Merkúr - 07.08.1940, Blaðsíða 1
j /{. a 2 01
Útgefandi: FÉLAG VERZLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS, Siglufiröi.
Siglufiröi, miðvikudaginn 7. ágúst 1940.
Það fer ekki illa á því, að um
leið og Félag verzlunar og skrif-
stofufólks í Siglufirði gefur út
fyrsta blað sitt, verði að einhverju
leyti minnst á tilgang og fram-
tíðarverkefni félagsins.
í lögum verzlunarmannaélagsins,
eins og þau voru samþykkt á
stofnfundi þess 7. júli 1937, segir
svo um markmið þess:
-Tílgangur félagsins er að efla
og þroska þekkingu félagsmanna
og vinna að sameiginlegum áhuga-
málum þeirra, þannig að til heilla
megi verða verzlunarstéttinni í
heild sinni«.
Svo mörg eru þau orð.
Það verður ekki sagt með sanni,
að línurnar í tilfærðri lagagrein
séu sérstaklega skýrar eða marki
nákvæmlegatilætlunina með félags-
starfseminni. Þó verður því ekki
neitað, að hér er »hátt til Iofts og
vítt til veggja*, svo að fjölþætt
starf til þurftar verzlunarfólki hér
í bænum, rúmast vel innan vé-
banda laganna, og þurfa þvi laga-
smiðirnir engan veginn að skamm-
ast sín fyrir afkvæmið.
Hvað er það þá sem gera þarf?
Þrátt fyrirþað, hversu óljósa stoð við-
leitnitilkjarabótaá í lögum verzlun-
armannnfélagsins hér, tel eg vafalítið
að meðlimir þess vilji almennt, að
það sem önnur stéttarfélög gangi
fyrst og fremst til starfs með það
fyrir augum að -maturinn sé manns-
ins megin«. Með tilliti til þess,
verður að gera ráð fyrir hags-
munastarfsemi öðru fremur. Það
er með verzlunarstéttina hér og
hagi hennar eins og margt annað,
sem »siglfirzkt« er, að sundurleitnin
er e.t.v.helztaeinkennið. Þettaáekki
eingöngu við það, að í henni eru
ýmsir utanaðkomandi bæði eg og
aðrir, heldur einkum og aðallega hitt,
að launakjörin eru ákaflega misjöfn.
Þótt talsverður hluti verzlunar- og
skrifstoufólks hér í bæ sé mjög
sæmilega launaður, verður slíkt hið
sama engan veginn sagt um alla
einstaklinga stéttarinnar.
Á þessu hefir því miður engin
rannsókn farið fram ennþá, en vitað
er þó með vissu, að fyrir sams-
konar störf fara fram hinar ólíkustu
launagreiðslur. Þetta er nauðsyn-
legtað koma í veg fyrir sem allra
fyrst. Það er ekki eingöngu sjálfs
sín vegna, sem verzlunarfólkið
verður að fyrirbyggja stórfeldan
mismun í launagreiðslum fyrir hlið-
stæða vinnu, heldur einnig, og ekki
síður, með tilliti til kaupgreiðend-
anna, sem vitanlega má ekki mis-
muna í þessu efni. Samræming
kaupgjaldsins er því nærtækt verk-
efni sem gera þarf skil sem allra
fyrst.
í beinu sambandi við samræm-
ingu kaupgjaldsins, verður að taka
til íhugunar hinar ýmsu greinar verzl-
ni.
unarstarfsins. Þótt verkaskipting
sé ekki margþætt innan siglf. verzl-
unarlífs, hvað launþegum viðkem-
ur, virðist mér að hjá því verði
ekki komist hér frekar en annars
staðar, að flokka vinnuna nokkuð,
ogákveða hærra kaup fyrir ábyrgð-
armeiri störf; í samræmi við það,
sem á sér stað í sambærilegum
kaupstöðum, þar sem verzlunar-
mannafélög eru starfandi og samn-
ingsaðilar gagnvart vinnuveitend-
um.
Auk þess, sem drepið hefir verið
á sérstaklega í sambandi við hags-
munamál stéttarinnar, verður það
að sjálfsögðu ævarandi verkefni
félags okkar að vaka yfir velferð
meðlima sinna, hvað atvinnu þeirra
snertir, og með stillingu og festu
halda fram réttarkröfum þeirra í
samræmi við breytta tíma, eftir því
sem aðstaða öll leyfír.
