Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Síða 6

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Síða 6
6 Útgefandi: Útgáfufélagið Búbót. Ritstjóri: Anna Bjarnason. Hönnun: Atli Steinarsson. Auglýsingar og ritstjórn: Merkjateigi 2, Mosfellssveit, sími 66142. Setning og umbrot: Leturval sf., Ármúla 36, sími 33840. Prentun: Prentval, Súðarvogi 7, sími 33885. „Hvað get ég gert fyrir sveitarfélagið?” í Mosfellssveit búa nú liðlega þrjú þúsund manns. Það þýðir að sjötugasti og fimmti hver íslendingur eigi þar lögheimili. Gífurleg umskipti hafa orðið í byggðarlaginu vegna hins ört vaxandi þétt- býlis og breytingar úr landbúnaðarhéraði í þéttbýlissvæði með öllum þeim séróskum og sérkröfum sem slíku fylgja. Þessi umbylting hefur ekki átt sér stað án átaka eða ágreinings. Á ýmsum tímum hefurfólksfjölgunin í Mosfellshreppi verið hraðari en sveitarfélagið réði í raun og veru við. Of hröð fjölgun íbúa kemur við alla íbúa sveitarfélagsins á þann hátt að þjónusta og skyldur sveitarfélagsins verða ekki uppfylltar sem skyldi. Skóla- byggingar, leikvellir, gatnagerð, samgöngumál, símstöðvarmál og ýmislegt fleira helst ekki íhendurviðfólksfjölgunina. Ríkisvaldi er þar eins oft um að kenna og stjórn sveitarfélagsins. Vel flestir una sér vel hér og má með ólíkindum teljast hve fjölskrúðugt og sjálfstætt félagslíf þrífst meðal Mosfellinga. Hér starfar rótgróið og samhent kvenfélag, sem rekur fjölbreytta starf- semi. Hérstarfa Rotary, Kiwanis og Lions klúbbar. Hérerdugmik- ill karlakór, sem hefur samhent lið eiginkvenna sér við hlið. Hér starfar hestamannafélag og hestaeign íbúa mun hér tiltölulega meiri en dæmi má finna til annars staðar. Hér starfar leikfélag og lúðrasveit af miklum krafti auk ótal margra annarra félaga. Ofan- greind Uþptalning er nefnd sem dæmi um gott félagslíf en er ekki nákvæm upptalning. Alls staðar í þeim félgsdeildum, þar sem fólkið er sjálft virkir þátttakendur, erstarfið öflugt og í réttumfarvegi. Harterþvíaðvita til þess, að æskan og ungmennin skuli vera eini „hópurinn” sem nú biður um hjálp og telur illa horfa sínum hag. Þetta á t.d. við um Ungmennafélagð Aftureldingu, gamlan augastein og uppáhald Mosfellinga á ýmsan hátt. Félagið á að vísu ýmsa keppnisflokka sem ná ágætum árangri og eru víða sómi sveitarfélagsins. Þarna kreppir því skórinn ekki að, þar sem virkir þátttakendur eiga í hlut frekar en annars staðar. En Afturelding, sem félag, hefur átt við erfiðleika að stíða og nú nálgast staðan neyðarástand. Tilfinnanlega vantar leiðtoga og stjórnendurtil starfahjáfélaginu. Það vatnar þá sem viljafórnasér fyrir aðra og vinna undirbúnings og skipulagsstörf án þess að taka á annan hátt þátt í starfinu. í ótal félögum, og einnig í UMF Aftureldingu, fyrr og nú, hafa slíkir menn verið til. En núna skortir tilfinnanlega heila sveit leiðtoga og félagsmanna, sem vilja lyfta Aftureldingu uþp úr öldudal. Slíkt krefst fórnfúsra handa. Reynsla þeirra sem að slíkum störfum hafa unnið af einlægni er sú, að bestu launin fáist þegar raunhæfum árangri er náð. Veitir slíkt miklu fyllri lífsánægju en peningagreiðslur geta nokkru sinni veitt. Á sviði annars unglinga og æskulýðsstarfs í Mosfellshreppi telja ungmennin að ekki hafi verið staðið nógu vel á verði og í þeim efnum hafi ekki verið haldið í við ýms önnur byggðarlög. Er auðvit- að við ramman reip að draga þar sem er höfuðborgin, með alla sína hálaunuðu æskulýðsfulltrúa og félagsmiðstöðvar. En takist vel það átak, sem fyrir dyrum stendur í þessum efnum, kunna breytingar að vera skammt undan. Þá verða íþróttir og æskulýðsmál heldur ekki lengur lægsti liður