Víkurfréttir - 25.02.2023, Blaðsíða 13
Vinnur að því
að uppræta
krabbamein
„Það mun taka tíma að vinna algerlega bug
á þessum vágesti en já, ég er bjartsýnn,“
segir Dr. Guðmundur Vignir Helgason.
Grindvíkingurinn Guðmundur Vignir Helgason er stórmerkilegur náungi
en hann hefur undanfarin tæp tuttugu ár búið í Glasgow þangað sem hann
hélt árið 2003 til að afla sér doktorsmenntunar. Örlögin gripu í taumana,
amor hitti hann í hjartastað þegar ítölsk kona, Francesca Pellicano, fangaði
hjarta hans og þau hafa komið sér vel fyrir í Glasgow ásamt börnum sínum,
Davíð og Elenu. Fjölskyldan skiptist á að halda jólin í Grindavík og í Pisa,
þar sem fjölskylda Francescu býr. Fjölskyldan var í Grindavík síðustu jól
en þar liggja rætur Vignis.
„Ég er alinn upp í Grindavík og gekk
í grunnskólann, æfði fót- og körfu-
bolta ásamt júdó. Ég fann fljótt að
fótboltinn hentaði mér best svo ég
valdi hann. Eftir grunnskólann fór
ég í FS og útskrifaðist af náttúru-
fræðibraut fyrir jólin 1994 ef ég man
rétt. Ég tók mér þá pásu frá námi, fór
m.a. að vinna hjá frændum mínum
í Stakkavík en það hafði ég gert
nánast frá því að ég man eftir mér,
bæði á sumrin og meðfram grunn- og
framhaldsskólanámi. Svo bauðst mér
að fara á fótboltastyrk til Bandaríkj-
anna í Auburn University og var þar
í tæpt eitt ár en fann að það átti ekki
alveg við mig og kom því heim. Svo
fékk ég frábært tækifæri upp í hend-
urnar, kenndi 5. bekk við Grunnskóla
Grindavíkur heilan vetur, sem var
skemmtileg og góð reynsla.“
Stígvéla- og sloppulíffræði
Vignir vissi alltaf að hann myndi feta
námsbrautina: „Þremur árum eftir
stúdent skráði ég mig svo í Háskóla
Íslands og nam líffræði. Til að byrja
með var áhuginn meira á því sem
við köllum „stígvéla-líffræði“ en þá
er meira verið að stúdera vist- og
dýrafræði, undir það síðasta fann ég
að „sloppu-líffræðin“ var álíka spenn-
andi, en hún snýst meira um frumu-
og sameindalíffræði. Atvinnumögu-
leikarnir voru fleiri þeim megin, ekki
síst vegna Íslenskrar erfðagreiningar
og þar fékk ég vinnu að lokinni út-
skrift árið 2000 og vann í þrjú ár hjá
Kára,“ segir Vignir.
„Stakkavíkurslátrarinn“
Fótboltinn tók mikið pláss í lífi
Vignis öll námsárin en hann var
gallharður varnarjaxl og gekk meira
að segja undir nafninu „Stakkavíkur-
slátrarinn“: „Ég á rúma 100 leiki að
baki í úrvalsdeild með Grindavík en
á þessum árum vorum við með mjög
gott lið, náðum hæst í þriðja sæti
sem gaf Evrópusæti og það var mikil
og góð reynsla. Undir það síðasta
var ég farinn að glíma reglulega við
meiðsli og sá í hvað stefndi varðandi
næsta kafla í lífi mínu. Ákvað ég því
að leggja skóna á hilluna fyrir tíma-
bilið 2003 og ná að upplifa íslenskt
sumar án fótboltasparks. Gaman frá
því að segja að þetta er einmitt tíma-
bilið sem Lee Sharpe kom til Grinda-
víkur, það dugði ekki minna til að
fylla mitt skarð en við töldumst vera
líkir á velli, hann bara örvfættur,“
segir Vignir kíminn.
Svo var haldið í víking – til Skot-
lands: „Þegar ég var að vinna hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu vann ég með
frábæru fólki sem aðstoðaði mig við
að sækja um doktorsnám víðsvegar
um Evrópu, mest þó í Bretlandi. Svo
fékk ég boð um stöðu með fullum
námsstyrk hjá Beatson Institute
for Cancer Research sem tengist
Glasgow University og ákvað að
þiggja boðið. Ég vissi fyrirfram að ég
vildi mennta mig í einhverju tengdu
sjúkdómum og fann eftir viðtalið að
þarna lá áhugi minn og ég útskrif-
aðist með doktorsgráðu í krabba-
meinsrannsóknarfræðum fjórum
árum síðar. Eftir útskrift bauðst mér
svo að vinna áfram hjá háskólanum í
Glasgow og hef einbeitt mér mest að
frumulíffræði krabbameinsfrumna.“
Amor greip í taumana
Vignir hafði hugsað sér að flytjast
aftur til Íslands að loknu doktors-
náminu en örlögin gripu í taumana:
„Ég kynntist ítalskri konu sem var
í sama námi og ég en hún er frá
Sikiley en hafði búið í Pisa áður en
hún fór í námið. Við sáum fljótlega
að Glasgow hentaði okkur í raun
vel, mest vegna atvinnumöguleika
en þar erum við líka vel staðsett á
milli Íslands og Pisa og lítið mál að
fá flug á báða staði, bæði frá Glasgow
og Edinborg. Við giftum okkur í Pisa
árið 2009 en stuttu áður hafði Davíð
Ari fæðst. Elena kom svo árið 2012
og leik er lokið á þeim vígvelli. Við
höfum komið okkur mjög vel fyrir á
besta stað í Glasgow og sjáum ekki
fyrir okkur að flytja í bráð. Draum-
urinn er svo að eiga dvalarstað á Ít-
alíu og Íslandi þegar atvinnuferlinum
lýkur,“ segir Vignir.
