Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Qupperneq 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagnr 3. aprfl 1967 Jónas Jónsson frá Hriflu: Heldur hækkar nú sól á himni stjórnmálanna. Sjálfum þykir Islendingumsi nn hlutur allfríður. Ekki má þó þakka veðráttu og áflabrögðum það sem af er liðið þessum vetri. En oft hafa vordagar, sumarsól og vetrarkvöld bætt fyrir erf- iða vetrardaga. En óneitanlega hefur loftvog heimsmálanna stigið til muna síðan við borð lá að Krúsév Rússabóndi lemdi sundur ræðu- stól þjóðanna í Washington með litlegir maí dagar skósóla sínum með mjög ófrið- arlegum atlotum. Mjög van- stillti sá valdamaður skapi sínu við Eisenhower forseta á fundi í Svisslandi. Hætt var við að bombur féllu, þegar Krúsév hafði komið fyrir eldflaugum á Kúbu. Þá var og skammt að SPARIfl TIMA qp OG FYRIRHDFN IBÍIAIE/SFAN RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 Austin Gipsy BÆNDUR vita bezt hvað það veltur á miklu að hafa traust og gangvisst farartæki, enda sækjast þeir mjög mikið eftir AUSTIN GIPSY með hinni gangvissu DIESELVÉL Garðar Gíslason h.f. bíða eldsregns um jörð alla. Harkalega var Krúsév kvaddur af sínum stallbræðrum. Miklu þótti hann þó skaplegri sínum fyrirrennara og gott er, ef segja má um þessa furðulegu þjóð og sjálfvöldu forkólfa að þeir hafa farið batnandi. Kom þar til ein nýung sem heimur- inn þekkir lítið og fjölyrðir ekki um. Rússar búa að vísu vel að bombum. — Mun jafn- tefli með þeim og Vestmönn- um. Þeir munu, hver aðili um sig, geta eytt öllu gróðurlífi á jarðarkúlunni. Mun sá leikur varla gerður nema einu sinni. Meðan Krúsév réði einn með Bandaríkjunum yfir þessum ægilegu eyðingarkrafti notaði hann bombuhótun sína í óhæfi- lega léttum tón. Sendi Krúsév þá orðsendingu til forsætisráð- herra Grikkja að hann þyrfti ekki nema eina af dauðakúlum sínum til að þurrka Akropolis út af jarðhnettinum. Ráðherr- ann svaraði snillilega. Taldi Krúsév færan til að þurrka út Akropolisröllina, en hann væri ómáttugur til að þurrka út þann anda sem skapaði lista- verkið. Nú gerðust tveir megin at- burðir í senn. Plokksklofningur kom fram bæði í Moskvu og Peking. Moskvamenn segjast stýra öllum undirdeildum heims svo og hér á Islandi. Við urkenna Moskvumenn eigi mið- stöö bolsévika í Kína. Hinsveg- ar halda Kína kommar því fram að þeir séu að öllu jafn háir moskovitum. Hefur Rúss- um orðið á mikil yfirsjón, tóku sér ekki í tæka tíð leyfi til að flytja líkkistu Karls Marx úr kirkjugarði í London til Moskvu og búa þar að sínu. Að vísu hafa Rússar búið vel um smurling Lenins, en samt vant- ar uphafið meðan meistarinn dvelur í fjarlægu auðmagns- ríki. Brátt dró til fullkomins fjandskapar með Rússum og Kínverjum um forystu í trúar- og valdabaráttunni. Hafði leið- togum Rússa orðið á sú góð- Sölubörn sem vi/ja selja Mánu- dagsblaðið í geta fengið það sent heim úthverfum girni að hjálpa Kínverjum sem skjólstæðingum um margvísleg vísindi bæði í iðnaði og þó allra fremst nokkuð af vísdómi atóm sprengjunnar. Þá segja Kín- verjar að þeir hafi tvö mikil átakaefni við Rússa. Þeir telji sig borna til æðstu