Með tilliti til þessa, þarf að koma
því sem fyrst til leiðar, að félagið
verði samningsaðili um kaup og
kjör meðlima sinna og komi fram
fyrir þeirra hönd gagnvartatvinnu-
rekendunum
Sjálfsagt er fyrir verzlunarfólk
ekki síður en aðra, að gera sér
grein fyrir og viðurkenna í verki,
að ekki tjáir að einskorða sig við
það að gera kröfur til annarra.
Það fer ekki vel, ef langt er haldið
á þeirri braut. Þess vegna er það,
að jafnframt því sem gerðar eru
tilraunir til kjarabóta, þarf að vaxa
almennur áhugi fyrir starfshæfni
og dugnaði. Eg hygg að til við-
bótar verzlunarþekkingu þeirri, er
einstakir félagsmenn búa yfir, hefðu
allir gagn af að leiða hesta sína
saman og rökræða á félagsfundum
einstökatriði viðkomandi starfi sínu,
og þannig miðla hver öðrum af
reynslu sinni. Slíkt tiðkast m. a.
í Svíþjóð innan fræðsluhringa verzl-
unarmanna, og er talið að hafa
ómetanlega þýðingu. Mér finnst að
gera þyrfti tilraun með starfsemi
í þessa átt, og þannig frá félagsins
hálfustuðlaaðtvennu í senn: aukn-
um félagsþroska og oft nauðsynlegri
en aldrei óþarfri vakningu í starfi.
Fræðslustarf er ávalt nauðsynlegt,
og væri óskandi, að hér á landi,
eins og í nágrannalöndunum, sér-
staklega Svíþjóð, verði hin ýmsu
félög fólksins til þess að ryðja
braut slíkri starfsemi, hvert fyrir
sig og sameiginlega, og verði þann-
ig öll meira og minna — hvað
sem tilgangi þeirra að öðru leyti
líður — menningar- og fræðslufé-
lög. Með því móti áynnist vafa-
laust ákaflega mikið til aukins
þroska og víðsýnis, og sannleikan-
um yrði í einu og öðru gert hærra
undir höfði en nú er með þjóð
okkar. Þess er óskandi, að Félag
skrifstofu- og verzlunarfólks hér
eigi eftir að sinna þessum málum
af alúð og skilningi. Það er oft
sagt, enda er það sígildur sann-
leikur, að maðurinn lifi ekki af
brauði einu saman. Þess vegna er
það, að fólk — bæði sem einstak-
lingar og félagsverur — gerir sér
far um ráða bót á þeirri vöntun í
sálarlífi einstaklinganna, sem veld-
ur ýmist hálfgerðum skepnuskap
eða beinum lífsleiða. Eg er sann-
færður um það, að eitt helzta ráð-
ið til að ráða bóta á slíku er að
nota frístundir sínar að jafnaði til
nytsamlegra starfa, andlegra og lík-
amlegra, og eg held að varla sé
hægt að gera þær ávaxtaríkari né
heillavænlegri með öðru en þrot-
lausri, margþættri þroskaviðleitni.
Og þótt hver einn geti komizt
langt í þessu efni, verður árang-
urinn sjálfsagt stórkostlegri, þegar
margar sálir samstillast í yfirlætis-
lausri, einlægri leit eftir fegurð og
góðleik.
Það er augljósara en um þurfi
að ræða, hversu störf verzlunar-
fólks eru einhæf og þreytandi til
lengdar. Slíku inni-setu- og -stöðu-
Á V A R P.
Gódfús lesandi!
Þetta blað, sem nú hefur göngu sína, er 1. tölublað
»Mt,tiKUR'S, málgagn verzlunarmanna hér a sigiufiröi.
Félag verzlunar- og skrifstofufólks œtlar þó ekki með
þessu að hefja reglubundna blaðaútgáfu málefnum sínum til
styrktar, en hyggur, að með útgáfu þessa blaðs gefist meölim-
unum kostur á að rœða áhugamál sín á sem breiðustum grund-
velli, og jafnframt kynna starfsemi félagsins þeim verzlunar-
mönnum, sem ennþá hafa ekki sótt um upptöku í félagið, eða
meðlimum, sem af óskiljanlegum orsökum hefir reynst um megn
að sœkja hina fáu opinberu fundi þess.
