Víkurfréttir - 25.02.2023, Síða 12
Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK frá Grindavík varð vélarvana u.þ.b. 80 sjómílur norðvestur
af Straumnesi um miðnætti á laugardagskvöld en Ísafjörður er næsta höfn. Svo heppilega vildi til að
varðskipið Freyja var á leiðinni á Patreksfjörð vegna minningarathafnar um snjóflóðin sem féllu þar fyrir
40 árum og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, með í för. Komu til Patreksfjarðar var frestað
og Freyja fór í björgunarleiðangur. Kristján Ólafsson, skipstjóri á Hrafninum, segir margar tilviljanir
hafa raðast saman þegar þetta gerðist.
„Við vorum að toga [á veiðum] um
miðnætti þegar kælivatnshosa á
aðalvélinni fór og vatnsbunan fór
yfir loftinntakið á ljósavélinni og
þar með drap hún á sér líka. Ekki
nóg með það heldur fór lítil vél sem
við erum með líka, ekki heldur í gang
en hún hafði gert það á nýársdag.
Ótrúlega margar tilviljanir sem
raðast þarna saman og mér varð nú
að orði að maður ætti kannski að
kaupa miða í næsta Víkingalottói!
Sem betur fer var blíða svo það var
nú engin hætta á ferðum en ég hafði
samband við Gæsluna um fjögur og
Freyja var komin til okkar klukkan
ellefu um morguninn. Við tengdum
skipin strax saman því veðurspáin
var ekki góð. Þeir lánuðu okkur tvær
rafstöðvar og við reyndum að koma
vélunum í gang en svo fengum við
ofan á allar þessar tilviljanir, ís í eftir-
rétt, hafísinn var kominn hættulega
nálægt og því var ekkert annað í
stöðunni en klippa á vírana og halda
heim á leið í togi. Eftir tveggja tíma
tog náðum við að koma vélunum
í gang og sigldum því fyrir eigin
vélarafli til Hafnarfjarðar og vorum
komnir þangað um eittleytið í dag
[mánudag]. Við tókum nýja hlera
og héldum svo beint til veiða og
munum svo fara aftur til að slæða
hitt trollið upp þegar færi gefst, bæði
þarf hafísinn að fara í burtu og þú
vilt hafa gott veður þegar þú ert í
svona aðgerðum,“ sagði Kristján að
lokum.
Myndirnar um borð í varðskipinu
tók Guðmundur Valdimarsson, skip-
verji á Freyju. Myndin úr Hrafni
Sveinbjarnarsyni GK er frá Þorbirni
hf.
– segir Kristján Ólafsson, skipstjóri á frystitogaranum
Hrafn Sveinbjarnarson GK vélarvana í hafís – þurftu að klippa á trollið!
„Ég held ég muni spila í næsta Víkingalottói“
Dráttartaug komið á milli skipanna.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands,
fylgdist með björgunaraðgerðinni
úr brúnni á Freyju.
Varðskipsmenn á Freyju undirbúa að koma
dráttartaug á milli Hrafns Sveinbjarnarsonar
GK og varðskipsins. Eins og sjá má umleikur
ís skipin. Það sést einnig vel á myndinni
sem tekin er af brúarvængnum á Freyju.
Reglur um styrkveitingar Grinda-
víkurbæjar til uppbyggingar
gamalla húsa í Grindavík, voru til
umfjöllunar á síðasta bæjarráðs-
fundi. Sviðsstjóri Frístunda- og
menningarsviðs, Eggert Sólberg
Jónsson sat fundinn og er það mat
nefndarinnar að reglurnar sem eru
frá 2006, séu orðnar úreldar og
leggur nefndin til að fella þær úr
gildi. Samþykkti bæjarráð að leggja
það til við bæjarstjórn.
Eigendur gamalla húsa í Grindavík
munu því hér eftir, sækja um styrk
til Húsafriðunarnefndar en það er
ein af ríkisstofnunum. Sum hús eru
friðuð og má ekki gera neitt nema
með samþykki nefndarinnar en hún
ræður yfir sjóði og er hægt að sækja
um styrk til endurbyggingarinnar.
Lögð var fram beiðni á síðasta fundi bæjarráðs Grinda-
víkur um viðauka vegna vinnu við miðbæjarskipulag
Grindavíkurbæjar að upphæð fimmtán milljónir króna,
sem fjármagnað verður með lækkun á handbæru fé.
Þegar er gert ráð fyrir fimm milljónum króna til verk-
efnisins á þessu ári. Heildarkostnaður verkefnisins er
áætlaður tuttugu milljónir króna. Bæjarráð leggur til við
bæjarstjórn að samþykkja viðaukabeiðnina.
Bæjarráð Grindavíkur hvetur
málsaðila að leys hið fyrsta
mál varðandi Suðurnesjalínu
2 en í ljósi rafmagns- og vatns-
leysis þann 16. janúar sl. „er
málið orðið mjög alvarlegt“.
Þetta segir í afgreiðslu bæjar-
ráðs Grindavíkur þann 17.
janúar.
Félag eldri borgara í Grindavík
hefur óskað eftir að fá styrk á móti
leigu í íþróttamannvirkjum vegna
Zumba námskeiða. Þá hefur Harpa
Pálsdóttir óskað eftir að fá styrk á
móti leigu vegna dansnámskeiða í
íþróttamannvirkjum Grindavíkur-
bæjar. Bæjarráð Grindavíkur hefur
samþykkt erindin.
Fella úr gildi reglur
um styrkveitingar til
enduruppbyggingar
gamalla húsa
„Málið
orðið mjög
alvarlegt“
Samþykkja styrk
á móti leigu
Leggja til meira fjármagn í gerð miðbæjarskipulags
FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
GRINDAVÍKURHÖFN Í ÞÆTTI VIKUNNAR
12 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM