Víkurfréttir - 08.02.2023, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 08.02.2023, Blaðsíða 12
Sagnastund verður á Garðskaga laugardaginn 11. febrúar kl. 15:00. Byggðin á Suðurnesjum byggðist upp á fiskveiðum og fiskvinnslu. Sjó- sókn er Suðurnesjamönnum í blóð borin. Þrír fyrrum skipstjórar koma að sagnastundinni í þetta sinn og segja frá eftirminnilegum degi eða sjóróðri hver fyrir sig. Þeir eru Ásgeir Hjálmarsson, Hafsteinn Guðnason og Magnús Guðmundsson. Sagnastundin verður haldin í veit- ingahúsinu Röstinni á Garðskaga, Skagabraut 100 í Suðurnesjabæ. Frír aðgangur. Hægt er að kaupa kaffi eða te með vöfflu eða köku og svokölluð happy hour stund verður fyrir þá sem slíku vilja vita af. Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 13 til 17 sama dag, ef gestir vilja skoða safnið fyrir eða eftir sagnastundina. Áformað er að næstu sagnastundir verði laugardagana 11. mars, 15. apríl og 13. maí 2023. Síðar verður greint frá dagskrá þá daga. Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga. Sagnastund á Garð- skaga á laugardaginn SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Tillaga að Aðalskipulagi Suður- nesjabæjar 2022–2034 ásamt umhverfismatsskýrslu var aug- lýst þann 9. nóvember 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 23. desember 2022. Alls bárust umsagnir og athuga- semdir frá tuttugu og tveimur að- ilum á auglýsingartímanum. Auk þess eru teknar inn athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar vegna uppbyggingar í landi Gauksstaða og varða tillögu að aðalskipulagi. Um er að ræða athugasemdir frá þrettán aðilum. Einnig erindi sem sent var fyrir hönd eigenda jarðarinnar Bala og varðar sjóvarnir, en erindið barst fyrir auglýsingartímann. Aðalskipulagið var á dagskrá bæj- arstjórnar Suðurnesjabæjar þann 1. febrúar sl. og hlaut þar eftirfarandi afgreiðslu: Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022–2034 og felur sviðsstjóra skipulags- og um- hverfissviðs að senda Skipulags- stofnun aðalskipulagið ásamt um- hverfismatsskýrslu til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur bæjarstjórn sviðsstjóra skipu- lags- og umhverfissviðs að senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu, afgreiðslu og umsögn Suðurnesja- bæjar um athugasemdir og að aug- lýsa niðurstöðu bæjarstjórnar. Aðalskipulag Suðurnesja- bæjar samþykkt í bæjarstjórn Spurningar og svör um Suðurnesjaháspennulínu Þorvaldur Örn Árnason Ekki er deilt um það að tvær háspennulínur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins gefa meira ör- yggi en ein lína. Spurningin er hvers eðlis ný lína eigi að vera og hvar hún eigi að liggja þannig að ávinn- ingur verði sem mestur og sjónmengun sem minnst – og fjármunum best varið. Um það er deilt. Meiri- hluti nýrrar línu myndi liggja um Sveitarfélagið Voga og því eðlilegt að íbúar þar, landeigendur og bæjar- stjórn, taki afstöðu til þess hvernig þeim málum verði háttað. Nýlega lagði ég spurningar fyrir Landsnet. Þær voru birtar hér í Víkur fréttum 02.02.2023, ásamt svörum Landsnets. Skoðum málið nánar. Eflaust hefði straumleysið staðið styttra ef önnur háspennulína hefði verið til staðar. En fleira skiptir máli. Raforkuöryggi á Suðurnesjum líður verulega fyrir það að ekki skuli vera hægt að skipta snurðu- laust yfir í „eyjarrekstur“ virkjana á Suðurnesjum ef samband við meg- inraforkukerfi landsins rofnar. Þær virkjanir geta annað um tvöfaldri aflnotkun á Suðurnesjum ef þar til gerður stýribúnaður, sem getur skipt virkjunum snurðulaust yfir í eyj- arekstur, væri til staðar. Í versta falli gæti hraunrennsli fyrirvaralítið slitið sambandið við höfuðborgarsvæðið, jafnvel þó búið væri að byggja aðra línu samhliða núverandi línu. Ef báðar lílnurnar væru úti gætu jarð- gufuvirkjanirnar hæglega séð öllum Suðurnesjum fyrir nægu rafmagni í langan tíma í eyjakeyrslu. Þennan stýribúnað vantar hugsanlega vegna þess að raforkukerfið hér er í megin- dráttum hannað þegar til stóð í upp- hafi aldarinnar að byggja hér álver sem myndi nota gríðarmikla raforku. Firnasterkt og dýrt flutningskerfi hefði þá verið byggt fyrir álverið og Suðurnesin og þá hefðu Gufu- aflsvirkjanir á Suðurnesjum hvergi nærri dugað fyrir eyjarkeyrslu Suð- urnesja. Þegar hætt var við álverið hefði átt að vera ljóst að grípa þyrfti til annarra leiða til að tryggja raf- orkuöryggi á Suðurnesjum. Ein leið hefði verið að byggja Suðurnesja línu 2 en þar sem leyfi fékkst ekki fyrir loftlínunni þá hefði átt að grípa til annarra ráða t.d. leggja jarðstreng eða að tryggja snurðulausa skiptingu rafstöðva á Suðurnesjum yfir í eyja- keyrslu. Hvar liggur ábyrgðin? Stefna Landsnets að ætla að hafa Suðurnesjalínu 2 óþarflega afkasta- mikla (220 kV) er að líkindum arfur frá þessum tíma stóriðjudrauma. Suðurnesjalína 1 er að flytja (frá Suðurnesjum) u.