Víkurfréttir - 25.02.2023, Blaðsíða 9
Það er misjafnt eftir því hvaðan
fólkið kemur hversu langan tíma það
tekur að fá niðurstöður úr málum.
Allir frá Úkraínu fá t.d mannúðarleyfi
um leið og þau koma til landsins,
fyrir önnur þjóðerni getur það tekið
frá fimm mánuðum upp í tvö ár,
það fer eftir því hversu flókin málin
þeirra eru. Þá er algengast að ein-
staklingar fái alþjóðalega vernd en
einnig eru sumir sem fá viðbótar-
vernd. VMST hefur einnig húsnæði
á leigu upp á Ásbrú fyrir umsækj-
endur um vernd sem VMST þjón-
ustar sjálft. Ef einstaklingar fá vernd
þá hafa þau átta vikur til að finna sér
sitt eigið húsnæði og þurfa svo að
yfirgefa húsnæði VMST.
Reykjanesbær er með þriðja
samninginn við Félags- og vinnu-
markaðsráðuneytið um umsjón á
millibilsúrræði fyrir flóttafólk sem
hefur fengið vernd en er ekki enn
búið að finna sér varanlegt hús-
næði. Húsnæðismarkaðurinn í
Reykjanesbæ sem og á landinu öllu
er erfiður og því tekur oft langan
tíma að finna húsnæði sem hentar
og er innan þess fjárhagsramma
sem fólkið ræður við. Einstaklingar
sem eru að leita sér að húsnæði eru
hvattir til að leita að húsnæði út um
allt land en auðvitað snýst þetta
líka um hvar vinnu sé að fá við
hæfi og einnig er mikið traust í því
fyrir einstaklingana að vera í sam-
ræmdri móttöku og leita því að hús-
næði í sveitarfélögum sem eru með
samning um hana.“
Samræmd móttaka flóttafólks og
Alþjóðateymi Reykjanesbæjar
Eftir að flóttafólk fær vernd þá býðst
þeim að fara í samræmda móttöku
flóttafólks fyrir milligöngu Fjöl-
menningarseturs. Fyrstu samningar
um samræmda móttöku voru gerðir í
apríl 2021 en þá voru fimm tilrauna-
sveitarfélög sem tóku þátt, Reykja-
nesbær, Hafnarfjörður, Reykjavík,
Árborg og Akureyri. Öll þessi sveitar-
félög skrifuðu nýverið undir nýjan
samning um samræmda móttöku og
að auki bætist Höfn í Hornafirði við.
Ásta skýrir þetta betur út.
„Samræmd móttaka flóttafólks er
hugsuð sem viðbót við þá almennu
grunnfélagsþjónustu sem öllum
sveitarfélögum er skylt að halda úti.
Einstaklingar og fjölskyldur í sam-
ræmdri móttöku fá mikinn stuðning
og ráðgjöf frá málstjórunum sínum
og teyminu í heild. Samningurinn
segir til um hveru oft málstjórar eigi
að hitta sína skjólstæðinga og allir
einstaklingar eldri en 18 ára eiga að
fá aðstoð frá málstjóranum sínum
við að búa til einstaklingsmiðaða
áætlun um næstu skref sem þau
þurfa að taka til að verða virkir sam-
félagsþegnar. Við höfum ýmis tæki
og tól til að ná inngildingu þessa fólks
eins og íslenskukennsla hjá Mið-
stöð símenntunar (MSS) og Land-
neminn sem er samfélagsfræðsla,
Mindspring sem er geðræktar- og
valdeflingarnámskeið sem málstjórar
alþjóðateymisins kenna. Að auki
höfum við í alþjóðateyminu metið
þörfina hverju sinni, hvers konar að-
stoð og námskeið einstaklingarnir
og fjölskyldur þurfa á að halda til
að verða sjálfbjarga, hjálp til sjálfs-
hjálpar er lykiláhersla hjá okkur. Má
þar nefna skattaskýrslunámskeið,
sundnámskeið fyrir börn, valdefling
og aðlögun fyrir arabískar konur og
fullt fleira. Skapandi og lausnamiðuð
hugsun er mikilvæg en jafnframt að
fylgja lögum, reglum, samningum og
ekki síst stefnu Reykjanesbæjar við
mótun og þróun nýrra verkefna. Við
gætum ekki gert þetta nema vegna
þess að við höfum stuðning frá
ríkinu til að sinna þessu vel.
