Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Qupperneq 1
19. árgangur Mánudagur 3. april 1967 11. tölublað
Háhýsi og hótel eidgildrur?
Bankabruninn vekur spurningar — EWvarnaeftirlitið — Brunastigar —
Skýring — IMitshnekkir? — Innréttingar og gólf —
Síðan bruninn mikli varð í Lækjargötu fyrir
skömmu hafa ýmsir velt fyrir sér hvernig í raun-
inni sé háttað eldvarnarmálum höfuðstaðarins.
Er mönnum mjög í fersku minni bruni bankans,
sem nær gjöreyðilagðist af eldi, ný bygging. Vitað
var hversu færi með timburhúsin, og í rauninni
áttu þau að hverfa. En hvernig er með nýbygg-
ingar í Reykjavík? Getur verið, að margar af nýj-
ustu stórbyggingum höfuðstaðarins séu í raun-
inni, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki annað
en stórhættulegar eldgildrur?
Stuttir stigar og slöngur
Hvað gerir slökkvilið Reykja
víkur ef eldur kemur up. d.
á 8.—10. hæð í háhúsum hér?
Heita má útilokað, að slöngur
nái upp til hæða þ ara og
enn síður stigar þeir, sem ír
eru til. I*ær ástæður geta skap-
azt og eru fyrir hendi, að úti-
lokað sé að komast upp á þess
ar hæðir, I stigum, og hvaða
svör hefur eldvairnareftirlitið
eða slökkvistjórinn við þessu
ástandi?
Ef nánar er að gætt, og hugs
anlegir möguleikar athuga ir,
þá væri gaman að athuga eft-
irfarandi: Ef kviknaði í á 7.
hæðinni í Búnaðarfélagshúsinu
þ ~ ’ 'linni, hvernig
færi með gesti á 8. hæðinni í
svokölluðu Grilli, sem er mat-
staður allstór og venjulega þétt
setinn? Gera má ráð fyri
hringstigar hótelbyggingarinnar
yrðu ófærir af eldi og reyk ef
til alvarlegs bruna kæmi, oiv
er þá fátt um útgöngudyr þ*';
sem króaðir yrðu á hæð''
fyrir ofan 7. hæð-
Gólfdúkar og veggklæði
I stórum byggingum á fs
landi, háhýsum og hótelum, eru
ekki til neir brunastigar, sem
lögboðnir eru allstaðar, og held
ur ekki nýtízkulegri útbúnaður
í samb. við brunahættu.
Teikningar gera ekki ráð fyir
mögulegum eldsvoða g fróðir
segja, að stigar víða, t" ’.d
annað en eldgildrur, stórhættu
legar. Brunastigar sem sérstak-
ir útgangar eru ákaflega fátíð-
ir hér og virðist sem eldvarn-
areftirlitið hafi þar ærið verk-
efni ef samvizka er fyrir hendi.
Útlitið má ekki
skemmast?
Margir telja lika, að í opin-
berum gum, hótelum eða
öðrum dvalarstöðum, sé nauð-
syn, að ekki séu á gólfi eldfimir
dúkar né veggir klæddir eld-
fimum viðum eða álíka k! * i-
ixigim Bruninn í Iðnaðarbank
anum færði okkur heldur illi-
Iega heim sanninn um það, vð
ekkert öryggi felst í nýjurn
húsakynnum n- innviðir séu
úr þannig efni að ekki brenni
skjótt.
Það hefur lengi verið opin-
bert leyndarmál, að bygginga-
meistarar hér eða arkitek'ar
hafa svo geypilega gengizt upp
í að byggingar þeirra væru fall
egair að ytra borði, xð blátt
bann hefur leg við brunastig-
um eða öðrum örvggistækjum,
sem að gagni mættu koma í
eldsvoða, en ástæðan ku vera
sú, af arkitekta hálfu, að slíkir
stigar skemmdu útlit meistara-
verka þeirra.
Tryggingafélögin
Ósagt skal látið hvort þetta
er rétt, en þó, furðar flesta, að
heita megi, að engin bygging,
a.m.k. í Reykjavík, skuli hafa
birunastiga, eins og byggingar
ytra. Það má og vera, að ís-
lenzk tryggingarfélög geri ekki
kröfur í þessa átt, en þó eru
dæmi þess, að fólk hefur
BRUNNIÐ INNI hér og því
ekki að fyrirbyggja, eins og
mannlegum ma><}i er mögulegt,
að slíkt hendi vegna þess, að
öryggisstigar voru EKKI fyri/r
hendi.