valda með- al allra þeirra þjóða sem hlíti átrúnaði Karls Marx. I öðru lagi telja þeir Síberíu frá TJral- fjöllum og austur að Kyrrahafi sitt sanna kínverska land. Hef- ur stórstyrjöld risið út af minni málefnum. Mjög hefur dregið úr stórdeil um Rússa og Vestmanna eftir að liðsdráttur hófst innan bolsi vikaríkjanna. Kínverjar telja sig geta þolað 500 milljóna manntjón í atómstyrjöld og ver ið um mannfjölda og menn- ingu í fararbroddi heimsþjóð- anna. Varla geta Islendingai státað af svo miklu mannlifi tii tölulega. Höfuðbreytingin í háttsemi stórþjóðanna síðan hinn mikil- láti Krúsév hristi skó sinn við fundarborðið er gífurlega mik- ill. Allar þjóðir eru dálítiðsmeik ar við mátt sem keppir við dauð ann. Hugarfar Evrópuþjóðanna er mjög breytt frá því sem var eftir stríðið 1914—1918 og eftir að Kinverjar lærðu atómfræði. Jafnvel Islendingar vilja ekki atómstríð. Raddir lesenda Hr. ritstj. Þökkurn innilega ágæt til- skrif í sambandi við hina fá- heyrðu framkomu háskólayfir- valdanna í sambandi við heim- sókn Heaths hins brezka. Burt séð frá pólitískri skoðun hr. Heaths persónulega, þá er þetta „gentleman" í orðsins beztu merkingu hvað okkur snertir, enda bar framkoma hans þess beztan vott. Okkur er ókunn- ugt um aðra „gesti“ háskólans, en kommaforingi Svía og s'káld kona þeirra, eru visuslega hvergi nærri eins merkilegar persónur, annar agent fyrir öfgastefnu í heimalandi — sem nýtur lítils sem einskis fylgis, en skáldkonan, einskonar „grát systir“ hálfvitlausra vinstri kvenna, sem trúað hafa mál- flutningi Viet Cong-manna, auk þess, sem hún kom hingað á vegum „kommapilsa" eins og þér segið. Þetta var háskólan- um til skammar enda hafa for- stöðumenn hans tekið þann kostinn að fela sig bak við akademiska þögn — skammast sín með öðrum orðum. Víðsýnn. Mbl. fékk ekki svar — hví við? Ritstj. Mánudagsblaðið, Reykjavík. Skólayfirvöld háskólans ættu að skammast sín. Jafnframt ættum við að taka upp stefnu komma um allan heim, banna alla andstölu — banna þessum lærdómsmönnum okkar og styrkþegum að bjóða hingað kommum, eða áróðursliði þeirra. Menn verða ætíð að beita fanntabrögðum við tryllt- ar skepnur. Því fyrr, sem við lýðræðismenn lærum þetta því betur getum við átt við komma með sæmilegum árangri. Harður. Ekki skepnur — þróunarlýður. Ritstj. Mánudagsblaðið. Já, hver á að dæma og meta ef háskólamenn geta það ekki? Spyjið þér. Háskóli okkar er sá yngsti í Evrópu, miklu yngri en aðalháskólar Ameríku, sem eru sumir hátt á 4. hundrað ára, miklu yngri en sumar mennta- stofnanir Afríku og Asíu. Hví þessi mikilmennska? Og hvers vegna svara þeir ekki, Vond samvizka blönduð minnimáttar- kennd, sem nú, sem fyrr, hljóp með menntahrokann í gönur. Gott á þá. J.S.V. Okkur kaupmönnum þykir tími til komin að blað yðar, blað fyrir „alla“ ætti að taka bankana í gegn. Eg hefi verið hátt settur í einum flokki og þekki manna best til banka, en undarlega eruð þér fáskiptinn í þeirra garð. Nei, það eru bank arnir sem þurfa yfirhalningu, svo og einstakir útgerðarmenn. Hafið þér kynnt yður ástandið í Eyjum. Með þökk. Hj.P. Nei — en þér, Ritstj. Af hverju kallar