Mitt starf snýr að stefnumót-
unarvinnu, verkferlagerð og þróun
alþjóðateymis í samstarfi við teymið
mitt og önnur teymi Feykjanes-
bæjar sem og aðra samstarfsaðila.
Starf málstjóranna snýr að því að
hlúa að þessu fólki sem fellur undir
þessa þrjá samninga, umsækjendur
um vernd, samræmda móttöku og
millibilsúrræðið. Í því felst allt milli
himins og jarðar, allt frá því að redda
barni íþróttaskóm fyrir æfingu og
fylgja því á æfingu í að panta tíma
hjá lækni og aðstoða fullorðinn ein-
stakling við að leita réttar síns, t.d.
varðandi barnabætur, fæðingarstyrk
eða ellilífeyri. Þetta fólk kemur, oft
mjög brotið, með erfiða reynslu í
bakpokanum sínum, allslaust og
þarf eðlilega aðstoð við að koma sér
inn í nýtt samfélag þar sem menn-
ingarmunur og tungumál eru helstu
hindranir. Alþjóðateymið saman-
stendur af mér sem teymisstjóra og
svo átta til níu málstjórum/menn-
ingarmiðlurum sem sinna málum
allra einstaklinga í okkar þjónustu.
Reykjanesbær skrifaði nýverið undir
nýjan samning um samræmda mót-
töku um að þjónusta allt að 350 ein-
staklinga sem búa í sveitarfélaginu. Í
dag erum við að þjónusta í kringum
300 einstaklinga sem hafa lögheimili
í Reykjanesbæ og eru í samræmdri
móttöku, og svo 66 umsækjendur
um vernd.“
Grindavíkurbær – hugsum
til framtíðar
Ásta vill sjá fleiri sveitarfélög sýni
ábyrgð. „Félags- og vinnumarkaðs-
ráðuneytið hefur haldið kynningu á
samningnum um samræmda mót-
töku flóttafólks fyrir öll sveitar-
félögin á landinu. Þau fimm fyrr-
nefndu sveitarfélög sem nú þegar
hafa skrifað undir hafa einnig óskað
eftir að önnur sveitarfélög skrifi
undir samning til að deila samfélags-
ábyrgðinni. Grindavíkurbær er eitt af
þessum sveitarfélögum og nú þegar
úrræði VMST er komið í bæinn
þurfa bæjarbúar að meta kosti og
galla við það að skrifa undir samning
um samræmda móttöku.
Sá misskilningur hefur verið á
sveimi að koma flóttafólks í við-
komandi bæjarfélag, búi til aukið álag
á starfsmenn félagsþjónustunnar og
útheimti aukinn kostnað fyrir sveit-
arfélagið, það er alls ekki svo. Þegar
sveitarfélag gerir samning við ríkið
um samræmda móttöku flóttafólks,
er ráðið starfsfólk sem er eingöngu
að sinna því fólki. Ríkið greiðir allan
þann kostnað. En alveg eins og getur
gerst þegar nýtt fólk flytur í bæjar-
félag, þá getur það þurft á félags-
legri aðstoð að halda og það kallar
auðvitað á aukið álag félagsþjónust-
unnar, sama á við um flóttafólkið. En
allt sem viðkemur fyrstu skrefunum
á meðan fólkið er að aðlagast lendir
á starfsfólkinu sem sér um flótta-
fólkið,“ segir Ásta og bætir við að
Reykjanesbær sé leiðandi sveitar-
félag í málefnum fólks á flótta.“
„Við erum stolt af því enda er
slagorðið okkar, „Í krafti fjölbreyti-
leikans“ en samt sem áður eru inn-
viðir okkar komnir að þolmörkum
og því er mjög mikilvægt að fleiri
sveitarfélög taki þátt og skorist ekki
undan þessari ábyrgð. Þetta er ein-
faldlega hinn nýi veruleiki, flóttafólk
mun koma til Íslands eins og ann-
arra landa, ef ekki vegna stríðs þá
vegna náttúruhamfara. Ríkið hefur
tekið ákvörðun um að leggja sitt af
mörkum og þá verða sveitarfélögin
einfaldlega að taka þátt. Sums staðar
á Norðurlöndunum ber sveitar-
félögum skylda að taka við flóttafólki
og þá í prósentuhlutfalli við íbúa-
fjölda. Kannski er það eina leiðin á
Íslandi, að sveitarfélögum verði skylt
að taka á móti fólki á flótta í hlut-
falli við íbúafjölda? Ef allir taka þátt
er þetta léttari leikur fyrir alla. Við
Íslendingar erum svo mögnuð þjóð,
það er svo mikill kraftur sem býr í
okkur, nýtum þennan kraft til góðs
og tökum vel á móti fólki á flótta. Svo
er ekkert skrítið að fólk vilji koma
hingað, það er að leita að öryggi og
betri framtíð fyrir sig og börnin sín.
