Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 2

Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 2
2 •fOSlUMl Litið við hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu: GÓÐIR MÖGULEIKAR ÞRÁTT FYRIR TVÖ TÖP í HANDBOLTANUM — bæði meistaraflokkur karla og kvenna ólfur formaður og Páll Sturluson ritari félagsins skýrðu frá starfinu. Annarardeildar lið Afturelding- ar í handbolta karla byrjaði vel í haust en heldur hefur sigið á ógæfuhliðina í tveim síðustu leikj- um, sem hafa tapast en þeir voru gegn Armanni og Breiðabliki. Fyr- ir aðeins rúmri viku var Aftureld- ing í fyrsta sæti í annari deildinni en eftir töpin tvö eru strákarnir komnir í íirhmta sæti. Annars er allt opið í annarri deildinni og Afturelding á enn möguleika þar sem aðeins er lokið sex leikjum affjórtán, sem hvert lið leikur. A morgun laugardag leikur Aft- urelding við IR í annarri deild karla og hefst leikurinn klukkan tvö og er í Laugardalshöllinni. A sunnudaginn verður síðan leikur í íþróttahúsinu að Varmá. Eru það mfl. kvenna Afturelding gegn Fylki í annarri deild. Hefst leikurinn kl. 17.15. Þeir Ingólfur og Pétur sögðu að auk handboltans væru það frjálsar íþróttir og blak, sem væru efst á baugi um þessar mundir. A sumr- in væri það hinsvegar knattspyrn- an auk frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur verið mikill áhugi meðal stúlkna í frjálsum íþróttum og á Afturelding nú hóp tíu til tólf góðra frjálsíþrótta- kvenna og þá sérstaklega í stökk- um. Blakíþróttin er á byrjunarskeiði hér í Mosfellssveitinni. Æfingar hófust í fvrra. Sérstök deild hefur ekki enn verið stofnuð og ekki sendir keppendur í mót. Mikill áhugi er þó fyrir blakinu og ekki ástæða til annars en að vera bjart- sýnn um framtíðina. I knattspyrnunni er mikið fjör og margir sem æfa. Afturelding hefur sent lið í mót í fimmta, fjórða og þriðja aldursflokki auk meist- araflokks Annar flokkur hefur æft með meistaraflokki undanfarin ár en ekki hefur verið hægt að senda lið í keppni í þeim flokki sökum fámennis. Meistaraflokkurinn er í þriðju deild. Frá því árið 1976 hefur lið Aftureldingar annað hvort verið í úrslitum í þriðju deildinni eða þá í öðru sæti í sínum riðli. Arangur yngri flokkanna hefur auðvitað verið misjafn en mikil áherzla er lögð á þjálfun þeirra því á þeim byggist framtíðin. Að sogn þeirra Ingólfs Arnason- ar og Páls Stúrlusonar er aðstaða til iðkunar inniíþrótta mjög góð í húsinu að Varmá. Síðastliðið sum- ar festi Mosfellshreppur kaup á lándi á Tungubökkum og lagaðist þá aðstaða til útiíþrótta mjög. Má segja að þar sé vallaraðstaða frá náttúrunnar hendi. Leiðin að íþróttasvæðinu liggur enn um þjoðvegihn. \ eldur það nokkurri slysahættu. Loforð liggur fyrir frá Mosfellshreppi um að brúa árnar og laga leið þannig að reiðhjóla- og gangbraut \erði frá \'armársvæði að Tungubökkum. A hún að verða tilbúin næsta Búnaðarbanki tslands gaf nýlega glæsilega og fullkomna rafeindaklukku til notkunar við tímatöku í íþróttahúsinu að Varmá. Er myndin frá því er Svavar Jóhannsson afhenti klukkuna fyrir hönd bankans. Auk þess eru á myndinni Ingólfur Ámason formaður Umf. Aftureldingar og Jón M. Guðmundsson oddviti Mosfellshrepps. í eldlínunni um helgina „Handboltinn er efstur á baugi formaður ungmennafélagsins, hjá okkur í Aftureldingu um þessar þegar M-pósturinn leit við í Brúar- mundir,” sagði Ingólfur Arnason landskjallaranum í vikunni. Ing- ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR Upphaf að miklu ritverki sem Lúðvík Kristjánsson rithöfundur hefur unnið að i nær fjóra áratugi. Fyrsta bindi skiptist í fjóra eftirtalda meginkafla: Fjörunytjar og strandjurtir, Matreki, Rekaviður og Selur. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 — Reykjavík Bókin er einstæð í sinni röð. Slíkt rit um sjávarhætti mun hvergi annars staðar til. , ISLENSK BOKAMENNING ERVERÐMÆTI sumar.

x

Mosfellspósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.