Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Qupperneq 5
SKIPULAG LANDNOTKUNAR OG UM-
FERÐAR
I INNGANGUR
Til skamms tíma hefur verið álitið
óhætt hér á landi að skipuleggja
landnotkun og umferð hvort í sínu
lagi. Venjan hefur verið sú að
skipuleggja fyrst landnotkun í
grófum dráttum, þ.e. hvernig landi
skuli ráðstafað undir mismunandi
athafnir, s.s. íbúðarbyggð,
iðnaðarhverfi, útivist o.s.frv. Að
því loknu hefur aðalgatnakerfið
verið skipulagt með tilliti til skipu-
lags landnotkunar. Mönnum hefur
lengi verið ljóst að umferðarmagn
til/frá einhverju svæði er mjög háð
landnotkun svæðisins.
Miðbæjarsvæði skapar t.d. að jafn-
aði meiri umferð en íbúðarhverfi.
Jafnframt hefur mönnum verið
ljóst, að landnýting, þ.e. þéttleiki
byggðar, skiptir verulegu máli.
Umferðarsköpun tiltekins svæðis er
að jafnaði nokkurn veginn í réttu
hlutfalli við gólfflatarmál húsnæðis
á svæðinu.
Á síðari árum hafa menn gert sér æ
ljósari grein fyrir því, að ofangreind
aðferð er vafasöm, vegna þess að
um víxlverkun er að ræða milli
landnotkunar og umferðar. Góð
umferðarmannvirki á ákveðnu
svæði stuðla að breytingu á land-
notkun eða a.m.k. að aukinni land-
nýtingu á viðkomandi svæði. Æski-
legt er að þessi víxlverkun sé höfð í
huga við skipulagningu umferðar
og landnotkunar.
II NÝ VIÐHORF VIÐ SKIPU-
LAGNINGU LANDN OTKUN-
AR OG UMFERÐAR
Upp úr 1950 koma fram fyrstu vísar
að nútíma skipulagningu landnotk-
unar og umferðar. Þá er farið að
leggja meiri áherslu á að rannsaka
landnotkun með tilliti til umferðar-
sköpunar fremur en að athuga um-
ferðarstraumana sjálfa og þróun
þeirra. í þessu sambandi má nefna
rannsókn R. Mitchell og C. Rapkin
á sambandinu milli umferðar og
landnotkunar í borginni Philadelp- |
hia í Bandaríkjunum. í framhaldi af
þeirri rannsókn er farið að skipu-
leggja gatnakerfi í ýmsum borgum,
bæði í Bandaríkjunum og annars
staðar, á grundvelli um-
ferðarkannana. Sem dæmi um slík-
ar umferðarkannanir má nefna
uferðarkönnun í Chicago 1956.
(Chicago Area Transportatior
Study) og umferðarkönnun í
Reykjavík, sem Aðalskipulag
Reykjavíkur 1962 - 1983 var byggt
á.
Á 1. mynd má sjá dæmigerðan
skipulagningarferil fyrir skipu-
lagningu landnotkunar og um-
ferðar.
1. mynd. Dæmigerður ferill fyrir skipulagningu
landnotkunar og umferðar.