Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Side 26

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Side 26
FRÁRENNSLI Götur eru meira en slitlag og þó svo skemmdir séu þar mest áberandi verða einnig alvarlegar skemmdir í undir- byggingu gatnanna og þá einnig í þeim kerfum, sem þar eru. Misjafnt er hver endingartími einstakra kerfa er og kostnaður við endubyggingu þeirra. Hér skal nokkuð sagt frá frárennslislögnum. Frárennslislagnir eru með elstu kerfum þéttbýlis og má finna minjar þeirra í borgum fornaldar. M.a. er enn í notkun cloaca maxima í Róm, sem byggt var til forna til að leiða frárennsli frá Forum Romanum. Elstu frárennslis- lagnir hérlendis eru frá upphafi þessarar aldar og því ekki sambærilegar við fornminjar við Miðjarðarhafið. Margar hinn fyrstu frárennslislagna hérlendis voru lagðar af miklum vanefnum og reyndar víða fram yfir 1960 voru gæði lagnanna harla bágborin. Fyrir löngu var orðið ljóst að frárennslislagnir í þéttbýli hérlendis þyrfti að endumýja og það fyrr en síðar. Á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur starfað sam- starfsnefnd um holræsamál undanfarin ár og sendi nefndin í desembcr 1981 frá sér tillögur um aðgerðir sem beint var til einstakra sveitarfélaga. Viðtökumar hafa verið þær að í reynd hafa sveitar- félögin samþykkt tillögurnar en þær miðuðust við að framkvæmdum lyki fyrir aldamót. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir voru um 1 milljarður króna á verðlagi þessa árs eða um 400 krónur á hvem íbúa og ár á tuttugu ára tímabili. Reyndar stefna mörg sveitar- félaganna á að ljúka framkvæmdum nokkru fyrir aldamót. Þessar fram- kvæmdir miða þó eingöngu að því að koma í veg fyrir mengun þá sem fjörur svæðisins eru undirlagðar af. Öll sú endurnýjun lagna í götum sem fyrir- sjáanleg er, er ekki með í fyrrnefndri áætlun um hreinsun sjávar. Því er ljóst að mikillar endumýjunar verður þörf þegar æviskeiði lagnanna fer að ljúka á fyrri hluta næstu aldar. Útreiknuð endurnýjunarþörf vatnsveitu og holræsa í Gauta- borg miðað við 60 ára líftíma kerfanna (Endurskoðunarskrif- stofa Gautaborgar 1984 ) fólksfjölgun, sem búist er við á næstu árum, svo og að draga mun úr fækkun íbúa í hverri íbúð. Afleiðing þessa er að sjálfsögðu að hlutur viðhalds og endur- nýjunar verður stærri. Sænskar spár gera ráð fyrir gífurlegri aukningu í endurnýjun veitukerfa og dæmi vísast til línurits frá Göteborgs revisions- kontor um endurnýjunarþörf í vatns- veitu- og frárennslislögnum. Hérlendis liggja ekki fyrir nægilegar athuganir til að sjá vel fyrir ástand þessara mála á næstu áratugum en víst er að tímabært er að huga að málum endurbyggingar hér ekki síður en annars staðar. Mkr/ár I i 300- 250- 200- 150- 100- 50 i r 1975 2000 2020 2040 2060 Sú breyting sem augljóslega má sjá fyrir er að hægja mun á útþenslu byggðarinnar og tiltölulega færri nýjar götur verða byggðar. Merkja má þessa þróun meðal annars af mun hægari

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.