Vignir byrjaði eins og svo margir
eftir doktorsnám, í svokallaðri „post-
doc“-stöðu en eftir sex ár var hann
kominn með eigin hóp sem hann
stýrir: „Eftir námið réði ég mig í
stöðu hjá háskólanum og fór meira
að einbeita mér að hvítblæðis-
rannsóknum. Ég vann þá hjá Paul
O’Gorman Leukaemia Research
Centre en sótti svo um rannsóknar-
styrk í eigin nafni árið 2013 og hef
síðan þá verið að sækja um styrki
til að byggja upp rannsóknarteymi
sem verður orðið tólf manna hópur
eftir áramót. Það hefur gengið mjög
vel hjá okkur og var mér boðin
stöðuhækkun sem prófessor við há-
skólann í ágúst 2022. Sjálfur þarf
ég nokkuð reglulega að fara á ráð-
stefnur út um allan heim og eins
að halda fyrirlestra. Maður þarf
sífellt að vera vakandi fyrir nýjum
straumum og það er nauðsynlegt að
hitta alþjóðlegu kollegana af og til.“
Góðir hlutir gerast hægt
Baráttan við bölvaðan krabbann
hefur fylgt mannkyninu frá örófi
alda og það gengur alltaf betur
og betur í baráttunni: „Það mun
taka tíma að vinna algerlega bug á
þessum vágesti en já, ég er bjart-
sýnn. Ef við horfum langt fram í
tímann þá munum við finna endan-
lega lækningu á krabbameini en
það mun ekki gerast á einni nóttu.
Framfarirnar hafa verið mjög miklar
á undanförnum árum og lyfin orðin
miklu betri en þau voru, þau hægja
mjög á útbreiðslu sjúkdómsins
og í dag er krabbamein ekki alltaf
sá dauðadómur og hann var fyrir
mörgum árum. Sjúklingar geta lifað
lengur en ég efa að til verði ein tafla
sem læknar öll krabbamein, þau eru
svo ólík svo það er ekki gott að full-
yrða of mikið. Þegar vísindasam-
félagið fær nægt fjármagn þá verður
hægt að gera ótrúlega hluti, þetta
mun bara allt saman taka tíma.“
Í dag er Vignir mest að einbeita
sér að ákveðinni tegund hvítblæðis-
krabbameins: „Það eru komin góð
lyf sem halda því mjög vel niðri en
enn er ekki búið að þróa meðferð
sem læknar það alveg. Minn fókus
á næstu árum fer í það verkefni,
að taka þátt í að þróa lyf sem muni
algjörlega útrýma þessari tegund
krabbameins. Okkar rannsóknarstarf
hefur gengið mjög vel og okkar hug-
myndir hafa leitt til klínískrar rann-
sóknar þar sem ný lyfjablanda var
prófuð. Það var mjög spennandi og
auðvitað er það takmarkið, til fram-
tíðar séð, að vinna leikinn!“
Vignir hvetur alla áhugasama
til að láta slag standa
Í rannsókarteymi Vignis eru m.a.
sex doktorsnemar. Vignir hefur auk
þess tekið að sér að lesa yfir og meta
verkefni doktorsnema og er tilbúinn
að leiðbeina Íslendingum og í raun
öllum sem hafa áhuga á doktors-
námi: „Ef fólk getur fengið styrk til
að stunda svona nám þá get ég ekki
annað en hiklaust mælt með þessu.
Ég fékk allt doktorsnámið greitt
af Krabbameinsrannsóknarfélagi
Bretlands og var líka á smá launum
svo ég þurfti ekki að taka námslán
en allan styrkinn hefði mátt meta á
um tuttugu milljónir, þegar tekinn
er með efniskostnaður við rann-
sóknirnar, sem er talsverður. Ég vissi
í raun ekki alveg hvað ég var að fara
út í og fékk sem betur fer hjálp góðra
manna sem voru að vinna með mér
í Íslenskri erfðagreiningu. Þannig er
andinn innan rannsókargeirans og
er ég meira en til í að aðstoða hvern
þann sem er í þessum hugleiðingum
en að ýmsu þarf að huga, vali á há-
skóla o.s.frv. Bæði er ég á Facebook
og það er líka hægt að finna mig
innan Háskólans í Glasgow. Þetta er
búin að vera frábært reynsla sem ég
mæli eindregið með,“ sagði Dr. Guð-
mundur Vignir Helgason að lokum.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Við sáum
fljótlega að
Glasgow hentaði
okkur í raun vel,
mest vegna
atvinnumöguleika
en þar erum við l íka
vel staðsett á mill i
Íslands og Pisa . . .
Vignir ásamt fjölskyldu sinni við fornminjar á Ítalíu.
Dr. Guðmundur Vignir Helgason á rannsóknarstofunni.
Stakkurvíkurslátrarinn. Vignir ásamt hópnum sínum að „brainstorma“.
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 13