þ.b. helming þess afls sem hún getur flutt. Jarðstrengur sem flutt getur álíka mikla eða jafnvel meiri orku ætti því að nægja. Enn og aftur fullyrðir Landsnet í fyrrnefndum svörum sínum: „Ekki hefur verið hægt að bæta við af- hendingu raforku á Suðurnesjum í langan tíma sem hefur bitnað bæði á íbúum og atvinnulífi á svæðinu.“ Það getur ekki verið vegna skorts á afli virkjana á Suðurnesjum sem er um tvöfalt meiri en notkun. Ekki heldur vegna skorts á flutningsgetu, því eftir því sem notkun á Suðurnesjum eykst minnkar þörfin á flutningi raf- orku milli Suðurnesja og höfuðborg- arsvæðisins! Reyndar er unnið að stækkun Reykjanesvirkjunar og gert ráð fyrir að uppsett afl hennar aukist úr 100 í 130 MW á næstu árum. En það breytir litlu ef raforkunotkun á Suðurnesjum eykst jafnframt næstu árin og Landsnet hefur burði til að afhenda þá raforku og stýra raforku- kerfinu af sæmilegu öryggi. Það má því spyrja hvort fullyrðing Lands- nets um "að ekki sé hægt að bæta við raforku á Suðurnesjum...“ megi í raun rekja til ófullnægjandi ráðstafana til að tryggja raforkuöryggi en ekki til aflskorts, s.b.r. hér á undan? Hvar liggur þá ábyrgðin? Í fyrrnefndu svari telur Landsnet það vandkvæðum bundið að tengja nýja 132 kV línu/jarðstreng inn á 132 kV kerfið á höfuðborgarsvæðinu þó það sé ekki vegna flutningsgetu. En þarf spennir sem tengir 132 kV kerfið á Suðurnesjum við 220 kV kerfið í höfuðborginni endilega að vera á Suðurnesjum? Gerði hann ekki sama gagn í þessu sambandi þó hann væri í tengivirki í Hafnarfirði og báðar Suðurnesjalínurnar á 132 kV? En ef 220 kV jarðstrengur er fýsilegur kostur þrátt fyrir mun hærri kostnað en 132 kV jarðstrengur þá er hvoru- tveggja ásættanlegt frá sjónarhóli íbúa í Vogum. Af framansögðu ætti að vera ljóst að það getur EKKI ráðið úrslitum um afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum hvort ný lína, til við- bótar þeirri sem fyrir er milli Hafn- arfjarðar og Suðurnesja er 220 kV loftlína, eins og Landsnet heimtar, eða 132 kV (eða jafnvel 220 kV) jarðstrengur – sams konar og sá sem liggur yfir mikið jarðsprungukerfi og tengt hefur Nesjavallavirkjun snurðulaust við höfuðborgarsvæðið í meira en áratug. Ekki er lengur telj- andi verðmunur á loftlínu og 132 kV jarðstreng. Stjórnendur Landsnets eru enn þeirrar skoðunar að meira öryggi felist í því að tengja Suðurnes og höfuðborgarsvæðið með tveimur samliggjandi loftlínum, heldur en með einni loftlínu og einum jarð- streng. „Samkvæmt bestu upplýs- ingum sem Landsnet býr yfir eru jarðstrengir mjög viðkvæmir fyrir höggvunarhreyfingum og því ekki ákjósanlegir á stöðum þar sem líkur á jarðhræringum eru jafn miklar og á Reykjanesi.“ Þetta svar bendir til þess að Landsnetsmenn þurfi að leita áreiðanlegri upplýsinga. Ég mæli með að þeir lesi t.d. greinar- gerð dr. Ástu Rutar Hjartardóttur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans frá 12. desember sl., þar sem segir m.a.: „Á Reykjanesi fyrirfinnast sem kunnugt er svæði sem eru með töluvert mörgum sprungum. Þessi sprungusvæði eru hins vegar ekki öll eins, þau hafa eiginleika sem breytast eftir því hvar þau eru á skaganum. Því eru sprungukerfi Reykjanessins ekki einsleit fyrirbæri, til dæmis eru sprungur í nágrenni Voga við enda sprungusveims og mun minna virkar heldur en sprungur á sunnanverðum og miðjum skaganum.“ Ásta segir ennfremur: „Við norðurhluta Rauða- vatns liggur nú þegar jarðstrengur, á svæði sem er nokkuð keimlíkt svæðinu þar sem umræddur jarð- strengur er teiknaður við Reykja- nesbraut. Því er mikilvægt að huga að þeim jarðstreng ef talið er að ekki sé skynsamlegt að leggja jarðstreng við Voga vegna sprunguhreyfinga.“ Ég ráðlegg Landsnetsmönnum að lesa niðurstöður Ástu vandlega og komast hjá því að gera afdrifarík mistök. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Séð yfir hluta byggðarinnar í Garði. 12 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.