaun frá
Háskólanum í Reykjavík fyrir frábæran
námsárangur í raungreinum. Einnig var
hún verðlaunuð fyrir góðan náms
árang ur í spænsku, stærðfræði og
íþróttafræði.
Sandra Dögg Kristjánsdóttir var
þriðja hæst, með 9,29 í meðaleinkunn.
Hún er einnig afrekskona í íþróttum og
stúdent af raunvísindabraut og hlaut
viðurkenningar fyrir mjög góðan
árangur í íslensku og íþróttafræðum.
Þrír starfsmenn voru kvaddir eftir
farsælan feril en það voru þau Friðrik
Olgeir Júlíusson, stærðfræðikennari,
María Hrafnsdóttir, bókasafns og
upplýsingafræðingur og Tamara
Soutourina, enskukennari.
KENNURUM ÞAKKAÐ
Í ræðu sinni kom Erla Ragnarsdóttir,
skólameistari, inn á skólastarf þá og nú
en 60 ára gagnfræðingar heimsóttu
gamla skólann sinn á dögunum. Margt
hefur breyst í tímans rás en það sem
ætíð hefur einkennt Flensborgarskólann
er hinn jákvæði skólabragur, mann
gæska og vinarþel enda er haft að
leiðar ljósi í skólastarfinu að glæða
sálar gáfurnar, líkt og það er orðað í
fyrstu reglugerð um skólann frá 1882.
Kennarar gegna þar lykilhlutverki og
eru mörgum eftirminnilegir, nú sem
endranær. Þeim var til dæmis þakkað í
gær fyrir að vera ávallt reiðubúnir til að
styðja við nemendur, bæði í leik og
starfi, og sýna þeim einlægan áhuga,
eins og nýstúdínan Emilía Ósk
Steinarsdóttir kom inn á ræðu sinni.
96 útsrifuðust úr Flensborgarskólanum
Útskrifað af fimm brautum skólans og af íþróttaafrekssviði
Ánægðir nýstúdentar við útskriftina í Flensborgarskólanum sem hefur útskrifað stúdenta síðan 1975.
Skólameistari og aðstoðarskólameistari, ásamt nemendum sem fengu
viðurkenningu fyrir félagsstörf.
Forkeppni Fjarðarbikarsins 2022 í
golfi hófst á mánudaginn á Hvaleyrinni.
Félagsmenn Keilis geta tekið þátt alla
vikuna til og með mánudeginum 13.
júní. Eina sem þarf að gera er að panta
sér rástíma samkvæmt rástímareglum
Keilis og tilkynna þátttöku í golfverslun
áður en leikur er hafinn og greiða 1500
krónur.
Leikin er 18 holu punktakeppni
6.13. júní þar sem 16 leikmenn komast
áfram og leika holukeppni með fullum
forgjafarmun miðað við vallarforgjöf
þangað til úrslit fást um Fjarðarbikarinn.
Allir félagsmenn Keilis hafa keppnis
rétt og verðlaunin í ár eru vegleg:
Undankeppni: 1. sæti í punktakeppni
– úttekt í Firði fyrir 30.000,
2. sæti í punktakeppni – úttekt í Firði
fyrir 20.000,
3. sæti í punktakeppni – úttekt í Firði
fyrir 15.000,
16 manna úrslit: Allir sem vinna
leiki sína fá 10.000 króna úttekt á Rif
restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá
úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif
restaurant.
8 manna úrslit: Allir sem vinna leiki
sína fá 10.000 króna úttekt á Rif
restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá
úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif
restaurant.
4 manna úrslit: Allir sem vinna leiki
sína fá 10.000 króna úttekt á Rif
restaurant. Allir sem tapa sínum leik fá
úttekt á einum drykk og forrétt hjá Rif
restaurant.
Úrslitaleikur: Sigurvegari fær
Fjarðar bikarinn og úttekt í Firði fyrir
50.000 krónur. Annað sæti fær 10.000
króna úttekt á Rif restaurant.
Styrktaraðilar keppninnar eru Rif
restaurant Firði, verslunarmiðstöðin
Fjörður og fasteignafélagið 220
Fjörður.
Allur ágóði af mótinu rennur til
barna og unglingastarfs Keilis.
Keppni í Fjarðarbikarnum hafin
Veitingastaðurinn Rif og verslunarmiðstöðin Fjörður styrkja unglingastarfið
Sigurvegari síðasta árs ásamt fulltrúum Fjarðar, Rifs og Keilis.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
VEF
AUG LÝS
INGAR
sími 896 4613
gudni@fjardarfrettir.is