Merkúr - 07.08.1940, Blaðsíða 3
M E R K Ú R
3
Stofnun
Félags verzlunar- og
skrifstofufólks í Siglu-
firði.
Þegar Félag verzlunar- og skrif-
stofufólks var stofnaðárið 1937, var
langt fráþvíað það þætti neinnstór-
viðburður í sögu félagsmála Sigiu-
fjarðar og var jafnvel ekki laust
við, að margir brostu að þessu
uppátæki og sögðu sem svo, að
nóg væri nú um féiagsstarfsemina
hér í Siglufirði, þótt ekki bættist
eitt í hópinn, og eitt er víst, að
ekki var þessi félagsvísir skoð-
aður sem neitt óskabarn. Samt
gekk stofnun þess að vonum
og á fyrsta fundinum gengu í fé-
lagið um 30 manns, var nú lagt
frain uppkast að Iögum félagsins,
sem voru að miklu leyti sniðin
eftir iögum annarra hiiðstæðra
stéttarfélaga á iandinu.
Þegar nú stofnun félagsins var
iokið og gengið hafði verið frá
öllum formsatriðum, var farið að
athuga hvernig haga skyldi starf-
inu og var okkur það fuli-
Ijóst, að ekki var hægt að ráðast
í nein stórræði á þessu fyrsta ári,
var því tekið fyrir það mál,
sem við vissum að engum ágrein-
ingi mundi valda en það var að
verzlunar ogskrifstofufólk hér fengi
einn sameiginlegan frídag á sumr-
inu, var nú gengið með lista til
allra kaupmanna og annarra vinnu-
veitenda, er þetta náði til og ósk-
að eftir því að við fengjum til-
tekin dag um liaustið, eftir að
mestu annir væru úti, sem sam-
eiginlegan frídag og gekksú mála-
leitun greiðlega — og var þá
haldin fyrsti frídagur verzlunar- og
skrifstofufólks hér í Siglufirði. —
Síðar um haustið var tekið tu at-
hugunar hvort ekki væri mögulegt
að stytta þann, að margraáliti, ó-
þarflega langa vinnutíma á veturna
og var það mál mikið rætt innan
félagsins og að síðustu gengið frá
tillögu til bæjarstjórnar um lokun-
artíma sölubúða í Siglufirði. —
Fékk málið hinar beztu undirtekt-
ir og greiðan framgang í bæjar-
stjórn, enda var hér, að allra áliti,
ekki um neina hagsmunaskerðingu
að ræða fyrir atvinnuveitendur al-
mennt og tóku þeir sjálfir hið
bezta í málið og var reglugerðin
samþykkt.
Eftir þessar kjarabætur, sem
þarna voru fengnar var nú farið
að ræða um samrýming launa-
kjara verzlunar og skrifstofufólks,
sem að allra áliti voru mjög mis-
jöfn fyrir samskonar vinnu. Var
kosin sérstök launakjaranefnd innan
félagsins er reyndi eftir beztu
getu að afla sér upplýsinga um
laun hinna ýmsu verzlunar- og
skrifstofumanna hér, síðan var
samið uppkast að launakjara-
Kristjánsson, Jón Stefánsson og
Níls ísaksson. Erindi þessarar
nefnar fékk hinai' beztu undirtekt-
ir hjá Kaupmannafélagi Siglufjarð-
ar, sem tjáði sig fúst til þess að
verða við tilmælunum. Að vísu gat
nefndin ekki samið við alla þá,
sem hafa verzlunarfólk í þjónustu
sinni, vegna ýmissa sérástæðna, en
ekki er annars að vænta en að
allir fái leiðréttingu sinna mála,
eftir því sem eíni standa til. Þess
er rétt og skylt að geta, að ýmsir
launagreiðendur höfðu sjálfir tekið
upp hjá sér að greiða starfsmönn-
um sínum launauppbætur áður en
verzlunarmannafélagið hóf aðgerð-
ir sínar í málinu.