útvarpið allt af frumstæðustu lönd heimsins þróunarlöndin ? Er nú verið að snobba fyrir þessu líka hér í aumingjaskapnum? Þessi lönd eru vanþróuð, eins og allir vita, en útvarpið, af einhverri mis- skildri miskunn eða meðaumkv- un, er víst að sýna lítillæti, kallar þessar þjóðir þróunar- þjóðir. Hvað heitum við þá, eða Ameríka og Vestur-Evrópa? Háþróuðu þjóðirnar eða full- komnu ríkin? Væri ekki ráð fyrir fréttalið útvarpsins, sumt af því, að kalla spaða spaða, en ekki vera með þessa orða- leiki eða er það skipun frá innsta ráði flokksins? S. Bjarnason. Vill að Sveinn í Héðni $e oskiptur Hr. ritstjóri Mánudagsbl. Hafið þér veitt eftirtekt aug- lýsingu í Lögbirtingablaðinu 18. þ.m. ? Auglýst er nauðung- aruppboð 2. maí n.k. á eignum Vélsmiðjunnar Héðins í Reykja vík fyrir ógreiddum opinberum gjöldum kr. 2. 5Í4.571,00 þ.e. rúmum tveim og hálfri milljón krónum. Vélsmiðjan Héðinn hefur und anfarin ár búið við mikið góð- æri. Vinna í jámiðnaði hefur verið meiri og betri en þekkzt hefur áður og vélaverzlun með ágætum, frjáls innflutningur og mikil sala í sambandi við hina miklu uppbyggingu í síld- arverksmiðjum, hagræðingu í frystihúsum og öðrum iðnaði. Hefur Héðinn átt sinn góða þátt í allri þessari miklu upp- byggingu þjóðnýtra fyrirtækja og haft af þessu öllu svo sem vera ber góðan ef ekki ágætan arð. Vélsmiðjan Héðinn er því vel að sínum gróða komin, en þær skyldur fylgja honum, að af honurn ber að greiða lögá- kveðin gjöld og skatta til sam- félagsins. Héðinn er ríkt og voldugt fyrirtæki, sem öðrum fremur ætti að vera auðvelt að greiða gjöld þessi skilvíslega. — Samdráttur sá, sem sagt er að hafi orðið í járniðnaði síð- an í okt. s.l. er hér engin af- sökun, því slíkt er ekki nema eðlilegt árstíðabundið fyrir- brigði. Gjöld þau, sem hér um ræðir voru fallin í gjalddaga löngu áður sbr. að lögtak var gert 12. sept s.l. eða fyrir rúm- um sex mánuðum síðan. Aðaleigandi Vélsm. Héðins og framkvæmdastjóri er Sveinn Guðmundsson alþm., bankaráðs maður í Iðnaðarbankanum, í stjórn Fél. ísl. iðnrekenda og fjölda annara félaga, meðlimur í Rotary . s. frv. — Maður, sem notið hefur slíks trúnaðar samborgara sinna, ætti, skyldi maður ætla, að leggja sig allan fram og sjá sóma sinn í, að vera til fyrirmyndar öðrum í þjóðfélaginu og bera með á- nægju þær byrðar, sem það ó- hjákvæmilega verður að leggja á borgarana .... bregðist hann í þvi vegna getuleysis eða ein- hverra annarra ástæðna, ber honum tafarlaust að víkja úr slíkum störfum, allt annað leið ir til óþolandi ranglætis og spill ingar. — Sé hér um getuleysi vanrækslu Vélsmiðj. Héðins um að kenna getur það ekki stafað af öðru en stjómleysi. Sveinn Guðmundsson er við- urkenndur dugnaðarmaður og ekki skortir hann áhuga við að koma sínum málum fram, ef því er að skipta. Sveinn hefur sýnt það í verki með því að hann hefur byggt upp vélsmiðju þá, sem ól hann upp og kenndi honum til verka, að hann getur stjórnað fyrirtæki gefi hann sig óskiptan að því, en dreifi ekki kröfum sínum i að full- nægja hégómagirnd sinni í eftir sókn ímyndaðra mannvirðinga Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.