Ísland er jú öruggasta land í heimi,
með hreint loft og vatn og nóg af
heitu vatni. Gerum þetta vel, gerum
þetta saman,“ sagði Ásta að lokum.
Skilgreiningar á hugtökum
Umsækjandi um alþjóðlega vernd
Útlendingur sem kemur á eigin vegum sem óskar eftir viðurkenningu á
stöðu sinni sem flóttamaður eða ríkisfangslaus einstaklingur hér á landi.
Viðbótarvernd
Útlendingur sem telst ekki flóttamaður samkvæmt ákvæði A-liðar 1. gr.
alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna ef raunhæf ástæða er til að ætla
að hann eigi á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri
ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eða að hann verði
fyrir alvarlegum skaða af völdum handahófskennds ofbeldis vegna vopn-
aðra átaka verði hann sendur aftur til heimalands síns. Sama gildir þegar
um er að ræða ríkisfangslausan einstakling.
Mannúðarleyfi
Dvalarleyfi af mannúðarástæðum eru veitt við tvenns konar aðstæður:
• Til fólks sem hefur flúið til Íslands frá Úkraínu og fengið vernd vegna
fjöldaflótta.
• Við efnislega meðferðar umsóknar um alþjóðlega vernd.
Alþjóðleg vernd
Fólk sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu eða á þar á hættu dauðarefs-
ingu, pyndingar eða ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu
á rétt á alþjóðlegri vernd sem flóttamenn á Íslandi.
Ríksifangslausir einstaklingar eiga rétt á alþjóðlegri vernd á grundvelli
ríkisfangsleysis.
Kvótaflóttafólk
Einstaklingum sem boðið er að koma til ríkis á vegum stjórnvalda eru
gjarnan nefndir kvótaflóttafólk. Þau þurfa ekki að ganga í gegnum það
ferli og þá málsmeðferð sem umsækjendur um alþjóðlega vernd þurfa
að ganga í gegnum.
Nánari útskýringar á hugtökum er að finna á:
https://www.stjornarradid.is/verkefni/utlendingar/flottafolk/
https://www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/flottafolk-
og-innflytjendur/flottafolk-og-innflytjendur/
Nú þegar úrræði VMST er komið í
bæinn þurfa bæjarbúar í Grinda-
vík að meta kosti og galla við
það að skrifa undir samning um
samræmda móttöku ...
Vilt þú sækja um
styrk í spennandi
menningarverkefni?
Auglýst er eftir umsóknum um tvenns konar
styrki sjóðsins. Annars vegar er um að ræða
þjónustusamninga við menningarhópa og hins
vegar verkefnastyrki til menningartengdra
verkefna.
Umsóknum þarf að skila rafrænt í síðasta
lagi 19. febrúar nk. í gegnum Mitt Reykjanes
Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningar-
hópanna getur verið að ræða, s.s. þátttöku
í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr
gegn ákveðinni greiðslu.
Ákveðnu fjármagni verður einnig varið í ýmis
menningartengd verkefni á árinu 2022 sem
miða að því að efla menningarlíf í Reykjanesbæ
með fjölbreyttum hætti.
Í umsókn þarf að koma fram greinargóð lýsing
á verkefni og kostnaðaráætlun. Einstaklingar,
hópar eða félagasamtök geta sótt um.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu
Reykjanesbæjar.
Menningarsjóður Reykjanesbæjar
auglýsir eftir styrkumsóknum
www.reykjanesbaer.is
Afgöngsk kvótafjölskylda
á Suðurnesjum.
Fagfólk frá Reykjanesbæ ásamt flóttafólki sem er búið að aðlagast á Íslandi.
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 9