Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Qupperneq 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Qupperneq 15
verkefni. Það er allra hagur að um- ferðarkerfið verði sem hagkvæm- ast, öruggast og að sjálfsögðu sem ódýrast. Þar sem höfuðborgarsvæð- ið er nú viðurkennt sem eitt atvinnusvæði, er það mikilsvert að auðvelt sé að komast frá heimilum að vinnustöðum, hvar sem þeir eru staðsettir, hvort sem menn kjósa að nota einkabíla eða almennings- vagna. Jafnljóst er og sjálfsagt að endurskoða þarf það skipulag sem nú er í mótun með hliðsjón af því umferðarmunstri sem talið er henta best. Sem sagt, gott og hagkvæmt umferðakerfi, ef vel á að vera. Til þess er sjálfsagt að nota hið fljótvirka undratæki, tölvuna, en gæta ber þess að tölvan er aðeins hjálpartæki sem getur aldrei komið í staðinn fyrir mannsheilann. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83 var stórvirki sem markaði tímamót í sögu skipulagsmála á íslandi. Um- ferðarkönnunin og sú flokkun gatna sem tekin var upp í aðal- skipulagið áttu drjúgan þátt í því. Hinsvegar vannst ekki tími til að vinna úr nema hluta þeirra þáita sem ráðgert hafði verið að taka tii Hér á eftir verður fjallað um nokkra höfuðþætti fjarskiptaþjón- ustu og fjarskiptakerfa, til kynning- ar á þeim eins og þau eru í dag og hvers vænta má í framtíðinni, sér- staklega með tilliti til strengjalagna fyrir breiðbandskerfi. Þarfir manna til upplýsingaflutn- ings aukast stöðugt, þetta upplýs- ingamagn verður æ stærra og kröfur verða meiri til að þær séu réttar og gangi hratt fyrir sig. Þessum upp- lýsingaflutningi má skipta í nokkra þætti. Almenn símakerfi. a) Venjuleg talsímakerfi, þar sem hljóði er breytt í rafsveiflur til flutn- ings og síðan aftur í hljóð. Nauð- synlegt tíðniband (talband), sem þarf að flytja til að gæði séu nægj- tölvuvinnslu. Með tilkomu tölvu hjá Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins ætti að gefast tækifæri til frekari úrvinnslu þessara gagna eft- ir því sem ástæða þykir til. Með nýjum sniðtalningum er hægt að fá margvíslegar upplýsingar, m.a. um umferðarstrauma frá heimilum í vinnu. Fækkun fólks í hinum eldri hverfum hefur sitt að segja og sömuleiðis margvísleg breytt land- notkun sem kallar á aukna umferð í ákveðna reiti. Þá er bílastæðavand- inn í Kvosinni vandamál út af fyrir sig, sem erfitt er að finna viðunandi lausn á og það jafnt þótt beitt sé tölvu. Á fleira mætti drepa sem get- ur haft veruleg umferðaleg áhrif þótt það virðist e.t.v. lítilfjörlegt, t.d. það atriði hvenær hinn almenni vinnutími hefst á morgnana og jafn- framt hvenær honum lýkur á kvöld- in, eða hvenær verslanir hafa opið. Lítil sem engin umferð byrjar hér fyr en klukkan 7 á morgnana, en það er um 1/2 klukkustund síðar en gengur og gerist t.d. í Evrópu. Toppálag á götur nú er milli klukk- an 17 og 18, en um 1962 var það milli klukkan 12 og 13. Skýring á þessu er hve fáir fara nú heim í anleg, er 300-3400 Hz. í dreifikerf- um er þetta tíðniband venjulega flutt á tveimur koparvírum í jarð- strengjum milli notenda, þar sem hver hefur sína línu til símstöðvar sem síðan tengir þá saman eftir númeravali. í langlínukerfinu fer flutningur yfir- leitt þannig fram, að byggt er upp grunnsamband radio eða jarðsími milli staða, sem getur borið uppi ákveðinn fjölda talrása, sem raðað er upp í hærra tíðnisvið þannig, að hver rás hefur sitt bylgjusvið líkt og mismunandi útvarpsstöðvar. Þetta eru kölluð fjölrásakerfi, Hringteng- ing langlínukerfis á íslandi er með 300-960 rása flutningsgetu. Aðrir almennir símaþættir eru: hádeginu. Að sjálfsögðu eru það umferðartopparnir sem skapa aðal- erfiðleikana í umferðinni. Smá- vægilegar tilfærslur á því hvenær hin stærri fyrirtæki láta hefja vinnu geta haft mikil áhrif og dregið úr staðbundnum og tímabundnum umferðarhnútum, a.m.k. í bili. Hækkun á hámarkshraða á þar til hentugum götum, getur einnig greitt úr vissum umferðarvanda- málum, a.m.k. í bili, enda sé gætt fyllstu öryggisatriða. Allt ber þetta að sama brunni, að hér er um mjög margslungin og flókin vandamál að ræða, sem þarfnast bæði góðs heila og góðrar tölvu til að góðs árangurs sé að vænta. Loks er rétt að leggja áherslu á nauðsyn þess, að umferðarkerfið á hverjum tíma sé sveigjanlegt, ekki síður en aðalskipulagið og að það sé í stöðugri endurskoðun eins og aðalskipulagið þarf að vera. ZÓPHÓNÍAS PÁLSSON. A b) Skeytasendingar, telex, (te- letex: Hröð fjarritun, þjónusta ekki boðin ennþá). c) Gagnaflutningur eða dataflutn- ingur milli tölvu og enda- stöðva. d) Viðvörunarkerfi o.fl. e) Myndsendingar, postfax og (viewdata: Upplýsingar í upp- drátta eða textaformi eru fluttar yfir símalínu og birtast á sjónvarps- skermi, þessi þjónusta er ekki boð- in ennþá hér á landi). Framangreinda þætti er alla hægt að flytja á venjulegri símalínu með hjálp tækjabúnaðar á endum lína. Auk áður nefndra þátta eru ýmsar aðrar tegundir af símaþjónustu, eins og strandstöðvar og bfla- símakerfi, sem taka á í notkun í ár o.fl., sem ekki verður fjallað um SÍMA- OG SJÓNVARPSSAMBÖND HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 15

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.