Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Side 3
SKIPULAGS-
HÖFUÐBOftGARSViEfNSINS || Á I
MAL
2 TBL 4 ÁRG. 1983
Fréttablaðið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er
gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, 200
Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson.
Efnisyfirlit:
* Landnbotkun, landnýting og umferð 3
Gestur Ólafsson
* Skipulag landnotkunar og umferðar 5
Þórarinn Hjaltason
* Hugleiðingar um skipulag umferðarmála
á höfuðborgarsvæðinu n
Zóphonías Pálsson
* Síma- og sjónvarpssambönd á höfuðborgarsvæðinu 15
Ólafur Tómasson
* Hafnarfjörður - þróun skipulagsmála
Einar I. Halldórsson
* Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1980-2000
Björn Hallson
* Hafnarfjörður - miðbær
Sigurþór Aðalsteinsson
* Höfuðborgarsvæðinu skipt niður
í staðgreinireiti 21
* Ráðstefna um umhverfis- og
skipulagsmál í Kópavogi 21
* Ný rit í bókasafni skipulagsstofunnar 21
* Sölukynning 23
Forsíðumynd gerði Pétur Behrens. Pétur Behrens er fæddur 1937 í
Hamborg. Nam myndlist þar í borg og í Berlín. Fluttist til íslands
1962. Vann fyrir sér m.a. sem auglýsingateiknari og um árabil sem
tamningamaður. Blaðagreinar um hestamennsku og bók um tamn-
ingar. Kennir við Myndlista- og handíðaskóla íslands og við Mynd-
listaskóla Reykjavíkur. Býr í Mosfellssveit, Dvergholti 2, sími
67077.
LANDNOTKUN, LANDNYTING OG UMFERÐ
Um langt skeið hafa mönnum verið
ljós þau tengsl sem eru milli land-
notkunar, landnýtingar og um-
ferðar, enda er nú víðast hvar ekki
borið við að reyna að skipuleggja
einn þátt þessa máls, án þess að
skoða jafnframt hina tvo, enda eru
þeir nátengdir. Breytingar milli
landnotkunarflokka og breytingar á
notkun bygginga geta þannig haft
mjög afgerandi áhrif á umferð á
viðkomandi svæði. Þannig gagnar
lítið að byggja upp gott gatnakerfi,
ef breytingar á landnotkun eða
landnýtingu verða á þann veg að
gerbreyta þeim grundvelli sem
gatnakerfið var skipulagt fyrir.
Svipað getur orðið upp á teningn-
um, ef einstakir hlutar af
heildstæðu gatnakerfi eru felldir
burt.
Á Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins er nú verið að koma upp
reiknilíkani fyrir umferðina á
höfuðborgarsvæðinu, en með þessu
líkani mun verðahægt að segja fyrir
um afleiðingarnar af mismunandi
hugmyndum um landnotkun og
landnýtingu í þeim níu sveitarfélög-
um sem aðild eiga að Samtökunum.
Á sama hátt mun einnig vera hægt
að nota þetta reiknilíkan til þess að
meta áhrif af mismunandi kostum
viðvíkjandi uppbyggingu gatna og
samgöngukerfis á þessu svæði.
Miklu skiptir að þeir sem taka
ákvarðanir um skipulagsmál á
þessu svæði geri sér fulla grein fyrir
samhengi þessara mála, og það er
von okkar að aukin notkun reikni-
líkans umferðar geti orðið til þess
að beina þróun svæðisins inn á
heillavænlegri brautir en ella.
Gestur Ólafsson