Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Qupperneq 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Qupperneq 17
hér. Framangreinda fjarskiptaþætti er Póst- og símamálastofnunin ábyrg fyrir að veita sem almennings- þjónustu. Ríkisútvarpið er hins vegar ábyrgt fyrir dreifingu sjón- varps- og hljóðvarpsefnis. Flutn- ingskerfi Ríkisútvarpsins og send- istöðvar eru byggð í nánu samstarfi við Póst og síma. Radioflutnings- leiðir eru oft þær sömu, með eins tækjum, sömu loftnetum og stöðvarhúsum. Fyrir hljóðvarp þarf að flytja tíðniband 20-15000 Hz (mono) og 1 Hz - 5 MHz fyrir sjónvarp eða 8 MHz/s, sem jafn- framt getur þá flutt 2 sterorásir fyrir hljóðvarp og 1 mono fyrir sjón- varpið sjálft. Löggjafarvaldið hefur sett reglur og lög um framangreinda þjónustu, þar sem eru fjarskiptalögin og út- varpslög. Gjaldtöku er þannig hátt- að, að tekið er tillit til, að um al- menningsþjónustu sé að ræða og geta tekjur af einni grein borið hluta kostnaðar af annarri, en ekki eingöngu, að notendur greiði sam- kvæmt raunkostnaði á hverju lands- svæði fyrir hverja grein. Menn deila gjarnan um, hve langt skal ganga í jöfnuði kostnaðar og með hvaða aðferðum, hins vegar verða heildartekjur að standa undir heildarkostnaði, en stundum virð- ist, þegar rætt er um að jafna gjöld- um, þá haldi menn, að aðeins komi til lækkun hjá öllum. Með tilkomu jarðstöðvarinnar Skyggnis var brotið blað í tækni- sögunni, og raunar sjálfstæðis- baráttu íslendinga einnig, gagnvart sjáifsákvörðunarrétti, því þannig er ekki eingöngu hægt að fjölga sím- arásum við önnur lönd eftir þörf- um, heldur einnig flytja sjónvarps- efni til Ríkisútvarpsins. Stafræn kerfi. Á síðari árum hefur ný tækni rutt sér til rúms, svo kölluð stafræn tækni (digital). Sýni af hljóðinu eru tekin 8000 sinnum á sek. og hvert sýni er kóðað með 8 bitum eða púlsum, sem eru gerðir úr 0 eða 1 (t.d. 01100101), þ.e. 64000 b/sek., sem síðan eru sendir á mót- tökuenda, sem aftur breytir upplýs- ingum í hljóð. Þessu má til skilnings líkja við morse merkjakerfi, þar sem sendingar eru samsettar úr punktum og strikum. 30 slíkar tal- rásir og 2 að auki fyrir stjórnun og merkjahringingu eru settar saman til að mynda kerfi (P.M.C. kerfi), þ.e. 32x64000 eða 2.048 Mbitar/ sek. Kerfið þarf 2 venjulegar síma- línur í jarðstreng sem grunnsam- band. Nokkur slík sambandakerfi hafa verið sett upp milli símstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa þau verið notuð víða í sveitum sem dreifikerfi frá símstöð til dreifistöðva, þar sem skipt er á ný í venjuleg sambönd til notenda. Nú í ár verða settar upp sjálfvirkar stöðvar í Reykjavík og Keflavík, sem byggja á þessari stafrænu tækni, sem tengdar með stafrænum samböndum leiða til ódýrari og betri símakerfa. Jafnframt bjóða þessar símstöðvar upp á nýja þjón- ustu eins og t.d.: Flutning á símanúmeri á annað númer, biðval, þegar símanúmer er upptekið, hægt að tengja 3 aðila á sambandið tímatakmörkun, læsing fyrir langlínu, sértenging fyrir aldraða og sjúka o.fl. Þörf fyrir flutning á gögnum (data) eykst mjög hratt. Flutningurinn fer fram með modemum á sérlínum eða skipt er á milli tals og gagnasendinga eftir aðnotendur hafa verið tengdir saman af sím- stöð. Sendingarhraði getur verið 4800 bit/s og jafnvel 9600 á milli langlínustöðva og á innanbæjar- kerfi allt að 19200. Ákveðnar áætl- anir eru nú um að byggja sérstaka dataskiptistöð í Reykjavík til að auðvelda þessar sendingar. Framtíðarkerfi. Mjög miklar framfarir hafa orðið á fjarskiptatækni og verða enn meiri á næstu árum, sérstaklega með upp- byggingu stafrænu kerfanna. Fjöldi tæknimanna víðs vegar um heim vinnur m.a. nú að þróun s.k. ISDN (integrated service digital net- work), þar sem áætlað er að byggja símakerfin fyrir tal, telex, data og aðrar símaþjónustugreinar yfir staf- ræn sambönd alveg til notenda á venjulegri símalínu, sem ber þá uppi 64000 b/sek. fyrir tal og 16000 b/s fyrir data, viewdata, viðvör- unarkerfi o.fl., þannig að þessi við- skipti geta farið samtímis fram. Víða erlendis hefur verið hægt að taka á móti sjónvarps- og f.m. hljóðvarpsefni frá nágrannalöndum með venjulegum radiomóttöku- tækjum (sem ekki er hægt hér á landi) og því síðan dreift aftur ásamt innlendu efni um strengja- kerfi (cable TV). Margir sjónvarps- hnettir verða settir á braut á næstu árum, og með tilkomu þeirra opn- ast nýir möguleikar, einnig að ein- hverju leyti hér á landi. Sjónvarpsefni verður flutt með 2 mismunandi gerðum af gervi- hnöttum, í fyrsta lagi um dreifihnetti, ætlaða fyrir beina mót- töku og í öðru lagi um fjar- skiptahnetti (Intelsat- Eutelsat), sem aðeins símastjórnir hafa að- gang að. Mikil vinna er lögð í að þróa sambandakerfi til að tengja margar sjónvarpsrásir yfir strengjakerfi til notenda ásamt fjölda hljóðvarpsrása. Þau sjón- varpsdreifikerfi eftir strengjum, sem notuð hafa verið, eru s.k. koaxstrengir, sem er einangraður þráður í röri. Hins vegar er nú verið að þróa nýja gerð af strengjum, sem munu leiða til byltingar a.m.k. á aðalleiðum fyrir flutning á upplýsingum bæði fyrir símaþjónustuna og sjónvarps- flutning. Þessi nýja tækni byggist á stafrænni tækni og ljósleiðurum, sem eru mjög grannir glerþræðir, minna en 0.1 mm í þvermál, mjög langt getur verið milli magnara (30 km), en með Koax þarf magnara með stuttu millibili. Eftir slíkum þráðum er sendur breytilegur geisli (laser), sem hefur í sér allar þær upplýsingar í stafrænu formi, sem þarf til flutnings hvort heldur um símarásir, sjónvarpsrásir eða annað er að ræða. Á sendi- og móttöku- endum er tækjabúnaður, sem breytir upplýsingum úr einu forminu í annað. Með ljósleiðara verður hægt að tengja mikinn fjölda símarása eða nokkrar sjón- varpsrásir eða blanda þessu saman milli aðalstöðva og dreifistöðva, en í sama streng er hægt að setja | marga ljósleiðara á sama hátt og '

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.