samningi og sent hlutaðeigandi
vinnuveitendum og rskað eftir að
þeir sendu fulltrúa frá sér á fund
þessarar nefndar, þar sem málið
yrði rætt frá sjónarmiði beggja
aðila. Mætti síðan nefnd frá vinnu-
veitendum á fundi með þessarri
nefnd og urðu talsverðar umræður
um málið, en aldrei var gengið
endanlega frá samningum, en það
er víst, að fyrir tilstilli þessa samn-
ingsuppkasts, hefur margt verzl-
unar og skrifstofufólk hér fengið
talsverðar launabætur, — en málið
komst ekki lengra í þetta skipti,
en vonandi verður það tekið
mjög bráðlega til yfirvegunar
til bóta bæði fyrir vinnu-
kaupendur og vinnuþyggjendur,
— því ekki virðist það sanngjarnt,
að fyrir samskonar vinnu skuli eín-
um vinnukaupanda vera mögulegt
að fá vinnukraft fyrir rninna verð
en öðrum, því það hlýtur að skapa
glundroða í hinni hörðu samkeppni
á sviði verzlunarinnar.
Annars hefur starf félagsins á
undanförnum árum beinst töluvert
í þá átt, að auka viðkynningu
verzlunar- og skrifstofufólks inn
á við og hefir verið reynt að gera
það á ýmsan hátt, bæði með inn-
byrðis skemmtunum og ferða-
lögum.
Nú á þessu suinri er að færast
nýtt líf í félagið og hefur það auk-
ið meðlimatölu sína upp í 70 manns
og er vonandi að þessir nýju kraft-
ar verði til þess að auka starfsemi
félagsins, á þann hátt að það megi
verða til gagns og heilla allri
verzlunarstéttinni — því til-
gangur félagsins er, eins og
segir í 2. gr. laga?þess — að efla
samstarf og þekkingu verzlunar-
stéttarinnar í heild.
Ferðalög.
Verzlunarmannafélagið hefur
undanfarin ár staðið fyrirskemmti-
ferðum á verzlunarmannafrídaginn.
1938
var farið austur að Mývatni,
auðvitað með viðkomu í Vagla-
skógi og á Laugum, þar sem ferða-
langarnir dvöldu náttlangt og fengu
sér hressandi bað í sundlaug
skólans.
Er austur að Mývatni kom, var
gengið í »dimmu-borgir«, sem er
mjög sérkennilegur og fagur staður.
Jafnframt skoðuðu menn »Litlu
gjá« og »Stóru gjá«, þar sem
nokkrir hugumstórir og vel syntir
menn þreyttu sund, sér og öllum
ferðafélögunum til hinnar mestu
skemmtunar.
1939
stóð Verzlunarmannafélagið fyrir
ferðalagi upp á Sauðárkrók. Var
farið í bát inn á Haganesvík, —
þar tóku bílarnir við fólkinu. Að
Hólum í Hjaltadal, var numið
staðar og hinn fornfrægi sögu-
staður skoðaður með »pomp og
prakt«, Síðan var ferðinni haldið
áfram til Sauðárkróks. Verzlunar-
menn frá Akureyri og Sauðárkrók
voru þá einnig með í förinni.
Á Króknum var síðan slegið upp
balli, þar sem öllum var gefið ótak-
markað frelsi til kynningarstarf-
semi upp á eigin spýtur. Ferðin
gekk mjög vel, ferðafélögum öllum
til mestu ánægju og skemmtunar.
1940
Reiðtur inn í Fljót!
S. 1. laugardagskvöld var ágæt-
isveður, en þá var ferðin hafin.
Sunnudagurinn rann upp og út
með rigningu. — Ferðamenn blotn-
uðu — klárarnir urðu óþjálir —
og skapið efst á óstöðugu, þegar
heim var komið á sunnudags-
kvöld.
Þrátt fyrir allt á þetta ferðalag
eftir að framkalla bros á vör, þegar
þátt-takendur eru búnir að jafna
sig og rigningin er stytt upp. —
Þó mun minningín um ferðalagið,
sem olli þeim stundar skapsígi,
setja viðkomandi í »sólskins skap«.
