Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Side 8

Mánudagsblaðið - 03.04.1967, Side 8
ÚR EINU í ANNAÐ Réttlæti og áfengi — Bílastæði — Ríkisspítalai: og auglýsingar — Penfield og Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins — Alvörumenn á þingi — Öti- gangshross og dýravernd. Skrítið er réttlætið í henni veröld. Fyrir ca. tíu árum fékk brennivínsmálavarnarráðuneytið, undir stjórn Frey- móðs málara, blaðið daemt í sekt vegna þess, að það birti mynd af barþjóni Glaumbæjar að hella cocktail í glas. Þótti atvinnutemplurum þetta vera hvatning til víndrykkju. Nú birtir Mogginn heilar uppskriftir af cock-tail-um, sam- kvæmt keppni barþjóna og eitt blaðið auglýsir sérstak- lega að viss veitingastaður fái undantekningar til vín- veitingar í sambandi við miðvikudagskabarett — allt með sýnilegri blessun brennivínsandstæðinga. Ekki að við móðgumst, heldur hitt, að við spyrjum: er nú Mogginn hafinn upp yfir lögin? Það var tími til kominn. Ekki virðist enn nokkur áhugi á því, að skapa almenni- leg bílastæði neðst á Vesturgötunni. Myndi þetta stæði sannarlega þjóna vel fólki, sem starfar í miðbænum, en bílastæðavandræðin versna orðið með hverjum deginum. Þótt borgin geri mikið fyrir okkur, þá virðist hún nær sofandi 1 þessum efnum, því of langt er gengið að bíða eftir bílastæðum þar til einhver timburkofinn brennur. Hefur nokkmr tekið saman hve oft ríkisspítalarnir aug- lýsa eftir starfsfólki. Heita má, að vart komi út blað, án þess að þessi stofnun auglýsi eftir starfsfólki, læknum, hjúkrunarkonum eða öðru starfsfólki. Kostnaður í þess- um efnum hlýtur að vera geysilegur, en þetta er að vísu i opinbert fé, svo það skiptir máske ekki máli. Einn af sóknarprestum Reykjavíkur hefur eflaust verið að tryggja sér „betri sæti,‘ I himnaríki nú um páskana, þegar hann kærði, að verið væri að ferma olíuskipið Litla- fell á sjálfan helgidaginn. Prestarnir okkar ættu heldur að halda áfram sínu persónulega rifrildi um hver „eigi“ þetta fermingarbarnið eða hitt eða þessa „vígsluna“ eða „skírnina" en að standa í kærumálum út af hlutum, sem þeirn kemur ekkert við. Kirkjan og afskipti hennar af ýmsum málum svo og byggingabrjálæðið í þeim herbúð- um eru alveg orðin óþolandi og ættu starfsmenn hennar að halda sig við ti-úna og láta okkur leikmenn um hitt. Það verður ekki heyglum hent, að koma í sætið hans mr. Penfield, fyrrverandi ambassadors Bandaríkjanna hér á landi, eftir að „eftirmælin" um hann birtust í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins. Mönnum verður á að spyrja hvort greinarhöfundurinn sé orðin vitlaus að falla svona í hrifningartrans á prenti. Vissulega mun Penfield hafa verið gegn maður og vissulega naut hann fjallaloftsins á Islandi, en máske er einum of mikið sagt hjá Reykja- víkurbréfi Moggans, að við eigum að minnast hans í bæn- um okkar. Islenzkir pólitíkusar eru frægir fyrir alvðrusvipinn þeg- ar myndir eru teknar af þeim. Setja alþingismenn jafnan upp mesta spekings- og raunasvip, eins og allar áhyggjur og vandamál heimsins hvíli á fulltrúum 190 þúsunda manna. Þegar Heath skoðaði þingið, voru Ijósmyndarar nálægir, og í hvert skipti, sem þeir tóku myndir brosti Heath, fulltrúi milljónanna, en okkar menn settu upp á- hyggju-, spekings- og hugsuðarsvipinn. I lokin stóðst Heath ekki mátið en sagði: „Eg gæti ímyndað mér að brezki forsætisráðherrann hefði verið svona áhyggjufullur á svipinn eitthvað í kring um 1936 ef hann hefði frétt FYRIR HÁDEGI, að allar nýlendur vorar hefðu gert upp- reisn og brezki nýlenduherinn með öllu þurrkaður út. Það er tími til kominn að Dýravemdunarfélagið hlutist til um rannsókn á útigangshrossum t.d. í Húnavatnssýslu. I kuldakastinu í haust voru nokkur merrryssi drepin og lögðu sig á þetta 70—80 kíló í stað 2—250 kg. Þessar skepnur voru að drepast á útigangi — en er ekki bannað með lögum að setja á meira en húg og hey er til fyrir? Sjónvarpið Sunnudagur 1400 Chapel of the Air 1430 This Is the Life 1500 Sports 1715 Greatest Fights 1730 G. E. College Bowl 1800 The Smithsonian. Hið fræga safn í Washington 1830 Crossroads 1900 News 1915 Sacred Heart 1930 News Special 2000 Bonanza 2100 Ed Sullivan Harry Jamess, Morey Amsterdam, New York ballettinn 2200 Jim Bowie 2230 What’s My Line 2300 News 2315 „Three Blind Mice“. Lor- etta Young, David Niveh, Jack McCrea, Marjorie Weaver. Mánudagur 1600 Bob Cummings 1600 „Lost in Space“. 