Að þessu sinni mun blaðið flytja lesendum sínum m. a.
ágrip af sögu félagsins og framtíðaráformum, einnig viðtal við
elzta starfandi verzlunarmann kaupstaðarins, svo og greinarum
verzlunarstarfsemina hér og þróun hennar.
Þó þessu fyrsta blaði kunni að vera áfátt að einhverju
leyti, vonum vér að útgáfa þess marki tlmamót í sögu félags-
ins, jafnframt vœntum vér þess, að það gefi lesendunum nokkra
hugmynd um starfsemi félagsbundinna verzlunarmanna hér í
bœ, og þýðingu hennar fyrir batnandi afkomu stéttarinnar.
Blaðnefndin.
fólki er því öðrum fremur þörf á
líkamlegri áreynslu og alhliða
þjálfun sér til hressingar og
heilsubótar. Siglfirzkt verzlunar-
fólk hefir, eins og aðrir bæjarbúar,
frekar örðuga aðstöðu fil slíkra
líkamsiðkana. Að vísu var mjög
bætt úr skák, þegar sundlaugin
nýja komst í notkun, en það er
ekki nóg. Það er nauðsynlegt, að
verzlunarfólk og aðrir, sem hlið-
stæðum störfum gegna, hafi að-
gang að fimleikahúsi með tilheyr-
andi baðtækjum, og geti þannig
stundað reglubundna líkamsrækt í
eigin flokkum, sem þjálfaðir væru
með sérstöku tilliti til sérstöðu
þess og þarfa, því vitanlega kæmi
ekki til mála að miða íþróttaíðk-
anir slíks fólks við opinbera sýn-
ingu einu sinni á ári, eða keppi
um verðlaunapening. Þeir einstakl-
ingar stéttarinnar, sem áhuga hafa
fyrir slíku, myndu leita til annara
félaga með þjálfun.
Ein aðgengilegasta íþrótt fyrir
verzlunarfólk er »tennis« eða aðrir
hliðstæðir knattleikir. Ber margt
til þess, en ekki er ástæða til að
rökræða það hér. Skilyrði til slíkra
leikja verður ekki sagt að séu
ryi,. 1.^..j; ; —gnoblilíiiiu, llVOrkí
úti né inni, og er það hið mesta
mein.
Til þess að skapa aðstöðu til
íþróttaíðkana fyrir verzlunarfólk,
er nauðsynlegt að vinda bráðan
bug að því, að láta félagið taka
virkan þátt í viðleitni umaðkoma
upp viðuna'ndi fimleikahúsi og
íþróttavelli, sem hæfur sé til al-
hliða útiíþróttaiðkana. Siglufjarðar-
bær er ekki svo stór, að einstök
félög megi tvístra kröftum
sínum í þessu máli, heldur ættu
þau að sameinast í einu allsherjar-
átaki um að hrinda því í fram-
kvæmd sem allra fyrst. Það blæs
að vísu ekki byrlega sem stendur,
hvað fjárhagshliðina áhrærir, en
það er þó hægt að undirbúa máiiö
á ýmsa lund og magna til sóknar.
Það er rétt, að þegar hefir verið gert
nokkuð til framdráttar íþrótta-
vallarmálinu, en betur má, ef duga
skal, og íþróttahússmálið virðist
að mestu liggja í þagnargildi. Svo
má ekki verða til lengdar.
Eg hefi nú lauslega drepið á
nokkur atriði í sambandi við
hugsanleg framtíðarverkefni Félags
verzlunar- og skrifstofufólks í
Siglufirði. Ýmislegt fleira hefði
mátt segja í þessu sambandi, en
hér verður staðar numið, enda
mætti það teljast viðunandi, ef
hægt væri að gera þeim fáu við-
fangsefnum, sem á er minnst,
nokkur skil í náinni framtið. Eitt
helzta skilyrðið fyrir því, að svo
megi verða, er að allt vevzlunar-
fólk í bænum fylki sér undir merki
félagsins, — ekki sem sofandi eða
hálfsofandi hengilmænur, heldur
sem áhugasamt og hugsandi fólk,
með fullum mannsbrag. Þaðereins
með verzlunar-mannafélagið og
önnur félög; það þarfnast ekki
»dauðra« meðlima, aðeins til þess
hæfa að lengja nafnalistan. í fé-