Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Blaðsíða 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Blaðsíða 9
! ferðarkönnunar 1962 auk ítarlegra sniðtalninga, sem síðan hafa verið framkvæmdar til að leiðrétta ýmsar stærðir, sem voru byggðar á gögn- um frá 1962, í reiknilíkaninu. A 2. mynd má sjá, hvernig reikni- líkan umferðar er byggt upp í meginatriðum. Eins og sjá má, er því skipt upp í tvö meginþrep: myndun ferðatíðnitöflu og álags- reikningar gatnakerfisins. í fyrra þrepinu eru reiknaðir umferðar- straumar milli umferðarreita út frá hinum þekktu tengslum milli ann- ars vegar landnotkunar, bílafjölda og umferðarvenja og hins vegar umferðarstrauma. í seinna þrepinu er reiknað út umferðarálag á ein- stakar götur gatnakerfisins, skv. þeirri forsendu um leiðaval, að öll umferð milli tveggja umferðarreita velji skemmstu leið í tíma milli reitanna. Fyrirfram þarf að áætla meðalferðahraða á öllum götum gatnakerfisins. Þessi einfalda leiða- valsaðferð virðist gefa nægilega ná- kvæmar niðurstöður, miðað við þær aðstæður, sem nú eru ríkjandi á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum er vert að geta þess, að reiknilíkan umferðar getur verið öflugt hjálpartæki við skipulag landnotkunar. Með þannig reikni- líkani má meta mismunandi land- notkunarvalkosti út frá þáttum eins og eftirfarandi: a) stofnkostnaður nýrra umferðar- mannvirkja b) rekstrarkostnaður bíla, þ.m.t. al- menningsvagna c) slysafjöldi d) umhverfisáhrif í ofangreindum samanburði má gera ráð fyrir að athugaðir séu 2- 3 möguleikar á gatnakerfi fyrir hvern landnotkunarvalkost. ÞÓRARINN HJALTASON. HEIMILDIR: 1. M. J. Bruton: Introduction to Transportation Plann- ing, 1970. (Bókasafn SH). 2. W.R. Blunden: The Landuse Transport System, 1971. (Bókasafn SH). 3. F.S. Chapin, jr. & E. J. Kaiser: Urban Land Use Planning, 1979. (Bókasafn SH). 4. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar: Aðalskipulag Reykjavíkur 1975-1995 Umferðarforsögn, 1979. (Bókasafn SH). Inn-/úttaksgögn ---------v k_________) Reiknilíkan 2. mynd. Reiknilíkan umferðar. 9

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.