AJX skrífar um:
ALÞINGISKOSNINGNAR
í dag hefjast hinar umtöluðu greinar AJAX um
kosningarnar í vor, spár, lýsing frambjóðenda o.
s.frv., sem lesendur kannast við frá fyrri kosn-
ingaárum. Hafa spár og greinar AJAX almennt
vakið geysiathygli. í þessari fyrstu grein ræðir
AJAX kjósendur almennt, — fjölmiðlunartæki,
minnkandi áhuga hins almenna kjósanda, ýms
afbrigði í þjóðfélaginu og sambærilegar ástæður
í hinum siðmenntaða heimi. Er greinin í dag al-
menns eðlis, ekki svo mjög aðlútandi kosningar
þær, sem í hönd fara, heldur einskonar inngang-
ur. Strax í næsta blaði kemur svo að sjálfum
kosningunum, framboðum og frambjóðendum. Er
því nauðsynlegt fyrir hinn upplýsta lesanda að
fylgjast með frá byrjun. Innífyrirsagnir í eftir-
farandi grein eru blaðsins. — Ritstj.
Enn er drjúgur tími til kosn-
inga, og þess verður heldur
ekki vart, að neinn verulegur
kosningahiti sé kominn í al-
menning. Satt að segja er það
mjög svo áberandi, hve póli-
tískur áhugi fólks hér hefur
dvínað á síðustu árum. Hér
fyra- á árum iifði og hrærðist
mikill hluti þjóðarinnar í póli-
tik, en nú er þal ekki nema
hverfandi minnihluti, sem það
gerÍT. Þetta getur í fljótu
bragði virzt undarlegt, því að
aldrei hefur aðstaða flokkanna
verið betri til áróðurs en nú
á þessari tækniöld. Um allan
heim hafa allskonar fjölmiðl-
unartæki verið tekin í þágu
hins pólitíska áróðurs. Héir á
landi mun sjónvarpið í fyrsta
sinni koma við sögu í kosn-
ingabaráttu. Og fólk nútímans
gæti virzt tilvalið hráefni fyrir
stjórnmálamen til að móta í
hendi sér, hiræra í því og æsa
það upp. ^ólkið e>r grunnfærið
og yfirborðskennt, það nennir
yfirleitt ekki að kryfja hlutina
til mergjar eða ofþreyta sig á
hugsun í einu eða neinu formi.
Það tekur þegjandi hendi við
einföldum slagorðum, klisjum,
sem hægt er að slá um sig nieð,
án þess að hugsa neitt frekar
út í hlutina. Kilsjan, einföldun-
In ad absurdum, er guð tutt-
ugustu aldar. Hún forðar mönn
um svo blessunariega frá á-
reynslunni af að hugsa. Það er
líka svo ósköp einfalt að éta
slagorðin hver upp eftir öðrum.
Þau hljóma svo fallega —
gling-gling-gló. — Ætli við
könnumst ekki við þau úr munni
stjórnmálamannanna okkar,
„bætt Iífskjör", „trúin á land-
ið“, ,gróðurmáttur Menzkrar
frjómoldar", „mikilhæfur
stjórnmálamaður", „slgurvíssa
alþýðunnar“, „vaxtarbroddur
íslenzkrar menningar", o. fl. o.
fl. álíka skemmtilegheit.
„Klisjan“ og sjálfstæð
hugsun
Tilfinningin til að grípa til
klisjunnar í stað þess að hugsa
hefur sennilega búið með mann
kyninu í þúsundir ára. Þegar
prentlistin kom til sögunnar
færðist hún í aukana og það
því meir, sem bækur tóku að
ná til alþýðu manna. Þegar um
1600 varaði hinn fluggáfaði,
enski heimspekingur, Francis
Bacon við ofurmætti klisjunar,
og þeirri hættu, sem öllu vits-
munalífi mannfólksins stafaði
af henni. Þessi þróun hefur síð
an haldið áfram með flughraða,
og komizt í algleýming nú á
20. öldinni, þegar blöðin, kvik-
myndir, útvarp og sjónvarp
fóru fyrir alvöru að móta al-
menning. Ameríski sálfræðing-
urinn D. Riesman hefur í
merkri bók, „The lonely crowd“
sýnt fram á hve þessi þróun er
komin Iangt í Bandaríkjunum,
Framhald á 4. síðu.
lAAAAAAAAAA.'WVAAAAAAAAAAAAAAAAA./VWW'WVAA'VWAA'WAAAAAA'WVW'VWtWV'VWVWtWAAAAVI
NeySarástand hjá
lAIþýðukandalaginu
Kommar sárreiðir uppl;óstumim Moggans.
— Hver er Faríseinn?
