Víkurfréttir - 25.02.2023, Qupperneq 15
Jón Axel klárar leik-
tímabilið á Ítalíu
„Erum tveimur sigrum á eftir
toppliðinu, stefnum klárlega
á toppinn,“ segir körfuknatt-
leiksmaðurinn Jón Axel Guð-
mundsson.
Jón Axel Guðmundsson, körfuknatt-
leiksmaður frá Grindavík, framlengdi
á dögunum samning sinn við ítalska
liðið Victoria Libertas Pesaro og
gildir samningurinn út leiktíðina.
Jón Axel hafði gert stuttan samning
við félagið síðasta haust, stuttu eftir
að hann klæddist gulu Grindavíkur-
treyjunni á nýjan leik, en nú er komið
á hreint að hann mun klára tímabilið
á Ítalíu.
Jón Axel var fyrst hugsaður sem
liðsstyrkur í stuttan tíma en hvað
breyttist?
„Frammistaða mín var að hjálpa
liðinu mikið, ég er öðruvísi leik-
maður en sá sem ég kom í staðinn
fyrir, hjálpa liðinu á mismunandi
vegu sem sést kannski ekki endilega
á skori eða þessum helstu tölfræði-
þáttum en sést vel á +/- tölfræðinni.
Það hefur gengið vel hjá liðinu, við
erum í fjórða sæti, tveimur sigrum á
eftir toppliðinu svo stefnan okkar er
klárlega á toppinn. Við tökum samt
bara einn leik fyrir í einu og erum
núna að hugsa um hvernig við getum
unnið Sassari í næsta leik.“
Jóni hefur gengið vel á tímabilinu
og fór yfir styrkleika ítölsku deild-
arinnar.
„Spilamennska mín hefur yfir
höfuð verið góð, upp og niður eins
og gengur og gerist í körfuboltanum
en maður getur alltaf barist og
spilað vörn af fullum krafti, ég legg
mig alltaf fram í þeim hluta. Þetta
er mjög sterk deild en ég hef bara
samanburð við Þýskaland. Ég held
að ítalska deildin sé betri og ég er
að spila með einu besta liðinu þar
svo þetta er líklega það besta sem
ég hef komist í. Ég lifi fyrir að spila
körfubolta og það var frábært að
hafa fengið þetta tækifæri eftir stutt
stopp á Íslandi.“
Hundrað keppendur á Möggumóti
Möggumót fór fram hjá fimleikadeild
Keflavíkur um síðustu helgi en það
er haldið til heiðurs Margréti Einars-
dóttur sem stofnaði fimleikadeildina
árið 1985.
Keppt var í 5. þrepi létt, 5. þrepi,
4. þrepi og 3. þrepi kvenna. Alls voru
101 keppendur frá fimm félögum;
Keflavík, Stjörnunni, Gróttu, Fylki
og Björk.
Fimleikadeild Keflavíkur sendi
fimmtán ungar og efnilegar á svæðið
og stóðu þær sig vel en flestar voru
þær að stíga sín fyrstu skref í keppni.
Sundfólk ÍRB gerði góða
ferð til Danmerkur
Unnu 38 verðlaun á Lyngby Open
Sundfólk ÍRB vann 21 gullverðlaun
og 38 verðlaun í heildina á Lyngby
Open um helgina. Mótið var gríðar-
lega fjölmennt og góð og öflug
keppni.
Hópurinn stóð sig feikivel í
heildina og mjög margir unnu til
verðlauna en yngri sundmennirnir,
sem kepptu í aldursflokkum, rökuðu
inn verðlaunum.
Elísabet Arnoddsdóttir vann sex
gull, Denas Kazulis fjögur gull, Daði
Rafn Falsson þrjú gull og Nikolai Leo
Jónsson þrjú gull, jafnframt vann
ÍRB fimm önnur gullverðlaun auk
annarra verðlauna.
Elísabet Arnoddsdóttir (fyrir miðju) vann til sex
gullverðlauna á Lyngby Open um helgina.
Körfubolta-
æfingar á
Ásbrú
Barna- og unglingaráð körfuknatt-
leiksdeildar Njarðvíkur býður nú
tvisvar í viku upp á körfuboltaæf-
ingar á Ásbrú fyrir iðkendur á aldr-
inum sex til sjö ára (1.–2. bekkur).
Æft verður í Háaleitisskóla á
mánudögum og miðvikudögum
frá klukkan 16:00 til 17:00 og
æfa strákar og stelpur saman.
Æfingarnar eru niðurgreiddar af
Heimstaden en auk þess er hægt
að ráðstafa frístundastyrk til þess
að geta tekið þátt í æfingunum.
Þjálfarar eru þau Raquel Laneiro
og Sigurbergur Ísaksson.
Mynd úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur á sameiginlegri
uppskeruhátíð félaganna síðasta vor. VF-mynd: JPK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja - Ráðgjafi
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Myllubakkaskóli – Umsjónarkennari á miðstigi
Njarðvíkurskóli/sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla
Tjarnarsel - leikskólakennari
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn
Elvar Már í undanúrslit
litháísku bikarkeppninnar
Elvar Már Friðriksson og Rytas
tryggðu sig áfram í undanúrslit bik-
arkeppninnar í Litháen um helgina
með tuttugu stiga sigri gegn Nevezis,
98:78.
Nevezis vann fyrri leik liðanna
með átta stigum svo Rytas þurfti að
vinna þann mun upp og að loknum
venjulegum leiktíma hafði Rytas
átta stiga forskot, 81:73, og því þurfi
framlengingu til að knýja fram úrslit.
Rytas vann framlenginguna með tólf
stigum, 17:5, og er því komið áfram í
undanúrslit þar sem Elvar og félagar
munu mæta Jonavas en þá verður
leikið á hlutlausum velli sem Elvar
ætti að þekkja vel – fyrrum heima-
velli hans í Siauliai.
Elvar Már átti góðan leik með
Rytas en hann var með sextán stig,
fjögur fráköst og fimm stoðsendingar
í leiknum.
Sara Rún með góðan leik í sigri
Sara Rún Hinriks-
dóttir lék í rúmar
s ex tá n m í n ú t u r
þegar lið hennar,
Faenza, vann góðan
sigur á San Giovanni
Valdarno (70:54) í ítölsku úrvals-
deildinni um helgina.
Sara Rún skilaði ellefu stigum,
einni stoðsendingu og tveimur
stolnum boltum á þeim tíma sem
hún kom við sögu en eftir leikinn er
Faenza í níunda sæti deildarinnar
með sex sigra og ellefu töp.
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 15