Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Blaðsíða 14
14 sRipJagsmál borgarhluta, borgarhluta 1,2,3 o.s.frv. og er fyrirhugað að vinna hverfaskipu- lag fyrir hvem borgarhluta. Hlutverk hverfaskipulags er að kveða nánar (en gert er í aðalskipulagi) á um helstu þætti skipulags einstakra borgar- hluta með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Hverfa- skipulagi er síðan ætlað að vera leið- beinandi fyrir deiliskipulag. Hlutverk hverfaskipulags er ennfremur að veita íbúum borgarinnar upplýsingar um skipulag þess hverfis sem þeir búa í og hvaða framkvæmdir séu þar fyrir- hugaðar. Hér til hliðar eru sýnd drög að hverfaskipulagi Norðurbæjarins, þ.e. Laugames-, Laugarás- og Vogahverfis. Framsetning þess er í formi "einblöð- ungs" í stærðinni 594 x 841 mm (A-l). A framhlið hans er sýnd landnotkun í borgarhlutanum (íbúðir, verslanir, stofnanir, opin svæði o.s.frv.) ásamt ýmsum upplýsingum m.a. um íbúa, húsnæði og þjónustu sem fyrirfinnst í borgarhlutanum. Á bakhlið einblöðungsins er kort yfir hin svokölluðu breytingasvæði sem áður var getið um. Þar koma einnig fram upplýsingar um byggðaþróun ein- stakra hverfishluta ásamt upplýsingum um umhverfisvemd, hafnarstarfsemi, opin svæði, trjárækt og umferð. Þessi drög að fyrsta hverfaskipulagi í Reykjavík munu verða kynnt íbúum borgarhlutans með ábendingar í huga. Þegar unnið hefur verið úr þeim, verður gengið ffá skipulaginu til samþykktar í skipulagsnefnd og borgarstjóm. Þá er fyrirhugað að dreifa einblöðung- unum á hvert heimili í borgarhlutanum. «4 Breytingasvæði

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.