Ekki bregzt fréttaflutningur Morgunblaðsins af
lokudum fundum Alþýðubandalagsins og Sósíalista-
flokksins, og er ekki ónýtt fyrir meðlimi félaganna
að geta daginn eftir slíka fundi fengið nákvœma
lýsingu á viðbrögðum viðstaddra. — Þar sem mörg-
um leikur forvitni á hvað er að gerast % þessum
herbúðum gefum við Morgunblaðinu orðið:
Augiýsing um týnda tillögu
„Hvað hefur eiginlega orðið um hina harðorðu
og ákveðnu fundarsamþykkt Sósíalistafélags Reykja-
víkur um félagsaðild þess að Alþýðubandalaginu í
Reykjavík? Hefur samþykktin týnzt? Hefur henni
verið stungið undir stól? Eða eru Páll, Brynjólfur
og Jón ekki menn til þess að framfylgja samþykkt-
um félags síns á fundum í Alþýðubandalagi Reykja-
víkur? Ætlar Sósíalistafélagið að standa við stóru
orðin um að bjóða fram sérstaklega í vor, verði fé-
lagsaðild ekki samþykkt? Ætlar Jón Rafnsson að
standa við þau orð sín á fulltrúaráðsfundinum í
fyrrakvöld, að Sósíalistafélagið muni „aldrei“ sam-
Þykkja framboðslista Alþýðubandalagsins, nema fé-
lagsaðildin verði samþykkt áður?
En hvað segja hinir óbreyttu félagsmenn í Sósíal-
istafélagi Reykjavíkur um það háttalag forustu-
manna þeirra að svíkja hverja einustu fundarsam-
þykkt, sem þar er gerð og í þessu tilviki hefur kraf-
an um félagsaðild raunar einnig verið rædd í öllum
deildum Sósíalistafélagsins? Þeir kumpánar Páll,
Brynjólfur og Jón, virðast láta sér nægja stór orð
og hótanir en renna svo á svellinu, þegar til hinna
raunverulegu átaka kemur. En hver veit, kannski
þeir taki sig saman í herðunum fyrir aðalfundinn
í Alþýðubandalaginu og láti sverfa til stáls. Eitt er
víst: forustumenn Sósíalistafélags Reykjavíkur hafa
nú meirihlutafylgi í Alþýðubandalaginu og þess
vegna þurfa þeir ekki að óttast það. að félagsaðild
verði felld. En ef til vill mega þeir ekki til þess
hugsa að sjá Hannibalssyni hverfa úr félaginu og
eru þess vegna svo hógværir í að framfylgja ótví-
ræðum fyrirmælum félags síns.
4 uppstillinganefndir
Sú athöfn Alþýðubandalagsins, sem beinist að því
að bræða saman framboðslista í Reykjavík teknr
sífellt á sig furðulegri myndir og verður flóknari
með hverjum deginum sem líður. Upphaflega var
til þessa verks kjörin 9 manna uppstillinganefnd,
sem átti að skila tillögum fyrir 10. febrúar. Við það
var auðvitað ekki staðið. Síðan var skipuð undir-
nefnd aðalnefndarinnar en bæði undirnefndin og
aðalnefndin hafa tvístrazt niður í smáklíkur og
reynst óstarfhæfar. Af þeim sökum hafa nú verið
skipaðar tvær nefndir til viðbótar. Önnur er skipuð
minni spámönnum og á að raða mönnum í áttunda
til tuttugasta og fjórða sæti. Hin á að raða mönn-
um í sjö efstu sætin og er hún skipuð helztu for-
sprökkum Alþýðubandalagsins.
9. apríl
Hinar nýju nefndir eru raunar lítt byrjaðar að
starfa en verða nú að fara að herða sig, því að nú
hefur Alþýðubandalaginu verið ákveðinn nýr dóms-
dagur. Fulltrúaráðsfundur Alþýðubandalagsins í
fyrrakvöld setti semsé uppstillingarnefndunum frest
til að skila tillögum eigi síðar en á aðalfundi 9.
apríl. Það verður vafalaust með skemmtilegri fund-
um, sem haldnir hafa verið í því félagi og er þá mik-
ið sagt. Þar skal leggja fram framboðslistann, kjósa
nýja stjóm og aðra trúnaðarmenn, afgreiða ný lög
og ef til vill taka afstöðu tirfélagsaðildar Sósíalista-
félagsins. — Góða
menn!“
skemmtun, Alþýðubandalags-
AAWWWWWAAAAAAAAAWVAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAVWWAAAAAAAAAAAAAAWAAAAVAA
/ blaðinu í dag:
★ Bóndi EKKI bústólpi.
dk Glannar á ferðalögum — Kakali, 3. síða,
Álitlegir Maí-dagar — Jónas frá Hriflu..
F.Í.B — starfsemi og bættir þjóðvegir.
ít Pressan.
ík Á veitingastöðum.
íkr Sjónvarp — og margt fleira.