Það kann að vera, að sumir segi
nokkuð ýtarlega frá ferðinni, en
það ætti ekki að skaða, því það
er nauðsynlegt að síeppa engu úr
þegar ferðasögur eru ræddar. —
örlítill viðbætir er oft góður og
getur sett einstaklega innilegan
heildarsvip á frásögnina. -—
Verzlunannannafélagið hefir
gengizt fyrir þessum skemmtiferð-
um og mörgum fleiri og hefur
skemmtanalífið innan félagsins
ávallt verið nokkuð í broddi fylk-
ingar, — þó sérstaklega hvað við-
kemur ferðalögum einstakra félaga
út um sveitir landsins. —
Hvei'gi notast frístundir eins vel
og gagnlega eins og einmitt úti
undir berum himni — upp um
fjöll og firnindi, þar sern and-
rúmsloftið er hreint og tært og
skapið gott.
Þess vegna hefir Verzlunar-
mannafélag Siglufjarðar, kosið á
frídögunum að gangast fyrir
skemmtiferðum út í hina frjálsu
náttúru.
Aðalfundur.
Félags verzlunar- og skrifstofu-
fólks í Siedufirði var haldinn að
Hótel Hvanneyri 27. maí. Var þetta
einnig einskonar endurreisnarfund-
ur, því félagsstarfsemin hafði legið
niðri um 1 árs skeið. Á fundinum
sóttu um upptöku og voru sam-
þykktir sem félagar 20 verzlunar-
menn, karlar og konur. Þá fór fram
stjórnarkosning og er nú stjórn
verzlunarmannafélagsins þannig
skipuð:
Formaður: Baldvin Þ. Kristjánsson
Ritari: Ólafur Stefánsson
Gjaldkeri: Ólafur J. Ólafsson
Meðstjórnendur: Jón Stefánsson
Nils ísaksson
Endurskoðendur: Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Halldórsson.
í varastjórn eru:
Herdís Guðmundsson
Kjartan Friðbjarnar
Sigtryggur Flóventsson
Kristján Stefánsson
Vigfús Friðjónsson.
Er nú vaxandi áhugi fyrir gengi
félagsins og má gera ráð fyrir fjör-
meira starfi innan þess en hingað
til.
Á fundi verzlunar- og skrif-
stofufólks 2. júlí var samþykkt að
gefa út blað í tilefni af frídegi
verzlunarmanna. Á fundinum var
kosin ritnefnd og hlutu þessir
kosningu:
Vigfús Friðjónsson
Herdís Guðmundsson
Steinn Kristjánsson.
í upphafi var ætlast svo til að
blaðið komi út á verzlunarmanna-
frídaginn, en af ófyrirsjáanlegum
orsökum hefir útgáfan tafizt og
og biðjum vér háttvirta lesendur
velvirðingar á þvi.
Ritnefndin.
PAKPAPPI
og OREGONPINE hurðar-krossviður
kom með Goðafossi. I
E i n c o.
Pað er tryggin
vöru£æða
að með hverju ári eykst
brauða og kökusalan í
Herterviásbakaríi.
Þakpappi
tvær tegundir í
Verzlunarfélagi Siglufjarðc
Getum aftur afgreitt til
verzlana:
Lyftiduft
Kardemommur
Hvítan kanell
Negull og
Borðsennep.
Efnagerð Síglufjarðar h./f*
Fordvörubíll
14 tons í góðu standi er til sölu- Uppl- *
»Heimaklett«.
Frídagur verzlunarmanna. 1111,111111
Fyrsti mánudagur í ágúst er -p>. ,
sameiginlegur frídagur verzlunar- JL/t*cl^nOtcJSpil
manna um allt land, en hér í
Siglufirði eru atvinnuhættirþannig,
að ekki kemur þessi frídagur að
notum nema fyrir lítinn hluta verzl-
unar- og skrifstofufólks og væri
því ef til vill athugandi, hvort ekki
væri tiltækilegt að breyta til og
fá í staðinn frídag á vorináðuren
mestu annir byrja hér almennt.
með stoppmaskínu ösk-
ast til kaups. Uppl. í
»Heimakletti«.
Sigluf j arðarprentsmið j a.