Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Síða 11

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Síða 11
11 7ft°sí .Hs fclíasltia Teppamað- urinn í Amar- tanganum Nýlega bar svo til að maður nokkur var að leggja teppi í húsi einu í Arnartanga. Húsráðendur voru báðir að heiman við vinnu sína og teppalagningarmaðurinn einn í húsinu. Pegar hann var bú- inn að líma teppið vandlega niður ætlaði hann að fá sér sígarettu. Hann fann hvergi sígaretturnar sínar, en á miðju stofugólfinu var ofurlítil bunga upp úr teppinu. Svona rétt á stærð við sígarettu- pakka. Par sem teppamaðurinn var einn heima og klukkan orðin margt nennti hann ekki að rífa allt teppið upp til að ná sígarettu- pakkanum. Hann trampaði því á bungunni í teppinu þar til hún var svo gott sem horfin. Svo fór hann heim. Um kvöldið hringdi húsráðandi í teþþamanninn. Þakkaði honum fyrir teppalögnina og sagði að hann hefði fundið sígarettupakk- ann hans í eldhúsinu. Svo spurði húsráðandi: „Ekki vænti ég að þú hafir séð hamsturinn okkar, því við getum hvergi fundið hann?“ Það fara engar sögur af því hverju teppamaðurinn svaraði. Til reiöu! Mosfellingur, sem þekktur er fyrir hnittin tilsvör og ákveðni var með konu sinni á hóteli á Spáni. Honum brá í brún er hann fékk reikninginn. Hótelstjórinn útsýrði fyrir hon- um að þetta væri vanalegt verð fyrir tveggja manna her- bergi með baði og litasjón- varpi. ,,Ég notaði aldrei litasjóna- varpið, sagði Mosfellingurinn. „Alveg sama“, sagði hótel- stjórinn. ,,Það stóð þarna til reiðu, ef þú hefðir kært þig um. „Fyrst svo er“ sagði Mos- fellingurinn, „ætla ég að kæra þig fyrir að hafa haldið við kon- una mína á meðan við höfum dvalið hér“. „Það hef ég alls ekki gert„ svaraði hótelstjórinn. „Ekki það nei. En hún vartil reiðu ef þú hefðir kært þig um“, svaraði Mosfellingurinn. Um tíu þúsund kr. ágóöi af jöfia- basarnum Sextíu og fimm konur skiluðu munum á jólabasar kvenfélagsins sem haldinn var- um mjðjan nóv- ember í Hlégarði. Stefanía Helga- dóttir skýrði frá starfi basarnefnd- arinnar á jólafundi félagsins sl. mánudagskvöld. Gat hún þess að félagskonur hefðu ekki verið nægilegadugleg- ar að skila munum á basarinn. Sagði Stefanja að það væri leiðin- legt að þurfa að hringja í konur og biðja þær um muni þegar þær kærðu sig ekki einu sinni um að í þærværi hringt. Slíkirfélagarættu að fá undanþágu frá störfum hjá formanni. Formaður, Margrét Ólafsdóttir og Gunnhildur Hrólfsdóttir tóku báðar í sama streng. Félagar í kvenfélaginu ættu því að taka sig á og mæta á fundum og vinna þau störf sem þeim eru falin í framtíð- inni. Hins vegar tókst jólabasarinn vel, nærri allir munirnir seldust upp á örskömmum tíma. Ágóði var um tíu þúsund kr. að frádregnum kostnaði. Það sem eftir var af munum var selt á jólafundinum. Stefanía hafði orð á því að kon- urnar sem vinna á leikskólanum hefðu verið einkar liðtækar í til- búningi á skemmtilegum jólamun- um og hefði það ekki sízt verið þeim að þakka hve vel basarinn tókst. Sýning á bótasaumi Næstu viku stendur yfir sýning í bókasafninu á verkum þeirra nemenda sem þátt tóku í bóta- saumi í Námsflokkunum. Bóka- safniðeropið kl. 16-20. Leiörétting í síðasta M-Pósti var getið um átak í að slitleggja götur. Réttilega var sagt, aú 63% gatna væri nú lagður slitlagi. Til samanburðar var sagt að 29% gatna hefðu verið lagðar slitlagi 1967. Þar átti að standa 1977. <LITLRBILR5TBDIN> eigm bílastöö Nokkrir af meðlimum skólahljómsveitarinnar skemmtu sér konuglega eftir að kökurnar á basarnum þeirra höfðu klárast eins og dögg fyrir sólu. 3 5,3 ’ MPmyndA.Bj Lúörasveitin dreifir áríöandi símanúmerum Mundir þú lesandi góður, hvert var t.d. símanúmer slökkvistöðvarinnar? Ekki gerðum við það! r SLÖKKVISTÖÐIN 11100 ’ LÖGREGLAN 51166 LÆKNAVAKT 66201 . LEIGUBÍLAR 66006 , Þessa dagana eru meðlimir Lúðrasveitarinnar að dreifa lím- miðum með mjög áríðandi síma- númerum í öll hús sveitarinnar. Eru þetta símanúmer slökkvi- stöðvarinnar, lögreglu, lækna- vaktar og leigubílastöðvarinnar. Þetta eru smekklega hannaðir límmiðar sem ætlaðir eru til þess að líma á síma íbúanna. Miðar þessir eru gefnir öllum símnot- endum, en það er Litla bílastöðin sem stendur straum af fyrirtæk- inu. Fjáröflunarfyrirtæki Lúðra- sveitarinnar hafa gengið mjög vel undanfarið. Kökubazarinn á sunnudaginn var mjög vel heppnaður. Allar kökurnar seld- ust upp á fimmtán mínútum. Má segja að þar fengu færri en vildu. Þá hafa meðlimir lúðrasveitar- f——— innar einnig selt kerti og tókst sú sala einnig mjög vel. Lúðrasveitin vill gjarnan koma þakklæti til allra Mosfellínga og annarra sem hana hafa styrkt með góðum undirtektum og von- ar að sveitungarnir hafi haft gaman af leik sveitarinnar. Á morgun gefst fólki kostur á að heyra til sveitarinnar leika bæði jólalög og önnur fjörug jólalög við verzlunarhúsið í Þver- holti, en þá verða allar verzlan- irnar þar opnar til kl. 6 síðdegis. Á sunnudaginn leikur lúðra- sveitin á jólavöku karlakórsins Stefnis og Leikfélagsins sem haldin verður í Hlégarði. Zlltíma Erum nýbúin að endurskipuleggja HEIMILISDEILD OKKAR. Mikið úrval gluggatjalda og sængurfataefna og tilbúins sængurfatnaðar. Enn er tími til að fá sér ný gluggatjöld fyrir jólin. Verið velkomin. Httíma Kjörgarði, Laugaveg 59, sími 22208 BÚNAÐARBANK! ÍSLANDS MOSFELLSSVEIT lnnlaAt rhankann Búnaöahér oQ bygðda kemurÞ góða. lagi Þ'nU 1 Afgreiðslutími: Mánud. - föstud. kl. 9.15 — -16,00 Á fimmtudögum kl. 17.00- -18 00

x

Mosfellspósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.