Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1983, Qupperneq 23
áætlana. Auk innlendra gagna hef-
ur einkum verið stuðst við skandi-
naviskar og breskar heimildir.
Ennfremur hefur mikið verið um
það rætt í nefndinni hve mikilvægt
það er, með góðan árangur í huga,
að trjárækt sé gerð glögg skil í öll-
um skipulagsáætlunum og það strax
frá byrjun. Það sé ekki nóg að
stimpla tré og runna nánast af
handahófi á skipulagsuppdrætti og
byggingarnefndarteikningar. Um-
hverfið mun ekki taka stakka-
skiptum við það eitt. Vert er að
geta þess hér, að í byggingarleyfis-
umsóknum óska byggingarnefndir
sveitarfélaganna sárasjaldan eftir
því að framkvæmdaaðili geri við-
hlítandi grein fyrir atriðum eins og
verndun trjáa, hvernig landslögun
skuli háttað þ.á.m. plöntun trjáa,
jafnvel þó lög og reglugerðir geri
ráð fyrir að svo sé gert.
Eins og fram hefur komið þá hefur
trjáræktarnefndin fram til þessa
nær einvörðungu fjallað um stjórn-
un og skipulag framkvæmda. Fyrir-
hugað er að nefndin ljúki störfum í
lok þessa árs og því er stuttur tími
til stefnu til að leysa þá þætti sem
eftir eru, - m.a. þætti eins og hvern-
ig staðið skuli að plöntuuppeldi,
tegundavali, gróðursetningu, eftir-
liti og viðhaldi, fræðslu og upplýs-
ingamiðlun til opinberra aðila, ein-
staklinga, félagasamtaka og fyrir-
tækja.
BIRGIR H. SIGURÐSSON
Sölukynning
Einar Hákonarson
Einar Hákonarson sýnir um þessar
mundir verk sín á Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins. Sýningin er
opin á vinnutíma á virkum dögum,
9.00-17.00.
Einar Hákonarson er fæddur árið
1945 í Reykjavík.
Nám: Myndlista- og handíðaskóla
ísl. 1960-64. Valands
Konsthögskola Gautaborg 1964-
67.
Einkasýningar: Bogasalur 1968-
1971. Unuhús, fyrsta sérsýning á
grafik á íslandi 1969. Bygging-
arþjónusta Arkitekta við Grensás-
veg 1974. Kjarvalsstaðir 1976 -
1978 - 1982.
Einar hefur tekið þátt í samsýning-
um á Norðurlöndum, Bandaríkjun-
um og Evrópu.
Verðlaun fyrir grafikverk á alþjóð-
legu sýningunni í Ljublanja 1967
Júgóslavíu, og fyrir málverk á 1.
norrænu sýningu ungra myndlistar-
manna sem haldin var í Louisiana
safninu í Danmörku 1966.
Einar Hákonarson hefur starfað
sem myndlistarmaður og kennari í
Reykjavík frá 1967: og var frá
1978-1982 skólastjóri Myndlista-
og handíðaskóla íslands. Frá 1982
hefur Einar verið varaborgarfull-
trúi íReykjavík og form. stjórnar
Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns.
Einar Hákonarson.