1700 „Under Fire“. Henry Morgan, Steve Brodie. 1830 Andy Griffith 1855 Cluteh Cargo 1900 News 1930 My Favorite Martian 2000 Daniel Boone 2100 Survival 2130 Candid Camera 2130 Roy Acuff’s Open House 2200 12 o'clock High 2300 News 2315 The Tonight Show James Mason, Tony Martin. Þriðjudagur 1600 Odyssey 1630 Joey Bishop 1700 Sjá Sunnudag kl. 11 1830 Dupont Cavalcade 1855 Clutch Cargo 1900 News 1915 Tele-News Weekly 1930 News Special 2000 Green Acres 2030 Hollywood Palace Donald O’Connor, Sid Caesar, Shari Lewis. 2130 Combat 2230 I’ve Got a Secret 2300 News 2316 „A Gentleman at Heart“. Caesar Romero, Milton Berle, Carole Landis. Miðvikudagur 1600 Dobie Gillis 1630 My Three Sons 1700 Sjá þriðjudag kl. 11 1830 Pat Boone 1855 Clutch Cargo 1900 News 1925 Moments of Refleetion 1930 Danny Kaye 2030 „Jack and the Bean Stalk“. Músíkkævintýri). 2130 Dick Van Dyke 2200 Lawrence Welk 2300 Final Edition 2315 „The Ghost and Mrs. Muir“. Rex Harrison, Gene Tierney, George Sanders. Fimmtudagur 1600 The Third Man 1630 Peter Gunn 1700 Sjá miðvikudag kl. 11. 1830 Social Security 1855 Clutch Cargo 1900 News 1915 E. B. Film 1930 Beverly Hillbillies 2000 Harrigan & Son. 2030 Red Skelton 2130 News Special 2200 Gary Moore Tony Randall, Jocy Heatherton 2315 „Prison Shadows“. Föstudagur 1600 Big Picture 1630 Danny Thomas 1700 Sjá fimmtudag kl. 11. 183z Roy Acuffs Open House 1855 Clutch Cargo 1900 News 1930 Addams Family 2000 Voyage to the Bottom of the Sea 2100 Dean Martin Sid Caesar, Vic Damone, Caterina Valente 2200 Rawhide °300 News 2315 „Slattery Hurricane". Stríðsmynd. Laugardagur 1030 Colonel Flack Mánudagur 3. apríl 1967 Á veitingasfööum Hvíta skyrtan og bindið — Hlálegar öfgar — Að meta eftir ástæðum — Barir og ferðafólk — Hótelmenn eru á villigötum — Bómgreindin sker ur — 1 tilefni hinna mörgu veit-1 ingastaða, sem risið hafa upp síðustu árin, fögur veitingahús sum þeirra, hefur líka vaxið upp dálítill vísir að veitinga- mönnum. Satt bezt sagt, er þessi ágæti og velviljaði hópur hótelstjóra og veitingamanna, ekki enn fullkominn frekar en gestir þeirra almennt. Margir eru dálítið upp með sér, bros- lega svo, líkt og trillubátaskip- stjórar, sem oft eru roggnari en stjórnendur 80 þúsund lesta hafskipa. En aðalgallinn er sá, að hér, sem svo oft áður, verða það öfgarnar sem oft drepa eða skemma alla viðleitni þessa veit ingamanna til hins góða. í handaskolum Eitt af meiriháttar vandamál um, sem nálega fer alltaf í handaskolum hjá veitingamönn um þeirra staða, sem vínbar hafa, er hinn rétti meðalvegur í sambandi við „bindi og skyrtu.“ Veitingamenn gera sér litla sem enga grein fyrir hvern ig þessar reglur eru fram- kvæmdar hjá þrautreyndum veitingastöðum ytra né heldur * Nú er mesti sjónvarpsfeber- inn liðin hjá og menn eru aftur famir að glugga í bíóauglýsing araar, semsagt farnir að vega og meta það skemmtiefni sem er á boðstólum. Að öllum lík- indum eru fréttir sjónvarpsins vinsælastar, og Magnús Bjarn- freðsson er á góðri leið með að verða stjarna að öðrum frétta- mönnum sjónvarpsins ólöstuð- um. Líklega eru Shakespeare þættimir misskilningur einn, en Steinaldarmennirnir njóta gíf- 1100 Captain Kangaroo and Cartoon Carnival 1300 Do You Know 1330 Basketball. Wrestling. 1700 To Tell the Truth 1730 Heart of the City 1800 Jerry Lewis 1855 Chaplain’s Corner 1900 News 1915 Coronet Films 1930 Jackie Gleason 2030 Perry Mason 2130 Gunsmoke 2230 Get Smart. Fræg sería. 