Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 7

Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 7
7 Jólahjörtu með glassúr eða jólaglansmyndum Hunangshjörtu tilheyra jólunum, hvort sem hjörtun eru höíð með möndlu eða þau skreytt meðglassúr. Einnig getur verið garnan að „líma” glansmynd af jólakarli ofan á hjört- un. 150 g hunang 150 g dökkt sýróp 125 g smjörlíki 2egg rifínn börkur af einni sítrónu 500 g hveiti 1 tsk. negull 1 tsk. hjartarsalt Draumar með heslihnetum Smákökur eru yfirleitt eggjalaus- ar eða í það minnsta eggjafátækar. Hér er ein uppskrift, með engum eggjum. Kökurnar heita Draumar. 350 g hveiti 350 g smjörlíki 90 g flórsykur ca 75 g heslihnetukjamar Hveiti, smjörlíki og sigtaður flór- sykurinn er hnoðaðsaman. Búnar til litlar kúlur á stærð við valhnetu. Hálf heslihneta er látin ofan á hverja köku, þrýst aðeins ofan á hana og kökurnar bakaðar ljósbrúnar í ca 170°C heitum ofni í um það bil 10 mín. Draumakökurnar má baka þó engin egg séu fyrir hendi. Góð ráð við bakstur . . . gætið þess að allt sem á að fara í deigið sé af svipuðu hitastigi. Gleymið ekki að taka úr kæliskápn- um það sem þar er geymt með góð- um fyrirvara . . . . . .það ilýtir fyrir bakstrinum að búa smákökudeigin til nokkrum dögum áður en á að baka úr þeint. Smákökudeig geymist í marga daga í kæliskáp án þess að hljóta skaða af . . . ef gleymst hefur að taka smjör- líkið eða smörið úr kæliskápnum er hægt að bjarga sér fyrir horn með því að rífa það á grófu grænmetisjárni beint út í hveitið . . . . . . hveitið á helzt að vera „volgt”, þá er mun auðveldara að vinna úr því. . . . . . lokið ekki kökubaukunum fyrr en kökurnar eru orðnar gegnum- kaldar . . . . . . munið eftir að kveikja á ofninum með góðum fyrirvara til þess að hann sé orðinn hæfilega heitur áður en baksturinn hefst. . . Hunangshjörtu með möndlum eða glassúr tilheyra hreint og beint jólunum og þau eru mörg heimilin þar sem bakstur þeirra og skreyting er fastur siður jafnt yngri sem eldri. Bræðið hunang, sýróp og smjör og látið kólna. Þeytið eggin saraan og bætið þeim út í smátt og smátt með sítrónuberkinum. Látið negul og hjartarsalt saman við hveitið óg hnoðið það upp í deigið. Látið deigið bíða á köldum stað í nokkrar klukku- stundir. Fletjið deigið út og stingið út hjörtu, sem bökuð eru-á smurðri plötu í um það bil 10 min. í ca 200°C heitum ofni. Glassnr til skreytínga 2 dl flórsykur 1/2 eggjahvíta 1/2 tsk. sítrónusafí Sigtið sykurinn og hrærið saman við eggjahvítuna og sítrónusafann. Hrærið þar til þetta er orðið þykkt og glansandi. Látið glassúrinn í lítið kramarhús (úr stífum pappa) með mjög litlu gati og sprautið á kökurn- ar. Efvill má að sjálfsögðu lita þenn- an glassúr með matarlit. Einnig má nota hann sem „lím” til þess að festa glansmyndir á kökurnar. ÉfM okkaíTverð gkr. 2.310,- nýkr. 23.10 feKKÁRrVERD gkr. 4.440.- nýkr. 44.40 8AUÐKAIÍ íraudkai; I - V . LEYFT VERD: OKKAR VERÐ gkr. 4.140,- gkr. 3.750,- nýkr. 41.40 nýkr. 37.50 LEYFT VERÐ: OKKAR VERÐ gkr. 3.270,- gkr. 3.090.- nýkr. 32.70 nýkr. 30.90 LEYFT VERD; gkr. 2.550.- nýkr. 25.50 OKKAR VERÐ: gkr. 2.310.- nýkr. 23.10 Opið: kl. 2 til 6mánud — fimmtud kl. 2 til 8 föstudaga laugardaga eins og leyfilegt er i desembermánuði. NÝTTÍ SPARIMARKAÐINUM SPARIMARKAÐURINN Austurveri v/Háaleitisbraut. Neðra bilastæði (sunnan hússins)

x

Mosfellspósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.