Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Side 9

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Side 9
9 fÍÍsTllNN JÓLAGLÖGG í JÓLAÖNNUM - bæði með og án áfengis Sá skemmtilegi siður að bjóða upp á jóalglögg í jólamánuðinum er orðinn útbreiddur hér á landi. Gjaman eru hafðar piparkökur með, - þá e.t.v. búðarkökur, því fæstir eru sennilega búnir að baka smákökurnar í byrjun desember. Aðaluppistaðan í jólaglöggi er rauðvín, en ekki erendilega nauð- synlegt að það sé alltaf áfengt. Alveg má nota óáfengt rauðvín eða hreinlega góða saft. Aðalatr- iði er að stemningin náist, en auð- vitað sakar ekki að hýrga aðeins upp á sálartetrið endrum og sinn- um með áfengu glöggi. Til eru fjölmargar uppskriftir, en hver og einn getur auðvitað samið eigin glögg uppskriftir, eftir að hafa einu sinni fengið eins konar grunn uppskrift. 1 flaska rauðvín 1 -1,5 dl sykur 1 dl afhýddar möndlur, skornar í flísar 3-4 kanelstengur nokkrir negulnaglar. Öllu er blandað saman í pott og hitað vel upp, en athugið að þetta má alls ekki sjóða. Látið síðan standa í pottinum, undir loki í nokkra klukkutíma, eða lengur. Hitið upp áður en glöggið er borið fram. Hægt er að bera glöggið fram sigtað, þannig að rúsínurnar og hitt góðgætið er ekki haft með. Líka er hgæt að bera glöggið fram í bolluskál og hafa þá allt með. Ef notað er óáfengt rauðvín er glögg- ið búið til ásama hátt. í Reykjavík hafa fengist sér- stakirglögg kryddpokar, má nefna verslunina Jurtina við Lækjartorg. Annars er enginn vandi að búa til eigin kryddblöndu. ABÆTIR UR AFGANGI JÓLAGRAUTARINS m Hrísgrjónagrauturinn er ómiss- andi liður í jólamatnum. Langbezt er að búa til dálítið stóran skammt til þes að geta búið til deser úr afganginum. Hér er tillaga að hrís- grjónadeser með karamellusósu: ca 200 gr grautur 1 tsk vanilla 75grmöndlur 1/2 I rjómi Karamellusósa 150 gr sykur 1 dl vatn 3 dl rjómi Rétt áður en á að bera þennan rétt fram er rjóminn þeyttur og blandað saman við grautinn. Látið vanilluna og afhýddar, hakkaðar möndlurnar útí. Látið grautinn annaðhvort í eina stóra skál eða í deserskálar, sem er mjög smart. Hellið þá svolítilli karamellusósu í glasið fyrst og látið síðan grautar- deserinn. Látið svo þeytta rjóm- ann út í karamellusósuna og ofan á grautinn. Best er að búa karamelluna í sósuna til nokkrum dögum fyrir jól (eða það er í það minnsta hægt). Hún geymist ágætlega í luktu íláti í kæliskáp. Bræðið sykurinn á stó.rri pönnu. Hristið pönnuna fram og aftur, en hrærið ekki i sykrinum. Rétt áður en sykurinn ætlar að verða dökkur er pannan tekin af hellunni og vatninu hellt útí. En gætið að ykk- ur. Þetta freyðir mjög mikið. Nú á að hræra í þar til sósan verður samfelld. Látið hana kólna. Þeytt- um rjóma er svo blandað saman við karamelluna rétt áður en sós- an er borin fram. Þessi sósa er góð með ýmsum öðrum ábætis- réttum, t.d. með vanilluís. FRANKFURTARKAKA ER BÆÐIGÓÐ OG FALLEG Frankfurtarkaka er ekki bara góð á bragðið, hún er líka puntu- leg á kaffiborðinu. Hún er best svona einum til tveim dögum eftir að kreminu hefur veirð smurt á hana, en hana verður að geyma í luktu íláti, annaðhvort undir köku- hjálmi eða í rúmgóðri dós. - í rauninni er Frankfurtkakan ekki annað en f ín sandkaka sem skorin er í 2-3 lög og gott vanillukrem látið á milli laga og utan á kökuna. Fínt muldu núgga með möndlum er stráð utan á. Sandkökuna má baka hvort sem er í aflöngu venju- legu sandkökuformi eða í hring- formi. Kakan 250 gr smjörl. 250 gr sykur 4 egg 250 gr hveiti 1 pakki Royal vanillubúðingsduft Hrærið smjörlíkið (best að nota jurtasmjörlíki) vel með sykrinum og bætið eggjunum út í. Hrærið þar til deigið er alveg orðið hvítt, því lengur sem það er hrært á þessu stigi, því betri verður kakan. Að því búnu er hveitið og búðings- duftið látið út í. Smyrjið formið vel að innan, langhentugast er að nota Pam úr úðabrúsa. Bakast við ca 200°C í ca 35-45 mín. eða þar til kakan er orðin Ijósbrún að ofan. Látið kök- una kólna á rist. Skerið hana svo í tvö eða þrjú lög og smyrjið van- illukremi á milli laga og utan á kök- una. Kremið: Okkur hefur reynst langsam- lega best að nota kremið sem uppskrift er að aftan á Royal van- illubúðingspökkunum. Það er magn sem passar á eina köku úr hringformi og eina úr litlu aflöngu formi. Benda má á, að það er gott að hafa dálítið mikið krem á milli laga. Loks er núgga.num stráð utan á kökuna þannig að hún verði alveg hulin með núgganu. Vel má vera að einhver kannist við þessa köku undir einhverju öðru nafni. Við kunnum ekki skýr- ingu á þessu nafni, - en við höf- um þekkt hana í minnsta kosti þrjátíu ársem Frankfurtarköku! Við óskum ykkur góðs gengis við tilbúninginn! Dagmamma óska eftir dagmömmu fyrir fjögurra mánaöa dreng frá kl. 7:30- 16:30 mánudaga til föstudaga, eftiráramót. Erí Grundartanga. Upplýsingarísíma 66983. Fyrir jólin m.a.: Kerfi, aðventuljós, föndurvörur, jólaskraut, jólapappir, merklmiðar, jóta- kort, nýtt kort af Lágafellskirkju. Leikföng, hljómplötur, allar nýjustu bækurnar fyrir börn og fullorðna og margt fleira. Eitthvað fyrir alla. VERIÐ VELKOMIN. s.f. Þverholti - 270 Mosfellssveit - Sími 66620 Nú þurfa stórar og þrýstnar konur ekki lengur aö leita. Höfum á boðstólum gott úrval afkjólum, blússum, skokkum, kápum og drögtum í yfirstærðum. Allt smart föt á þær ,,vel vöxnu”. Lesendur MosfelSspóstsins fá 10% kynningarafslátttil jóla. ISULL Aðalstræti 8, Reykjavik, sími 21435

x

Mosfellspósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.