Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Side 12

Mosfellspósturinn - 11.12.1981, Side 12
r Mosfellspósturinn eins árs á morgun: MP-börnum boöið upp á súkkulaðitertu og gos Á morgun, 12. desember, á Mosfellspósturinn eins árs af- mæli. Eitt ár er ekki langur tími í langri ævi, en við erum samt hreykin af því að MP skuli hafa lifað af sína frumbernsku. Oft fer illa fyrir litlun „innansveitar krón- íkum” og þær lognast út af áður en þær eru búnar að ná fótfestu í sveitarfélaginu. Við vonum að MP hafi náð það góðri fótfestu að hann falli ekki um koll, þótt stundum kunni að hrikta í- stoðunum. Við sem að blaðinum stöndum höfum ekki hugsað okkur að gefast upp, heldur höldum ótrauð áfram. Til þes að halda upp á afmæli blaðsins verður sölubömum og blaðberum boðið til tertuveizlu klukkan 3 síðdegis á morgun. Boðið verður upp á súkkulaði- tertu og freiðandi Soda Stream gos að drekka. -Þeir MP krakk- ar sem ekki hefur náðst til eru hérmeð minntir á að koma að Merkjateig 2 á morgun klukkan 3 síðdegis. r v Kiwanismenn í Geysi í jólaskapi: Sel ja jólatré nú um helgina — allur ágóði til líknarmála í sveitar- félaginu Jólatrésala Kiwanisklúbbs- ins Geysis hefst í Urðarholti 3 í kvöld, föstudagskvöld. Sölunni verður haldið áfram á morgun, laugardag við verzl- unarmiðstöðina í Þverholti þar sem Kiwanismenn verða klæddir jólasveinabúning og taka þátt í jólagleðskap verzl- unareigendanna í Þverholti. Á sunnudaginn aka Kiwanis- menn síðan um sveitina og bjóða þeim sem ekki hafa þeg- ar átt við þá viðskipti upp á greinar, tré, jólapappír og kerti. Jólatréin eru alls staðar seld á sama verði en allur ágóði sem inn kemur rennur til líkn- arstarfa innan sveitarinnar, nú sem fyrr hjá Geysismönnum. Félagar í Kiwanisklúbbnum Geysi eru þrjátíu og þrír tals- ins og eru þeir allir virkir. For- maður er Bjarni Matthiesen brunavörður. ♦ Það blés duglega í skeggið á þessum jólasveinum, sem sáust fyrst í Mosfellssveitinni. Vel má vera að hér séu þeir á ferð sem selja munu jólatré, kerti og papp- ír hér í sveit - auk þes sem þeir munu setja svp á hátíðina í Þverholti á morgun. MP-mynd S. 270-Varmá og 280-Eyrarkot: Gleymum ekki póstnúmerum Fyrsta nafnið sem þú skrifar á umslagið á að vera þitt eigið nafn segir í bandarískum leiðbeining- um um póstsendingar. Þetta er ágæt regla, sem við ættum einn- ig að temja okkur. Erlendis eru póstnúmerin nauðsynleg til þess að bréf kom- ist til skila. Það eru nú fáein ár síðan póstnúmerakerfi var tekið upp hér á landi, en menn eru frekar slappir við að nota það. Við leyfum okkur að minna menn á að setja póstnúmer ut- an á jólapóstinn. Það auðveldar alla sundurgreiningu pósts. Og þótt póstsendingar komizt e.t.v. til skila innanlands póstnúmera- lausar, þá getur farið svo ef um erlendar póstsendingar er að ræða að þær komizt hreinlega ekki til skila ef þær eru ekki með réttu póstnúmeri. Það þarf sennilega ekki að segja neinum sem býr í Mos- fellssveit hver utanáskrift þeirra er, 270 Varmá. Kjósin hefur 280 Eyrarkot. Þó getur verið að ein- hverjum sé ókunnugt um að ef um póstsendingu frá útlöndum er að ræða á að bæta ÍS framan við póstnúmerið. Á pósthúsinu er hægt að fá póstnúmeraskrá, sem gefin er út af póst- og símamálastofnun- inni. Þekkir þú örnefnið „Þríhymir” í Mosfelli? ,,Mér dettur í hug að biðja Mosfellspóstinn að lýsa eftir upplýsingum um örnefni fyrir mig” sagði Bjarni Þorvarðarson oddviti Kjalarneshrepps í sam- tali við MP. Bjarna vanhagar um upplýs- ingar um örnefni, sem er landa- merki bæjannna Þverárkots og Hrafnhóla og nefnist „Þríhyrnir í Mosfelli”. Ef einhver lesanda MP getur upplýst oddvita þeirra Kjalnes- inga um þetta örnefni, „Þríhyrnir í Mosfelli” er hann beðinn um að hafa samband við Bjarna eða MP, sem, þá kæmi upplýsingun- um áleiðis. Föstudagur 11. desember 1981 * ' Flugelda- sala milli jóla og nýárs Þessa dagana er björgunar- sveitin Kyndill að undirbúa árlega flugeldasölu sína. Verið er að pakka flugeldunum í svokallaðar fjölskyldupakkningar. Milli jóla og nýárs verður flug- eldasalan starfrækt við hús björg- unarsveitarinnar, Rykvelli. Kyndill hefur á undanförnum árum ann- ast flugeldasölu hér í sveit og á gamlárskvöld hefur sveitin skotið á loft undurfögrum fugeldum, sem hafa nánast lýst upp alla sveitina. ' * Flugbraut áfram við Leiru- voginn — hrepps- nefndin ekki sammála um máSin Flugbrautin á Leiruvogsbökk- um hefur áframhaldandi leyfi hreppsnefndar, en tekið er fram að leyfið sé veitt „til bráðabirgða og til reynslu". Mál þessi bar að- eins á góma á borgarafundinum. Forráðamenn hreppsins töldu, að ekki hefði orðið eins mikið ónæði af flugbrautinni og fólk ótt- aðist fyrir fram. Um væri að ræða lendingar og flugtök heimamanna einna, og því umferð sem lítið truflaði. Þeir kváðu aðalónæðið í fyrstu hafa orðið vegna módelflugs. Það hefði verið stöðvað og eftir það ekki umtalsvert ónæði af flugi heimamanna. Guðmundur Sigurþórsson, hreppsnefndarmaður Alþýðu- flokksins, kvaðst óánægður með að bráðabirgðaleyfi flugbrautar hefði verið framlengt. Flugvallar- landið væri hluti af útivistarsvæði og allt of viðkvæmt til að gegna hlutverki flugvallar. Karl Friðrik Kristjánsson taldi að flugbraut samrýmdist ekki umferð hestamanna, né barna og ungl- inga sem oft væru- að leik eða unglinga sem á nálægum svæð- um iðka íþróttir. [13 Y 1 Allt dilkakjöt, hangikjötið góóa frá Goða, smjör og smörvi r a GAMLA VERÐINU! ALLT í JÓLABAKSTURINN GERIÐ HAGKVÆM JÓLAINNKAUP HITTUMST OG VERSLUM I KAUPFÉLAGINU. Kaupfélag Kjalarnesþings Símar 66226 og 66450 — Mosfellssveit

x

Mosfellspósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.