Víkurfréttir - 22.03.2023, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 22.03.2023, Qupperneq 13
Fallinn er frá, langt fyrir aldur fram, minn ástkæri bróðir Hermann Ragnarsson. Við ólumst upp í stórum bræðrahópi en alls vorum við átta sem komumst á legg. Hemmi var fyrir miðju í aldurs- röðinni, fæddur 1955. Það var svolítið sérstakt að vera svona margir og þeir eldri pössuðu upp á þá sem yngri voru, mikil samheldni var hjá okkur bræðrum og fórum við snemma að hjálpa til og gengum mjög snemma til vinnu. Hemmi og Dóri bróðir fóru að vinna við múrverk og voru fljótir að ná tökum á faginu. Mér er það minnisstætt að árið 1973 var pabbi að byggja hús að Fagragarði 6 í Keflavík og fórum við allir sem einn að vinna við bygginguna. Hemmi og Dóri pússuðu allt húsið á kvöldin og um helgar, þá sautján og átján ára gamlir. Í fram- haldinu fóru þeir fljótlega að vinna sjálfstætt og fóru upp á flugvöll að pússa stór fjölbýlishús fyrir Varnarliðið. Ég var með þeim sem handlangari og létum við bræður hendur standa fram úr ermum og gengum með miklum krafti í þessi verk sem voru unnin í uppmælingu og vorum við á hæsta kaupi sem þá þekktist. Þetta var ógleymanlegur tími, það einkenndi Hemma bróður strax mikil léttleiki og smitandi hlátur, hann hafði svo gaman af lífinu. Upp úr þessu fór hann að drekka áfengi og stundaði skemmtanalífið grimmt. Því miður náði Bakkus taki á honum og fylgdi honum nánast allt hans lífshlaup en alltaf stundaði hann vinnu og sá fyrir sér og sínum og kom að rekstri margra fyrirtækja. Hann og Halldór bróðir stofnuðu Húsanes ásamt fleirum og réðust snemma í það að byggja og selja íbúðir og byggðu þeir fleiri hundruð íbúðir í Keflavík og víðar. Á þessum tíma rak ég fasteignasölu og sá um sölu eignanna. Þannig að í gegnum okkar lífs- hlaup voru samskiptin oft og tíðum mikil í gegnum vinnuna en um tíma minna í frístundum þar sem við vorum svo ólíkir. Hemmi bróðir var mjög stór- brotinn karakter sem lét ekkert stoppa sig ef svo bar undir, fylginn sér með afbrigðum og kom hlutum í verk sem aðrir töldu ómögulegt. Hann var jafnaðarmaður alveg inn að beini alla tíð og er mér það minnisstætt árið 1986 en þá var hann kosningastjóri hjá Alþýðu- flokknum í Keflavík fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. Lagði hann nótt við dag enda fór svo að Al- þýðuflokkurinn var með hreinan meirihluta þegar atkvæðin voru talin og ætla ég að leyfa mér að fullyrða það að þar átti hann stærstan hlut að máli. Árið 2015 átti að vísa albanskri fjölskyldu úr landi en fjölskyldu- faðirinn vann hjá Hemma á þessum tíma, þau áttu veikt barn og voru þau send úr landi þrátt fyrir hörð mótmæli, þetta þótti honum alveg hræðilegt og gekk hann í málið eins og honum einum er lagið og voru þau komin aftur til Íslands og fengu íslenskan rík- isborgararétt á tíu dögum. Hann reddaði þessu fólki íbúð, hús- gögnum og vinnu. Á þessum tíma átti hann við heilsuvanda að stríða og var alls ekki í góðum málum en lagði alla sína orku í að hjálpa þessu fólki, hann mátti ekki aumt sjá eða fólk beitt misrétti. Rétt fyrir andlátið sagðist hann vera stoltastur af þessu verki af því sem hann hefði gert fyrir aðra. Hemmi bróðir var mikið fyrir sitt fólk og ræktaði sambandið við sína bræður og okkar börn af mikilli alúð. Hann lagði sig fram um það að kynnast þeim og hafa við þau samband, enda var hann elskaður og dáður af öllu sínu fólki. Seinustu árin átti hann við heilsubrest að stríða en það breytti því ekki að hann var sívinnandi til hinsta dags og ræktaði allt sitt fólk og vini eins og kostur var. Sjálfur á hann tvö börn, mikið mannkostafólk, Sigurð Arnar Her- mannsson, fæddur 1979, og Helgu Sigrúnu Hermannsdóttur, fædd 1997. Þetta voru gimsteinarnir hans og var hann mjög stoltur af þeim og nú seinasta árið var hann mikið í samskiptum við þau sem er einkar dýrmætt fyrir þau nú þegar hann er allur. Seinustu mánuðina sem Hemmi bróðir lifði var hann mikið inn og út af sjúkrahúsum en hann mjaðmagrindarbrotnaði seint síð- asta haust og hrakaði heilsu hans verulega upp frá því. Ég heimsótti hann mikið þessa mánuði og áttum við náið tal um lífið og tilveruna og börnin okkar og eru þessar stundir mér mjög dýrmætar. Síðustu vikurnar sem hann lifði var hann mjög kvalinn og sást þá í hvað stefndi, þrátt fyrir það lifði maður alltaf í voninni. Börnin hans, þau Sigurður Arnar og Helga Sigrún, stóðu vaktina alveg með pabba sínum til hinstu stundar og var ógleymanlegt að sjá ástina og umhyggjuna sem þau höfðu fyrir föður sínum. Þau voru vakin og sofin yfir hans velferð til hinstu stundar, seinustu dagana var hann af og til með fulla vitund en svo fékk hann tvo daga nokkuð góða. Þegar ég mætti á spítalann sá ég eldmóðinn í mínum manni! Það átti að ganga frá öllum sínum málum strax, með samstilltu átaki með börnum sínum var gengið frá öllum málum sem máli skipti. Þá sá maður að friður færðist yfir Hemma minn og átti hann góðan tíma með sínu fólki og kvaddi þá sem höfðu tók á því að koma. Hemmi bróðir lést þann 17. mars síðastliðinn. Ekki má gleyma að