Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Síða 23
s&putagsmál
23
Þorsteinn Þorsteinsson,
verkfræðingur
Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins.
GÖTUR OG
FRÁREIMNSLI
c
GÖTUR
Götur í þéttbýli eins og við þekkjum
nú til dags eru ekki ýkja gamlar. Með
tilkomu bíla um síðustu aldamót voru
gerðar nýjar og strangari kröfur til gatn-
anna bæði hvað varðar yfirborð og
undirbyggingu.
Reyndar hafa kröfurnar aukist með
árunum og þá ekki síst vegna aukinnar
umferðar og yfirleitt þyngri ökutækja.
Rannsóknir í Bandaríkjunum sýndu að
endingartími malbiksslitlaga hafði
minnkað frá fyrstu árum aldarinnar úr
16-18 árum í 12-13 ár um 1950.
Hér á landi má segja að gatnagerð í
nútímaskilningi hefjist ekki fyrr en efúr
miðja öldina og þá fyrst í Reykjavík.
Þó enn séu nýbyggingar fjárfrekari en
endumýjun gatna er hlutfallið stöðugt
að breytast.
íslandsdeild nefndar þeirrar innan
Norræna Vegtæknisambandsins, sem
fjallar um bundin slitlög, stóð fyrir
ástandskönnun á bundnu slitlagi í þétt-
býli hérlendis. Könnun þessi hófst
1979 og lauk 1982. Niðurstöður birtust
síðan í riti Rannsóknarstofnunnar bygg-
ingariðnaðarins: "Könnun á ástandi
bundinna slitlaga í þéttbýli V-124" í
nóvember 1983.
Alls voru skoðaðir tæplega 300 km.
bundins slitlags og metnir. Fjórar
tegundir slitlags voru kannaðir þ.e. 132
km olíumöl, 122 km malbik, 29 km
steinsteypa og 17 km olíumalbik.
Markmið könnunarinnar var:
- að finna tíðni tiltekinna skemmdar-
flokka
- að finna endingartíma mismunandi
slidagstegunda
- að finna orsakir skemmda
Algengustu skemmdir á olíumöl
samkvæmt könnuninni voru efnistap
og spólför.
Efnistap er algengasti flokkur
skemmda á olíumalbiki en aðrir flokk-
ar sjaldgæfari. Þess ber þó að geta að
slitlög úr olíumalbiki voru ekki eldri en
átta ára þegar skoðað var og flest voru
þriggja til fimm ára.
- Viðgerðir og þveranir eru tíðust
skemmdarflokka á malbiki. Hugsanlega
er það vegna þess að aldur skoðaðra
malbiksslitlaga er hærri en slitlaga úr
olíumöl og olíumalbiki.
Steinsteypt slitlög eru eðlilega
nokkuð frábrugðin mjúku slitlögunum
og þá einnig hvað varðar skemmdir.
Algengustu skemmdirnar eru hér lang-
og þversprungur en einnig er efnistap
algengt.
Tíðni skemmda á slitlagi er ekki það
sama og útbreiðsla þeirra. Þegar nánar
er að gætt kemur í Ijós að efnistap, þ.e.
slit, er lang víðtækasti skemmdaflokk-
urinn. Sprungur eru og nokkuð víð-
tækar. í meðfylgjandi töflu eru taldir
upp skemmdaflokkar og útbreiðsla
þeirra eftir lengd.