Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 5

Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 5
5 •ÍOSTIIRII Oddviti sveitarfélagsins tekinn tali: Fleiri sækja atvinna í Mosfellssveit eu héðan fara til atvinna — þörfín fyrlr aukna byggð er stöðugt fyrir hendi — Ný vatnsbólsvirkjun í Guddulaugum leysir brýnan vanda í neyzluvatnsmálum „Sldpulagsmálin Qg spurningin um aukna byggð ásamt því að reyna að finna hverjar þarfir íbú- anna eru og hvað brýnast er að aðhafast er ávallt það, sem efst er á baugi hjá hreppsnefndinni,” sagði Jón M. Guðmundsson (S) oddviti Mosfellshrepps er M-pósturinn tók hann tali á vinnustað hans á Suður-Reykjum. „Við finnum að hér er þörf fyrir aukna byggð, það er eftirspurn eft- ir lóðum hér á sama tíma sent ég held að samskonar þörf eða eftir- spurn sé minnkandi á Reykjavík- ursvæðinu.” Jón lagði áherzlu á að hrepps- nefndin í Mosfellssveit fjallaði um opnara og frjálsara byggðarlag en gerzt gæti í borg. „Við finnum að fólk sækir hingað til að njóta þess- ara kosta. Hér er stutt milli fjalls og fjöru. Hér gefast tækifæri til fjöl- breyttra og skemmtilegra göngu- túra. Aðrir vilja halda hross og fara í útreiðartúra. Til slíks er hér góð aðstaða. Yfirleitt finnur fólk og sækist eftir að skapa hér frjálsari heimilisaðstæður en hægt er að bú- ast við að njóta í borg.” „Eitt aðalmál hreppsnefndar- innar er að festa og móta aðal- skipulag byggðarinnar í framhaldi og á grundvelli samkeppninnar sem efnt var til 1978 um aðalskipu- lag og landnýtingu.” Sagði Jón að unnið væri að þessu mikilvæga máli eftir efnum og ástæðum. Vaudi varðandi neyzluvatn brýut úrlausnarefni Jón oddviti Guðmundsson kvað Mosfellssveitina vera einna verst setta allra byggðarlaga landsins með neyzluvatn. Þetta væri brýnt úrlausnarefni og drjúgur tími og drjúgt fjármagn farið í að leysa. Núverandi vatnsveita byggist á virkjun linda er Laxnesdý heita, en ódýrasta lausn neyzluvatnsmál- anna hefur bundizt Mosfellsdal. Ur Laxnesdýjum fær sveitarfélagið urn 25 sekúndulítra. Að undanlörnu hefur verð unnið að virkjun Guddulauga í landi Minna-Mosfells. Er þessi nýja virkjun rétt að koma í gagnið með 14 sekúndulítra til viðbótar við áð- ur fengið vatnsmagn úr Laxnes- dýjum. Jón kvað sveitarfélagið eiga ágætis vatnsöflunarmöguleika í Seljadal, sem er innaf Miðdal í suðursveitinni. Þar er mikið vatns- magn óvirkjað, en vegalengdin því miður um 10 kílómetrar. Auk þessa hefur hreppurinn keypt vatnsréttindi í Dallandi á Miðdalssvæðinu, en þangað er um 6 km leið frá þéttbýlissvæðunum. Jón oddviti kvað vatnsöflunar- málin svo mikilvæg í Mosfellssveit vegna vatnsfreks iðnaðar sem þar heldur uppi öflugu atvinnulífi. Ull- arþvottastöð Alafossverksmiðj- anna og plastiðnaðurinn að Reykjalundi þurfa mikið vatn, og síðast og þó ekki sízt hið nýreista fuglasláturhús, Isfugl. Alviiiudinúliu Jón kvað Mosfellinga mjög vel setta hvað almenna atvinnu snerti. ,\ðeins í tveimur stærstu at- vinnufyrirtækjunum, Alafossi og á Reykjalundi væru um 500 stöðu- gildi. Alafoss er alltafað stækka og taldi Jón að þar hefðu um 50 stöðu- gildi bætzt við á líðandi ári. „Þetta þýðir,” sagði Jón, „að þó fjöldi Mosfellinga starfi hjá þess- um tveimur stóru fyrirtækjum í Mosfellssveit og öðrum firmum sem þar eru þá heldur fjöldi Mos- fellinga dags daglega til sérhæfðra starfa sinna í höfuðborginni. En þó ótrúlegt sé, er það staðreynd, að enn íleira fólk af Reykjavíkursvæð- inu sækir vinnu sína hingað upp í Mosfellssveit. Mosfellssveit hefur sérstöðu hvað þetta varðar af ná- grannasveitarfélögum Reykjavík- ur.” Auðvitað er um mörg önnur mál að ræða við hreppsnefndarmenn en fjallað hefur verð um hér í við- ræðum við oddvitann. En M-póst- urinn verður að geyma sér það til næstu blaða. sumar, vetur, vor og haust ________t Sigrún Davíðsdóttir yiATVJR U,R veTUR.voR suMog HA'JST betta er önnur matreiðslubókin sem Almenna bókafé- lagið gefur út eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Hin fyrri, heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri, kom út 1978 og er nú fáanleg í þriðju útgafu. Flestum finnst ánægjulegt að borða góðan mat, en færri hafa ánægju af því að búa hann til. En hugleiðið þetta aðeins. Matreiðsla er skapandi. Það er því ekki aðeins gaman að elda sparimáltíð úr rándýrum hráefnum, heldur einnig að nota ódýr og hversdags- leg hráefni á nýjan og óvæntan hátt. Þessi bók er ekki aðeins skrifuð handa þeim, sem þegar matreiða sér og sínum til ánægju. Hún er ekki síður til að blása áhuga og ánægju í brjóst þeirta, sem finnst gott að borða góðan mat, en hafa enn eÝki hrifizt af matargerðinni sjálfri. Auk þess sem þið getið lesið 1 bókina til að fara eftir uppskriftum, á hún ekki \ síður að-minna ykkur á að fara eigin leiðir. Aimenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. Jón M. Guðmundsson oddviti á að baki nær tveggja áratuga for- ystustarf í málefnum Mosfellssveitar. Hann er einn af þeim sem sleit hér barnsskónum og gerþekkir þróun og uppbyggingu sveitar- félagsins. Hann var í vinnufötum í Fuglakynbótabúinu þegar við tókum hann tali. - MP-mynd S. Höfum ýmislegt tiljólagjafa Leikfóng, hljómpl'ótur, kerti, jólaskraut,fóndurvörur, pappír, kort og allar nýjar bækur. Þverholti - 270 Mosfellssveit - Sími 66620 Alltaf sól hjá okkur... Höfum sett upp hina vinsælu sólarlampa Leitið nánari upplýsinga og pantið tíma hjá sundiaugarvörðum í síma 22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Mosfellspósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.