Alþýðublaðið - 22.01.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.01.1920, Blaðsíða 1
O-efiÖ tít »f Alþýðuflokknnm. 1920 Fimtudaginn 22. janúar 14. tölubl. f ernaSarsambaBð miili Zékkislóvakín og jffostnrríkis. Khöfn 20. jan. Tókkóalóvakía og Austurríki tiafa gert með sér fullkomið hern- aSarbandalag, bæSi til árása og varnar. Khöfn 20. jan. MiSjarSarhafsfloti Breta hefir skyndilega fengið fyrirskipun um l>aS, aS halda inn í Svartahaf. Tveir menn finna upp vélar til þúfna- sléttunar, sína véiina hvor og hvor i sinu lagi. Hvor er betri? Eitt af því, sem tefur ákaflega íyrir þúfnasléttunum og yfirleitt jarSabótum, er þaS, hve erfitt er aS koma þar aS vélum. ÞaS mega því teljast gleSileg tíSindi, aS fund- in hefir veriS upp vél til þúfna- ^léttunar, og frekar tvær en ein. Annar uppfundingarmaSurinn er %gert Briem (Vilhjálmsson). Hann ^veiur nú í Englandi, svo sem var frá hér í blaSinu, í viS- ^alinu við Sig. Sigurðsson, og er hann að láta smíða þúfnasléttun- arvél sína þar. Hinn maðurinn er Jón S. Esp- hólín af Akureyri; mun hann ætla aS láta smíða vél sína í Dan- mörku. Vonandi verða báðir búnir að láta smíða þessar vélar sínar svo tímanlega, að hægt verði að reyna þær á komandi Yori. Bakararnir hafa hækkað alt brauð nokkuð. Alþýðubrauðgerðin hefir ekki sett upp annað en kaffibrauð. Rúg- brauð, franskbrauð, sigtibrauð og súrbrauð eru seld með sama verði og áður. Viðtal við Jón Baldvinsson. Alþbl. hefir átt tal viö Jón Baldvinsson bæjarfulltrúa, forstjóra AlþýSubrauðgerðarinnar. „Orsökin til þess að bakarar hafa sett upp brauðin nú“, segir Jón Baldvinsson, „er að vinnulaun bakarasveina, sem voru orðin alt of lág, hafa verið hækkuð um 20 °/o, og svo, að hveiti hefir hækkað eitthvað um 8 °/o (4 kr. hver 63 kg poki) “. „Var nauðsynlegt að hækka alt brauð fyrir því?“ spyr Alþbl. „Það held eg ekki hafi verið. Hins- vegar hafa bakarameistarar farið mjög gætilega að því að hækka brauðverðið. Þeir hafa sett rúg- brauðin upp í 90 aura (kosta 88 í Alþýðubrauðgerðinni). Sigtibrauð og surbrauð upp í 56 aura (kosta 52 aura í Alþýðubrauðgerðinni) og franskbrauð upp í 75 aura (kosta 70 aura hjá Alþýðubrauðgerðinni). AlþýðubrauðgerSin hefir hins- vegar látið sér nægja að hækka verðið á kaffibrauði, t. d. hefir hún hækkað verðið á snúðum úr 9 upp í 10 aura (hjá bökurum kosta þeir nú 12 aura) og vínar- brauð og bollur úr 13 upp í 15 aura (bakarar hækkuðu þessar teg- undir úr 14 aurum upp í 16)“. „Hvers vegna skyldi bakara- meistarararnir hafa farið svona gætilega 1 hækkunina? ÞaS var þó hér um árið, áður en Alþýðu- brauðgerðin var til, að þeir létu sig ekki muna um að taka stór stökk þegar þeir voru að færa upp brauðverðið". „Ja, hver er orsökin", svarar Jón Baldvinsson og hlær. „ÞaS skal eg ekkert um segja. Þar verður hver að álíta það sem honum þykir senniiegast8. Og þar meS kvaddi Jón Bald- vinsson. En það þárf víst enginn að ef- ast um að orsökin til þess að bakararnir settu ekki enn þá meira upp þessa iífsnauðsyn al- mennings, sem brauðin eru, er sú að Alþýðubrauðgerðin er til. Hún hefir þegar orðið þess vald- andi, að almenningur sparar svo tugum þúsunda skiftir á hverju ári, á brauðkaupum, og mun vinna að sama takmarkinu áfram. Pjóðverjar í Slesvík. Khöfn 20. jan. Á laugardagskvöld kl. 12 eiga öll þýzk stjórnarvöld að vera lögð niður, og heriið þýzkt að vera brott úr héruðum þeim í Slésvík, sem atkvæðagreiðsla á að fara fram í, um hvort fylgja vilji heldur Þjóðverjum eða Dönum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.