útgjalda hreppsins. íbúar Mosfellssveitar geta án efa unað sæmilega við gang flestra málaflokka sveitarfélagsins. Auðvitað má um allt deila og ekki verður ávallt öllum gert til hæfis. íbúar og sveitarstjórn verða hins vegar alltaf að standa á verði til að sveitarfélagið okkar, sem nú þegar telur stjötugasta og fimmta hvern íslending, sé ávallt í sókn og sífellt sé hugað að og unnið að auknum framförum og sköpun betra sveitarfélags. Hér er vakin athygli á öflugu félagsstarfi í sveitarfélaginu en átakanlegum skorti leiðtoga í Ungmennafélaginu Aftureldingu. Látum það ekki spyrjast að það merki falli á nokkurn hátt. íbúar Mosfellssveitar, bæði innfæddir og aðfluttir eiga ekki ætíð að Sþyrja: Hvað get ég fengið frá sveitarfélaginu eða hvernig get ég notið góðs af því. Spurningin á einnig að vera: Hvað get ég gert fyrir sveitarfélagið?, svovísað sé í fleyg orð frægs manns. Magnús Ólafsson, verkfræðingur: Snjóruðrtings- áætlun Mosfellshrepps Aðalvegir ruddir og séð fyrir bílastæðum þegar götur teppast vegna snjóa Nú um þessar mundir er lítill snjór en hann getur komið fyrr en varir og teppt götur og vegi. Því er rétt að vera undir það búinn sem frekast er kostur. þar sem snjómokstur er dýr og útilokað er að halda öllum götum opnum verður í vetur lögð áhersla á að halda opnum götum að skól- um, leikskóla, heilsugæslustöð svo og aðkomuleiðum að helstu byggðakjörnum. Á meðfylgjandi uppdrætti eru merktir með rauðu þeir vegir sem áhersla er lögð á að halda opnum virka daga frá kl. 8- 19. Einnig er sýnt á uppdrættinum sérstök stæði fyrir bíla, sem bif- reiðaeigendur eru hvattir til þess að nota ef fyrirsjáanlegt er að göt- ur teppist. Skal sérstaklega tekið fram að óskað er eftir að bifreiðum sé lagt á þessi stæði frekar en meðfram rauðmerktu götunum vegna erfiðleika sem þær gætu valdið snjóruðningi þar. Stæði þessi eru við Áhaldahús ofan Helgalands og við Reykjaveg rétt vestan lækjar. Til frekari glöggvunar eru taldar hér upp á eftir þær götur, sem á- hersla er lögð á að halda opnum: A: Vesturlandsvegur (Vegagerð rikisins) B: Hlíðartúnshverfi 1 )Aðaltún að Hlíðartúnsgötu C Holtaog Tangahverfi 1) Þverholt 2) Stæði við Áhaldahús 3) Álfholt að Byggðaholti 4) Álftatangi að Brekkutanga 5) Langitangi að Skólabraut 6) Hlaðhamrar (leikskóli) 7) Skólabraut— Háholt. D: 1) ónefnd gata neðan Ása- hverfis að stæði ofan Helga- lands. E: Teigahverfi 1 )Jónsteigur að Stórateig F: Reykjahverfi 1) Reykjavegur 2) Reykjavegur að stæði vest- an lækjar. Aðrar götur en þær, sem að ofan eru taidar verða opnaðar eftir því sem aðstæður leyfa og tími vinnst til. Dreifbýlið í dreifbýli sveitarinnar verður leitast við að opna neðantalda vegi tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Eru bændur og aðrir sem hlut eiga að máli hvattir til að haga flutningum sínum í samræmi við það. Snjómokstur á þessum vegum er unnin í sam- vinnu við Vegagerð ríkisins. G: Mosfellsdalur 1) Þingvallavegur (Vestur- landsvegur— Gljúfrasteinn) OPIÐ FRÁ KL. 9-12 og 13-18 EINNIG OÐIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 13-18 Hvort GLIT HÖFÐABAKKA 9. SÍMI85411. REYKJAVÍK. heldurjarið er í bæinn eða komið heim er GLIT alltafí leiðinni með úrval aj handunnu keramiki og steinleir: Blómapottar, sœlkerakrúsir, kajji- og matarstell, plattar og öskubakkar A.St 7 Hfemii \ LEIRVOGUR GAGNFRÆDASKÓLl \ RMÁRBREKKA /£r«07^S V SUNNUFELl URÁSHAMAR ÍÞRÓTTAHÚ'. BARNASKÖLl SUNDLAUG LEIKSKÓLI SKRIOuFEi HELGAFELi .HELGA- 'GRUNDART. áhalDahj MOSFELLSHREPf Hl AOHAMRAR þvERHOL TRULLAGIL —^___ BRÚARHÓLL VINjAR BIRKITEIGUR^ *?SP J KAUPFÉLAG jRH ÁLAFOSS HAMRABORL jjA£j£| SKRIF- STOFUR RETKJAlJNOuR VERKSMIÐJA| HULDUHÓLAI SVEINSSTACIR HAMRAFELL ÁGAFELi ÁLATÚN. Terdi Ase BlÓMSTURVELLI R OJELUSTOD ARNARFELi ^^SÖLBAKKI kvenNabrekka \^HVARF EKRA 'RE TKJA- BORG S TEKKjARUIi EYRAR- HVAMMUR 1ELGEROI ÁRBC i HEIDARBI SKUGGABJORG .