Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Qupperneq 1

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Qupperneq 1
HÁR SNYRTISTOFAN ÞVERHOLTI SÍMI 66090 22. tbl. - Föstudagur 11. desembar 1981 - 2. árg. Lausasöluverð kr. 8. Laugardaga 10-6 Aðra daga opið 10-6 Athugið: Pað er opið í hádeginu. V. I Kátt í Þverholti á morgun Öll fyrirtækin í verzlunarmiöstöðinni í Þverholti kynna starfsemi sína með jólasveinum, lúðrablæstri, hlutaveltu, vörukynningu og veitingum „Allir í húsinu taka sig saman um að gera þessa jólagleði sem allra skemmtilegasta. Það koma hér jólasveinar, minnstu börnin fá poka með einhverju góðgæti. Við ætlum að hafa hlutaveltu þar sem verða sjötíu vinningar. Ekki má gleyma því að lúðrasveitin leikur skemmtileg jólalög og það verða kaffiveitingar og einhver önnur hressing á boðstólum” sagði Helga apótekari erMP hitti nokkra verzlunareigendur í Þverholtinu að máli einn morg- uninn í vikunni. Það stendur mikið til. Allir eru á einu máli um að gera nú verzl- unarmiðstöðina jólalega og koma öllum sveitungunum og öðrum sem leið eiga um hlaðið hjá okkur í jólastuð. Fyrir utan það sem að ofan greinir verða vörukynningar í öll- um verzlunum og á hárgreiðslu- stofunni, sem allar eru opnar til klukkan sex annað kvöld. Hefj- ast hátíðahöldin klukkan tvö eftir hádegi, en að sjálfsögðu verða allar verzlanirnar opnar frá því klukkan níu um morguninn eins og lög gera ráð fyrir. „Þetta er í fyrsta skipti sem allir í húsinu hér taka þátt í ein- hverju svona sameiginlegu" sagði Helga apótekari. „Kannski verður þetta upphafið að því að við getum árlega verið með svona jólagleði annan laugar- daginn í desember", sagði Helga. Hún benti m.a. á að þetta væri ekki sízt gert til þess að koma í veg fyrir að Mosfellingar væru að „bera vatn yfir lækinn“, það er, að fara til Reykjavíkur í óþörfum erindum til þess aðkaupa þær vörur sem einnig er hægt að fá hér heima fyrir. Sumt er meira að segja bæði ódýrara og betra hér efra heldur en í sjálfum höfuð- staðnum. Höldum jólaverzluninni innan- sveitar eftir því sem nokkur kost- ur er. Spörum benzínið og not- um tækifærið og skemmtum okkur í leiðinni hér heima við. Allir í Þverholt á morgun. -sjá bls. 3. Við eigum það sem ykkur vanhagar um í jólamatinn. Munið eftir kertamarkaðin- um hjá okkur. Gerið verð- samanburð. Aukið vöruúrval. Lægra vöruverð. Ykkar markaður er: HjlÞfflMt i Kljásteini — Simi 66656 Komnir úr f jöllunum Jólasveinarnir eru nú komnir úr fjöllunum. Þessir sáust við Skyggni. Þeir eða félagar þeirra verða á hátíðinni í Þverholti á morgun. Kannski líka á vöku Stefnis og Leikfélagsins í Hlégarði á sunnudagskvöld. MP-mynd S. Slökkvitæki í hvert hús - sjá bls. 4 Á flugvél í vinnuna — s já bls. 5 Erfiðleikar Aftur- eldingar — sjábls.6og 10 Jólasæl- gæti búið til — sjá bls. 8 og 9 Jólaglögg í jólamánuði — s já bls. 9

x

Mosfellspósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.