minnast á hlut Ingibjargar Finnsdóttur, hans fyrstu eiginkonu, en hún stóð með honum eins og stoð og stytta í hans miklu veikindum og vék ekki frá honum þegar kallið kom og var það honum ómetanlegt seinasta árið, þeirra vinskapur. Það var mikil lífsreynsla að fylgja bróður mínum hans lokagöngu, ég bara trúði því ekki að hann væri að fara og mikill og sár söknuður fylgdi í kjölfarið, og sárt að hugsa til þess að Ingibjörg og börnin hans sjá nú á eftir honum á besta aldri, hann átti eftir að gera svo mikið. En minningin lifir, þessi orð mín um Hermann bróðir minn ná ekki einu sinni að varpa ljósi á mann- kosti þessa góða drengs. Hann var góðhjartaður, heilsteypur, hrein- skiptinn maður sem ekki mátti neitt aumt sjá og setti hagsmuni annarra ofar en sína eigin. Aldrei heyrði maður hann kvarta eða vor- kenna sér, þrátt fyrir erfiðar að- stæður þá hafði hann alltaf hags- muni fólksins síns í öndvegi en bað ekki um neitt fyrir sjálfan sig. Guð blessi elsku besta bróður minn, Hermann Ragnarsson. Sigurður Ragnarsson. Skíthrædd við ketti Betsý Ásta er sautján ára gömul og er á félagsvísindabraut í FS. Helstu áhugamál Betsýjar eru félagsmál og Morfís og er stefnan hennar fyrir framtíðina bæði að komast inn í bæjarpólitíkina og svo stefnir hún á einhverskonar nám í félags- fræði. Hvað ert þú gömul? Ég er sautján ára en verð átján núna í september. Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Þrír hlutir; Skólamatur, nemendaráðið og auð- vitað Þórunn. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í Fs? Ég ákvað að fara í FS til þess að vera nálægt heimilinu og til að ná að gera allt það sem ég er að gera hérna í Reykjanesbæ. Hver er helsti kosturinn við Fs? Helsti kosturinn við FS er klárlega félagslífið og væntanlega uppáhaldskennararnir mínir, Atli og Bogi. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst félagslífið í FS geggjað núna #áframlogi og ég held það verði líka geggjað á næsta ári ;) Hvaða Fs-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Frosti Sig, basket- ball-stjarnan sjálf. Hver er fyndnastur í skólanum? Hef sagt það einu sinni og segi það aftur, Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir. Hvað hræðist þú mest? Ketti, er skíthrædd við ketti. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt þessa stundina er Morfís og kalt þessa stundina er Adidas. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Upphálds- lagið mitt akkúrat núna er Please Me með Bruno Mars og Cardi B. Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti kostur er leiðtogahæfnin mín myndi ég segja. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan mín fyrir framtíðina er líklegast að komast inn í bæjarpólitíkina og svo stefni ég einnig á einhverskonar nám í félagsfræði. Hver er þinn stærsti draumur? Minn stærsti draumur er að verða forseti Ís- lands. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Flestir myndu segja lágvaxin en ég myndi sjálf segja dugleg. Viktor Þórir er þrettán ára fótbolta- kappi sem er í 8. bekk í Akurskóla. Viktor lýsir sjálfum sér sem kóng- inum og hann sé þar af leiðandi alls ekki feiminn. Viktor er ung- menni vikunnar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Pési, hann er góður í körfubolta. skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar strákar settu sófa fyrir klósettin í skólanum og læstu fullt af krökkum inni. Hver er fyndnastur í skólanum? Mikki og Pési. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Gestalistinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Leynilöggan. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mat til að borða, sjónvarp til að horfa á enska boltann, fót- bolta til að sparka í. Hver er þinn helsti kostur? Ég er alls ekki feiminn. Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Geta flogið til að geta farið hvert sem ég vil. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að vera fótboltaþjálfari. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Kóngurinn. Minning – Hermann Ragnarsson f. 22.8. 1955 d. 17.3. 2023 Nemendur á unglingastigi Heiðarskóla frumsýndu söngleikinn Þú átt skilaboð á árshátíð skólans föstu- daginn 17. mars. Söngleikurinn er byggður á ævin- týrinu um Öskubusku og eru leikstjórar þær Daníella H. Gísladóttir, Esther Níelsdóttir og Guðný Kristjáns- dóttir. Árlega er boðið upp á svokallað árshátíðarval sem nýtur ávallt mikilla vinsælda. Einnig geta nem- endur valið veggjaskreytingar en sá hópur málar sviðs- myndina í sal skólans. Nú stendur til að halda opnar sýningar, m.a. miðvikudaginn 22. mars kl. 20:00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en ekki er tekið við greiðslum með greiðslukortum. Öll velkomin! Opnar sýningar á söngleiknum Þú átt skilaboð í Heiðarskóla FS-ingur: Nafn: Betsý Ásta Stefánsdóttir Aldur: 17 Námsbraut: Félagsvísindabraut Áhugamál: Félagsmál og Morfís Ungmenni: Nafn: Viktor Þórir Aldur: 13 Skóli: Akurskóli Bekkur: 8. bekkur Áhugamál: Fótbolti Vill verða fótbolta- þjálfari vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.