2300 News 2315 Sjá mánudag kl. 5. vilja þeir af einskærri stífni og' öfuguggahætti reyna að fylgja skaplegum reglum í þessum efn um. Misræmi Einn veitingastaður hér í borg getur ekki þolað gesti á bar sínum hvort heldur í há- degi eða að kvöldi án bindis og hvítrar skyrtu. Annar gerir skynsamlegar undanþágur. Þetta misræmi veldur misskiln- ingi. Sumir veitingamenn, þótt lipurmenni séu, hafa bitið í sig enhverja k t ía reglu og af stífni og þmrsaskap hvika þar í engu. Gallinn við þessa ein- beitni er sá, að hún er látin gilda aðeins um innfædda, — en ekki um ERLENDA GESTI, sem mæta oft á „nankins‘,-buxum eða á álíka munderingum. „Værten“ segir eins og Móses heitinn: ÞAÐ SEM ÉG HEFI SKRIFAÐ, HEFI ÉG SKRIFAÐ. Gallinn er sá, að Móses gerði ekki und antekningar. Ferðafólk — Mafsatriði Nú ættu veitingamenn að vita, að ferðafólk á hótelum, hvort heldur ytra eða heima, urlegra vinsælda hjá þeim, sem á annað borð hafa nokkurt skopskyn. * Sjónvarpið hefur þegar haft mikil áhrif á blöðin, meðvituð og ómeðvituð. Þegar bruninn varð í Lækjargötu og sjónvarp ið náði að „skúbba“ blöðin, nema Vísi, urðu fréttir blaðanna af brunanum heldur lítið frétta efni. Blöðin reyndu þó meir en áður að skrifa um hið persónu lega í sambandi við brunann, og tókst það mjög sæmilega, nema hvað öll uppsetning var í gamla farinu. Sjónvarpið hlýt ur að knýja fram breytingar á blöðunum með tilliti til frétta- gildis og uppsetningu frétta. Skrif í annálastíl vekja ekki lengur neina forvitni; blöðin verða að gerast mun persónu- legri í fréttaflutningi sínum. * Það er enn undrunarefni, að í hvert skipti sem brennur hús sem er í skoðunarferðum fyrir mat og eftir, klæðist gjarna sportfötum, buxum, peysum, jakka ete., en þykir óheppileg hvíta skyrtan og bindið. Það er alls ekki sama hversu peys- ur líta út, Sumar peysur „sjen- era“, aðrar eru falleg íveru- klæði. Þarna er munur, sem góður og lærður veitingamaður verður að gera sér Ijósan. Prúð ur, vel klæddur gestur getur verið prúðbúinn, þótt hvíta skyrtan og bindið séu ekki til staðar. Maður, sem ekki „stuð- ar“ umhverfi sitt vegna klæða á að vera eins velkominn á bar eins og aðrir þ.e.a.s. um há- degi. Að kvöidi skiptir þetta allt öðru máli, ekki aðeins hér heldur um víða veröld þaa* sem um góða staði ræðir. Minnimáttarkennd Á lslandi rikja ekki annað en öfgar, fáránleg afstaða nokk urra veitingamanna, sem er eins hláleg eins og hún er búra og barnaleg. Þessi kjánaiegi ofsi er re.yndar mjög oft „com- plex“ veitingamannsins, sem heldur að smæð hans verði bezt Framhald á 6. síðu. má bóka það fyrirfram að flest ir sem hafa orðið fyrir tjóni hafa enga eða litla vátryggingu — og meira að segja fyrrv. al- þingismaður, í bráðeldfimu húsi, hikar ekki við að gefa þá yfir- lýsingu að hann hafi ekki hækkað vátryggingu sína í 20 ár! Blöðin eiga að taka hönd- um saman um að hætta að taka á móti áskorunum frá prestum og öðrum um samskot til fólks sem hafi orðið illa úti í bruna vegna þess að það hafi ekki haft hugsun á, eða ekki tímt, að hafa búslóð sína vátryggða. En þetta var nú útúrdúr. * Gísli Sigurðsson er nú búinn að ritstýra einu hefti af Les- bókinni og virðast breytingar í fljótu bragði til bóta. Gísli má aðeins vara sig á einu — að skrifa ekki bæði „Rabb“-dálk- inn og svo annað rabb upp á tvær síður eða meir. Mér er kunnugt um að leiðaraskrif Gísla í Vikunni þótti yfirleitt gott lesefni, en hann má gæta sín. Hvað sem um Sigurð A. Magnússon má segja finnst mér hann bera höfuð og herð- ar yfir rabbdálkahöfunda aðra en Austra. Aftur á móti er rabb Gísla J. Ástþórssonar í út varpinu mjög vinsælt meðal al- þýðu manna og hef ég oft séð menn leggja niður vinnu til að hlusta á þætti hans. Framhald á 6. síðu. Magnus Bjarnfreðsson — Dagblöð og brunar — Gísli í Lesbók — Austri og Indriði G. — i 4 4

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.