ÁGAFELLSHÚS .RLYKjABRAu. BORG SuDUR- RtfKlR uAHVOlL Rtykholl AKRAR MOSFELLSHREPPUR ÞÉTTBÝLISKJARNI 2) Reykjahlíðan/egur 3) Hrísbrúarvegur 4) Minna—Mosfellsvegur að Minna—Mosfelli 5) Norður—Reykjavegur að Varmalandi 6) Helgadalsvegur H: Suðursveitir 1) Úlfarsfellsvegur frá Reykja- vegi að Vesturlandsvegi Aðrir vegir en þeir sem að ofan greinir verða því aðeins opnaðir að aðstæður leyfi og brýna nauð- syn beri til. Sérstaklega skal tekið fram, að vegir og götur verða því aðeins ruddar, að fyrirsjáanlegt sé að snjómoksturinn komi að gagni, þ.e. að vegurinn teppist ekki jafn- skjótt og mokað er. Að endingu eru íbúar hreppsins hvattir til að sýna þolinmæði og tillitssemi þegar ófærð gerir, því yfirferðin er mikil og álag á þeim mönnum sem að snjóruðningi vinna mjög mikið. Magnús Ólafsson, verfræðingur Mosfellshrepps. Mosfellingar Byrjið jólagjafainnkaupin í Lofn. Við erum íjólaskapi með fulla búð af nýjum jólavörum. Meðal annars nýjar gjafavörur, sem fást hvergi annars staðar, skartgripi, jólaskraut, kerti í úrvali, jólaskreytingar og leiðisgreinar. LÍTIÐINN! LOFN Blóm og gjafavörur Þverholti, Mosfellssveit - Sími 66745 til jólagjafa Herra velúrpeysurnar vinsælu eru komnar aftur. Margir góðir litir. Full búð af fallegum jólavörum. VERZLUNIN FELL Þverholti — Sími 66077 Chicco-íeikföngin vinsælu komin aftur. Munið glæsilega úrvalið okkar af snyrtivörum. MOSFELLS APÓTEK ÞVERHOLTI - 270 MOSFBLLSSVEIT -FÓSTHÓLF 255 SÍMI 66640 Niöursoönir ávextir Niöursoðnir ávextir ANANAS: ISI-bitar 1/1 ds.......... kr. 49.80 ISI-bitar1/2ds............ kr. 33.75 ISI-sneiöar 1/2ds......... kr. 42.00 Heaven Temple-sneið. 1/1 ds kr. 36.45 Heaven Temple-sneið. 1/2 ds kr. 27.30 Diadem-sneiðar 3/4 ds...... kr. 44.55 Red & White-sneiðar....... kr. 55.35 Red & White-mauk.......... kr. 55.35 Dole-bitar 3/4 ds......... kr. 40.50 Dole-sneiðar.............. kr. 46.35 $3 m PERUR: Del Monte 1/1 ds........ kr. 58.95 Coop 1/1 ds............. kr. 55.35 Coop1/2ds............... kr. 34.05 Ligo1/1ds............... kr. 67.05 Wheatsheaf 1/2 ds....... kr. 29.85 Tom Piper 1/2ds ........ kr. 34.50 Ky 1/1 ds............... kr. 59.85 Ky 1/2 ds............... kr. 40.80 Monarch1/1ds............ kr. 80.55 Monarch1/2ds............ kr. 51.30 Red&White1/1 ds......... kr. 76.65 Red & White 1/2 ds...... kr. 37.20 Barttett 1/4 ds......... kr. 14.10 Heart’s delight 1/1 ds... kr. 58.80 Flyging Wheel 1/1 ds.... kr. 53.10 BLANDAÐIR ÁVEXTIR: Monarch1/1ds........... kr. 80.55 Monarch1/2ds........... kr. 52.80 Red & White 1/1 ds..... kr. 77.40 Red & White 1/2ds...... kr. 32.85 Shopwell 1/4ds......... kr. 18.15 Tom Piper1/2ds ........ kr. 40.20 Tom Piper 1/1 ds ...... kr. 70.05 Red & White 1/2ds...... kr. 52.05 Cockothe walk 1/2 ds.... kr. 43.20 Ky 1/2 ds.............. kr. 47.40 Heart’s delight 1/2ds.. kr. 43.20 AnnPage1/1ds........... kr. 85.35 |3### JARÐARBER: Bulgar1/1ds........... kr. 55.95 Veluco 1/1 ds.......... kr. 80.85 Samodan1/2ds........... kr. 54.00 Royal Norfolk 1/2 ds .. kr. 40.65 Lockwoods 1 /2 ds...... kr. 46.35 Lockwoods 3/4 ds...... kr. 68.25 Lockwoods 1/4ds....... kr. 31.05 SÉRTILBOÐ Afsláttur af öllu gosdrykkum í heilum kössum. Eplakassi 18 kg.. kr. 13.90 kg Appelsinukassi 15 kg kr. 12.40 kg Sælgæti í stórkostlegu úrvali. OPIÐALLAN DAGINN Sparimarkaðurinr Austurveri S I \

x

Mosfellspósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.